Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frelsishugsjónin á erindi við ungt fólk í dag

Árni Helgason skrifar: Mikil áskorun bíður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á komandi vetri. Ekki er nóg með að félagið þurfi að standa áfram fyrir kröftugu innra starfi heldur bíður þess líka það verkefni að ná til ungs fólks og sannfæra það um gildi sjálfstæðisstefnunnar.

Lesa pistil


Spennandi og erfiðir tímar

Árni Helgason skrifar: Það eru bæði spennandi og erfiðir tímar framundan í stjórnmálum. Þeir eru spennandi því ákvarðanir stjórnvalda á næstu mánuðum munu skipta sköpum um það Ísland sem rís upp úr boðaföllum undanfarinna mánaða og það aðhald sem stjórnvöldum verður veitt er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Þeir eru erfiðir af nákvæmlega sömu ástæðu. Ofan á það leggst síðan að ungt fólk hefur upp til hópa misst trúna á Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans.

Lesa pistil


Hliðfótur?

Samúel T. Pétursson skrifar: Tilraun Reykjavíkurborgar til að takmarka umferð um nýjan Hlíðarfót, frá Hringbraut að Hótel Loftleiðum við umferð annarra en þeirra sem aka einir í bíl gæti farið vel. En hún gæti líka farið miður vel. Ef seinni kosturinn verður niðurstaðan er hætta á að annars góð aðferðafræði lendi öfugu megin við almenningsálitið, leggist í dvala um langa framtíð og verði ekki unnt að beita annars staðar þar sem hún væri heppilegri, fyrr en seint og um síðir.

Lesa pistil


Að spara eyrinn en kasta krónunni

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir skrifar: Um þessar mundir stendur yfir mikill og þungur niðurskurður af hálfu ríkisins. Skorið er niður á flestum, ef ekki öllum sviðum samfélagsins og fyrir marga kemur þetta sér ákaflega illa. Undanfarin ár hafa sumar mikilvægustu stoðir samfélagsins verið fjársveltar þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagi þjóðarinnar, ein þeirra er menntakerfið.

Lesa pistil


Erfitt framundan

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar: Á sama tíma fyrir ári síðan vissu ekki nema innstu koppar í búri hvað var í vændum. Þeir voru hins vegar uppteknir við að reyna að snúa þróuninni við, þróun sem á endanum þeir réðu engan veginn við og allt fór á versta veg. Vissulega voru blikur á lofti í september í fyrra, en almenna borgara gat ekki órað fyrir því sem átti eftir að gerast. Þetta vekur upp spurningar um hver sé staðan í dag og hvað gerist í vetur?

Lesa pistil


Kraftmikið leikhús

Helga Lára Haarde skrifar: Þegar skammdegið verður sem mest og áhyggjur af íslensku krónunni, Icesave og öðru misskemmtilegu eru að sliga mann getur það verið kærkominn flótti frá raunveruleikanum að stíga inn í undraheim leikhússins og gleyma stað og stund. Borgarleikhúsið býður áhorfendum sínum upp á fjöldann allan af áhugaverðum sýningum í vetur og það á góðu verði.

Lesa pistil


Skuldaaðlögun gjaldeyrislána er varhugaverð

Magnús Þór Torfason skrifar: „Skuldbreyting, skuldaaðlögun, greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun, skilmálabreyting, lánalenging. Úrræðin eru mörg, og geta komið ýmsum að gagni sem lenda í erfiðleikum. En nauðsynlegt er fyrir skuldara að kynna sér úrræðin vel áður en til aðgerða er gripið, því í sumum tilfellum geta úrræðin verið dýrkeypt“.

Lesa pistil


Ólán í láni

Þórlindur Kjartansson skrifar: Svo virðist sem nánast allt gangi út á það um þessar mundir að tryggja að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn láni okkur þá peninga sem lofað hefur verið. En er það virkilega sérstakt hagsmunamál okkar, úr því sem komið er, að fá þetta risastóra lán?

Lesa pistil


Ríkisstjórn hinna klofnu heilahvela

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar: Það er runninn upp örlagadagur í sögu Íslands. Útlit er fyrir að í dag munu 0.01% þjóðarinnar telja sig færa um að hafa vit fyrir okkur hinum og ákveða að sækja um aðild að tollabandalagi Evrópu.

Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin þjáist af heilaklofnun á háu stigi með tilheyrandi einkennum þar sem heilahvel tilfinninganna gerir nákvæmlega það sem því sýnist án samráðs við heilahvel rökhugsunar. Tillaga Sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu er eina rökrétta leiðin til að forða krónísku meini frá því að sundra þjóðinni algjörlega.

Lesa pistil


Krónan og evran

Páll Heimisson skrifar: Íslenzka krónan er dauð! Á síðustu 18 mánuðum hefur gjaldmiðill Íslendinga tapað 80% af verðgildi sínu og er leitun að gjaldmiðli vestræns ríkis sem hefur orðið svo illa úti. Skýringa á því hvers vegna svo illa er komið fyrir krónunni má leita víða en í kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar mátti skilja sem svo að orsakirnar mætti finna í þáverandi seðlabankastjóra og stefnu ríkisins í peningamálum. Allt kapp skyldi lagt á að skipta um manninn í brúnni og þá færi vorið að breiðast yfir peningamarkaðinn. Síðan yrði skipuð nefnd peningasérfræðinga til að búa til nýja peningastefnu, gengið í Evrópusambandið og að síðustu yrði tekin upp evra. Við inngönguna í ESB myndum við tengja íslenzku krónuna strax við evruna þangað til við gætum tekið hana upp, sem gæti tekið eitthvað örlítið lengri tíma. Þetta var held ég í stuttu máli leikjafræðin. Kíkjum á árangurinn og hvernig næstu skref gætu þróast.

Lesa pistil


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband