Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Grætt á gjaldeyrishöftum

Þórður Gunnarsson skrifar: Gjaldeyrishöft hvíla nú sem mara á íslensku atvinnulífi. Rökin fyrir höftunum eru þær gífurlegu upphæðir sem eru bundnar í margumræddum jöklabréfum, en eins og staðan er í dag fá aðeins vaxtagreiðslur af þeim bréfum að fara úr landi. Stjórnvöld reyna þannig að tappa smám saman af greftrinum sem myndast í því kýli sem gjaldeyrishöftin eru óneitanlega á íslensku efnahagslífi. Hægt er að hagnast á þessu ástandi.

Lesa pistil


Faglegur forsendubrestur frelsisskerðingar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar: Það voru eflaust fleiri en ég sem supu hveljur þegar þeir sáu tillögur Læknafélags Íslands um tóbaksvernd sem viðraðar voru á tóbaksvarnarþingi félagsins nú fyrir helgi. En hvaða skoðun sem menn hafa á neyslustýringu hins opinbera í prinsippinu hljóta allir að geta sammælst um að hún komi ekki til greina nema rökstuðningurinn sé algjörlega hnökralaus.

Lesa pistil


"345 háskólanemar svíkja út 300 milljónir"

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir skrifar: Í vikunni beindu helstu fjölmiðlar landsins augum að þeim 345 námsmönnum sem hafa verið skráðir í lánshæft nám og þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma. Talið er að námsmönnunum hafi tekist að svíkja út allt að 300 milljónir úr Atvinnuleysistryggingarsjóði.

Lesa pistil


Afnám gjaldeyrishafta er þjóðarnauðsyn

Þórlindur Kjartansson skrifar: Gjaldeyrishöftin skapa aðstæður þar sem menn hagnast á því að finna leiðir til að fara í kringum óeðlilegt ástand, eins og fyrrverandi bankaráðsmaður Seðlabankans gerði. Slíkt brask þrífst best í flóknu og órökréttu umhverfi. Þess vegna þarf að afnema gjaldeyrishöft en ekki herða eftirlit eða viðurlög.

Lesa pistil


Erlend fjárfesting: lífsnauðsynlegt súrefni fyrir kafnandi atvinnulíf

Óli Örn Eiríksson skrifar: Til þess að skapa verðmæti þá þarf í langflestum tilfellum fjármagn. Fjármagn er yfirleitt tvenns konar: lán eða eigið fé. Lánin þarf að greiða aftur samkvæmt fyrirfram ákveðnum samningi. Eigið fé sem menn leggja fram sem fjárfestingu getur haft meiri sveigjanleika.

Lesa pistil


Hvað er að gerast í bönkunum?

Jón Steinsson skrifar: Af og til eru fluttar fréttir af áformum bankanna um að fella niður skuldir fyrrum stóreignamanna og fyrirtækja þeim tengdum. Viðbrögð almennings láta ekki á sér standa. Og sem betur fer hafa þessi viðbrögð í einhverjum tilfellum haft þau áhrif að betur hefur farið en á horfði. En hversu mörg slík mál ætli nái fram að ganga án þess að fjölmiðlar komist á snoðir um þau fyrr en það er um seinan?

Lesa pistil


Eru konur, konum verstar ?

Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar: Við höfum öll gott af því að vera meðvituð um jafnrétti, ekki bara jafnrétti milli karla og kvenna heldur jafnrétti í þjóðfélaginu almennt. Misjafn er sauður í mörgu fé og handahófskennd flokkun sem snýr að kynferði er engan veginn réttlátur mælikvarði á hæfileika hvers einstaklings í frjálsu samfélagi.

Lesa pistil


Troðfullur varamannabekkur

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar: Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, flutti í vikunni áhugaverða frétt í kvöldfréttum Sjónvarps. Þar gagnrýndi hann harkalega ákvörðun Samtaka verslunar og þjónustu að setja einn fyrrverandi stjórnarmanna í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Það má færa rök fyrir því að það sem seinna kemur í frétt Kristins sé varhugavert og má spyrja sig hvort þarna hafi fréttamaðurinn notast við þau faglegu vinnubrögð sem ætlast er til af honum sem boðberi fréttaefnis til almennings.

Lesa pistil


Hryðjuverk, vinir og viðskipti

Helga Lára Haarde skrifar: Gordon Brown hefur áskotnast sá vafasami heiður að beita umdeildum hryðjuverkalögum, sem ganga óeðlilega langt inn á persónulegt frelsi borgaranna, á mjög lúalegan hátt gegn vopnlausri vinaþjóð, Íslandi. Nú hefur hann bætt um betur og frelsað raunverulegan hryðjuverkamann úr fangelsi til að liðka fyrir olíuviðskiptum við Líbýu. Hver næstu skref hans í baráttunni við hryðjuverk verða hefur pistlahöfundur ekki ímyndunarafl til að spá fyrir um.

Lesa pistil


Stóri bróðir er nær en þig grunar

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar: Miðað við þróun undanfarinna ára þá er ekki laust við að maður hafi áhyggjur af því að í framtíðinni muni vestræn ríki og Kínverjar mætist á miðri leið í því hvað telst eðlilegt eftirlit stóra bróðurs með hegðun og (ó)hlýðni borgaranna. Bretland hefur nú náð þeim áfanga að vera mest vaktaða þjóð í heimi og slær nú meira að segja út Kína í fjölda eftirlitsmyndavéla.

Lesa pistil


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband