Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.7.2009 | 10:29
Bera fæst orð minnsta ábyrgð?
Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar: Eins greinilega og Vinstri Grænir og Samfylkingin eru engan veginn að standa sig í því að stjórna landinu þá er Sjálfstæðisflokkurinn engu betri í hlutverki sínu í stjórnarandstöðu. Öll þau háleitu markmið eftir kosningar að veita vinstristjórninni gott aðhald virðast hafa fokið út um veður og vind við fyrsta mótbyr.
16.7.2009 | 10:28
Áfram Ísland
Jan Hermann Erlingsson skrifar: Nú er rétt rúmlega mánuður þar til að Evrópumót kvenna í fótbolta hefstí Finnlandi. Ljóst er að þetta verður ein stærsta stund íslenskraríþróttasögu en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland keppir á stórmóti ífótbolta.
15.7.2009 | 17:31
Ólíkar aðstæður
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir skrifar: Framundan er mikill niðurskurður og nú reynir svo sannarlega á ráðamenn þjóðarinnar og hvar þeir skera niður. Í nóvember síðastliðnum fékk ég tækifæri til að deila áhyggjum mínum af framtíð íslensku þjóðarinnar með kambódískri vinkonu minni og út frá ólíkum aðstæðum okkar heimalanda hjálpaði hún mér að sjá betur hversu mikilvægt það er að grunnstoðir samfélagsins séu í lagi.
14.7.2009 | 00:56
Alþingi í gíslingu
Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar: Alþingi Íslendinga fjallar nú um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Kristaltært er að mjög svo skiptar skoðanir eru um málið í þjóðfélaginu og ekki síður innan ríkisstjórnar. Hvernig sækir ríkisstjórn sér umboð í máli sem þessu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook
10.7.2009 | 13:03
Hávær minnihluti á ekki að ákveða málsmeðferðina
Árni Helgason skrifar: Ein sterkustu rökin fyrir hinni svokölluðu tvöföldu þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsaðild er hve illa hörðustu talsmenn málsins taka henni. Það er aldrei góð regla að láta háværasta minnihlutann ráða því hvernig málsmeðferðinni er háttað. ESB-málið er flókið, umdeilt og fyrir því er ekki skýr meirihluti á þingi. Það er eðlilegt að aðkoma þjóðarinnar sé sem allra mest að málinu.
2.7.2009 | 13:15
Byrjað á röngum enda
Þórlindur Kjartansson skirfar: Sagt hefur verið að leiðin til heljar sé vörðuð góðum fyrirætlunum. Fá svið mannlífsins falla betur að því máltæki en stjórnmálin. Algengast er að fólk sem starfar á stjórnmálasviðinu taki ákvarðanir með góðum hug með þveröfugum afleiðingum.
30.6.2009 | 16:31
Hversu vel er þér treyst?
Tómas Hafliðason skirfar: Mörg fyrirtæki bæði innanlands og utan hafa farið þá leið að banna samskiptavefi eins og Twitter og Facebook. Yfirleitt eru áhyggjur fyrirtækja af tvennum toga, annars vegar eru þær að starfsmönnum er ekki treyst að þegja yfir leyndarmálum fyrirtækisins og að þeir muni deila þeim á leiftur hraða í gegnum þessar síður. Hin megin rökin hafa verið að síðurnar séu einfaldlega tímaþjófur og starfsmönnum sé ekki treystandi að verja eðlilegum tíma á þessum síðum.
29.6.2009 | 10:38
Norrænt velferðarsamfélag?
Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ráðherrum og stjórnarliðum orðið tíðrætt um hið norræna velferðarsamfélag sem þeir vilja byggja hér upp. Mörgum líst eflaust vel á og þar með talið undirritaðri sem lengi hefur verið ákaflega hrifin af velferðarsamfélögum Norðurlandanna. Í vikunni fóru þó að renna á mig tvær grímur og ég velti því fyrir mér hvort ég hafi allan tímann misskilið hugtakið "norrænt velferðarsamfélag". Aðgerðir stjórnvalda virðast nefnilega ekki hafa það að augnamiði að ná þessu göfuga markmiði nema síður sé.
26.6.2009 | 09:13
Nafnlausi kröfuhafinn
Í allri umræðunni um efnahagsmál á Íslandi eru ákveðin orð eða heiti notuð reglulega. Sem dæmi má nefna: "erlendir fjárfestar", "kröfuhafar bankanna" og "eigendur jöklabréfa". Hvernig stendur eiginlega á þessu endalausa nafnleysi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook
25.6.2009 | 11:24
Stækkunarþreyta ESB
Núverandi ríkisstjórn á Íslandi virðist, ef marka má fréttir síðustu daga, veðja á að aðild Íslands að ESB muni leysa flest okkar vandamál og því sé bæði eðlilegt og nauðsynlegt að fórna því sem til þarf til að svo megi verða. Enginn hefur útskýrt á skýran og greinargóðan hátt hvernig aðild muni koma Íslandi til bjargar en í stað þess er boðið upp á óljóst tal um lækkun matvöruverðs, aukna tiltrú erlendis og styrkingu krónunnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook