Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.6.2009 | 12:49
Risavaxið lífeyrislán til ríkisins
Andri Heiðar Kristinsson skrifar: Um fátt annað er rætt þessa dagana en mikilvægi þess að snúa þróun efnahagsmála við og koma ríkisfjármálunum í betra horf. Því eru tillögur þingflokks sjálfstæðismanna um breytingar á skattlagningu lífeyrisiðgjalda kærkomið innlegg í umræðurnar. Tillögur sem hægt er að taka afstöðu til, vera á með eða á móti. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar í raun?
22.6.2009 | 15:46
Eitt sem við höfum lært af kreppunni
Jón Steinsson, hagfræðingur skrifar: Það er of snemmt að geta sér til um hvað stærsti lærdómurinn af þessari kreppu verður. En eitt atriði sem við höfum lært er nauðsyn þess að ríkisvaldið hafi tök á því að taka tímabundið yfir stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki og endurskipuleggja þau fjárhagslega þegar þau lenda í vanda.
15.6.2009 | 09:08
Af lumbrum og lymjum
Davíð Guðjónsson skrifar: Eftir að hafa borðað milljarða í morgunamat í nokkur ár nærist alþýðan nú á gjaldþrotum, svikum og prettum eins og þau birtast okkur í fyrirsögnum morgunblaðanna. Leikendur eru mikið til þeir sömu og áður en leikmunirnir aðrir milljarðar í gær, undaskot í dag, Kvíabryggja á morgun. Það er merkilegt til þess að hugsa að í áraráðir skuli heil þjóð hafa komið út sem hvítþegið bleyjubarn í alþjóðlegum spillingarkönnunum en virðist nú vera samansafn gerspilltra fjárglæframanna.
10.6.2009 | 12:04
Kvótinn, fyrningin og ESB
Magnús Þór Torfason skrifar: Það eru gömul sannindi og ný að fiskveiðilögin verða erfiðasta samningsatriðið ef til þess kemur að Ísland sæki um aðild að ESB. Þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum 116/2006 um stjórn fiskveiða að úthlutun aflaheimilda skapi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum er nánast öruggt að dómsmál verða höfðuð verði gerðar á þeim umfangsmiklar breytingar. En fyrir ESB yrðu lög 116/2006 líklega einfaldari viðureignar en lög 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
8.6.2009 | 12:12
Stjórnmálamenn skulda okkur sannleikann
Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar: Eins og ég sé hana í dag. Hún er slæm en það hafa allir vitað um nokkurn tíma. Stjórnmálaflokkarnir brugðu á það ráð í síðustu kosningum að bindast þegjandi samkomulagi um að segja ekki að staðan væri slæm. Þeir skýldu sér á bakvið að það lægi ekki fyrir hversu slæm hún væri og því væri ómögulegt að segja nokkuð. Svo láta menn eins og það sé að renna upp fyrir þeim núna að staðan sé virkilega slæm og að það þurfi að skera niður líka í velferðarmálum.
8.6.2009 | 12:11
Eigrað um stefnulaust
Óli Örn Eiríksson skrifar: Stjórnmál á Íslandi skortir stefnu. Pólitísk umræða á Íslandi er viljandi eða óviljandi föst í smáatriðum og útúrsnúningum sem kemur þegar allt kemur til alls mest niður á öllum nema stjórnmálamönnum sem fitna eins og skrattinn á fjósbitanum. Aftur og aftur virðist fólk sætta sig við það að stjórnmálamenn maldi í móinn yfir smáatriðum, horfa um öxl og spá í fortíðina og hreinlega neiti að svara erfiðum spurningum.
6.6.2009 | 16:08
20 ár frá hruni kommúnismans í Póllandi
Pawel Bartoszek skrifar: Þann 4. júní 1989 gengu Pólverjar að kjörborðinu í fyrstu hálflýðræðislegu kosningum í austurblokkinni. Stjórnarandstaðan vann þar mikinn sigur undir forystu Samstöðunnar. Í kjölfarið tók við fyrsta borgaralega ríkisstjórnin í Austur-Evrópu
Lesa pistilinn: 20 ár frá hruni kommúnismans í Póllandi
5.6.2009 | 11:14
Hvernig sykurskattur verður óþarfur
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar: Í síðasta pistli mínum lofaði ég hugmyndir Ögmundar Jónassonar um sykurskatt í hástert. Þær eru skref í þá átt að gera einstaklinginn fjárhagslega ábyrgan fyrir heilsu sinni að því gefnu að fé skattgreiðenda sé notað til að greiða niður heilbrigðisþjónustu. Best af öllu væri þó ef einstaklingurinn tæki enn meiri þátt í að greiða heilbrigðiskostnað sinn og axlaði þar með fulla fjárhagslega ábyrgð á lifnaðarháttum sínum. En er hægt að útbúa slíkt greiðslukerfi án þess að gefa upp á bátinn fullkomið og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu?
Lesa pistil: Hvernig sykurskattur verður óþarfur
4.6.2009 | 00:27
Samræmd stefna um að óttast Kína
2.6.2009 | 15:16