Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.9.2009 | 10:55
Grætt á gjaldeyrishöftum
Þórður Gunnarsson skrifar: Gjaldeyrishöft hvíla nú sem mara á íslensku atvinnulífi. Rökin fyrir höftunum eru þær gífurlegu upphæðir sem eru bundnar í margumræddum jöklabréfum, en eins og staðan er í dag fá aðeins vaxtagreiðslur af þeim bréfum að fara úr landi. Stjórnvöld reyna þannig að tappa smám saman af greftrinum sem myndast í því kýli sem gjaldeyrishöftin eru óneitanlega á íslensku efnahagslífi. Hægt er að hagnast á þessu ástandi.
16.9.2009 | 16:20
Faglegur forsendubrestur frelsisskerðingar
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar: Það voru eflaust fleiri en ég sem supu hveljur þegar þeir sáu tillögur Læknafélags Íslands um tóbaksvernd sem viðraðar voru á tóbaksvarnarþingi félagsins nú fyrir helgi. En hvaða skoðun sem menn hafa á neyslustýringu hins opinbera í prinsippinu hljóta allir að geta sammælst um að hún komi ekki til greina nema rökstuðningurinn sé algjörlega hnökralaus.
15.9.2009 | 13:32
"345 háskólanemar svíkja út 300 milljónir"
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir skrifar: Í vikunni beindu helstu fjölmiðlar landsins augum að þeim 345 námsmönnum sem hafa verið skráðir í lánshæft nám og þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma. Talið er að námsmönnunum hafi tekist að svíkja út allt að 300 milljónir úr Atvinnuleysistryggingarsjóði.
14.9.2009 | 12:46
Afnám gjaldeyrishafta er þjóðarnauðsyn
Þórlindur Kjartansson skrifar: Gjaldeyrishöftin skapa aðstæður þar sem menn hagnast á því að finna leiðir til að fara í kringum óeðlilegt ástand, eins og fyrrverandi bankaráðsmaður Seðlabankans gerði. Slíkt brask þrífst best í flóknu og órökréttu umhverfi. Þess vegna þarf að afnema gjaldeyrishöft en ekki herða eftirlit eða viðurlög.
13.9.2009 | 14:03
Erlend fjárfesting: lífsnauðsynlegt súrefni fyrir kafnandi atvinnulíf
Óli Örn Eiríksson skrifar: Til þess að skapa verðmæti þá þarf í langflestum tilfellum fjármagn. Fjármagn er yfirleitt tvenns konar: lán eða eigið fé. Lánin þarf að greiða aftur samkvæmt fyrirfram ákveðnum samningi. Eigið fé sem menn leggja fram sem fjárfestingu getur haft meiri sveigjanleika.
12.9.2009 | 13:59
Hvað er að gerast í bönkunum?
Jón Steinsson skrifar: Af og til eru fluttar fréttir af áformum bankanna um að fella niður skuldir fyrrum stóreignamanna og fyrirtækja þeim tengdum. Viðbrögð almennings láta ekki á sér standa. Og sem betur fer hafa þessi viðbrögð í einhverjum tilfellum haft þau áhrif að betur hefur farið en á horfði. En hversu mörg slík mál ætli nái fram að ganga án þess að fjölmiðlar komist á snoðir um þau fyrr en það er um seinan?
11.9.2009 | 11:07
Eru konur, konum verstar ?
Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar: Við höfum öll gott af því að vera meðvituð um jafnrétti, ekki bara jafnrétti milli karla og kvenna heldur jafnrétti í þjóðfélaginu almennt. Misjafn er sauður í mörgu fé og handahófskennd flokkun sem snýr að kynferði er engan veginn réttlátur mælikvarði á hæfileika hvers einstaklings í frjálsu samfélagi.
10.9.2009 | 10:08
Troðfullur varamannabekkur
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar: Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, flutti í vikunni áhugaverða frétt í kvöldfréttum Sjónvarps. Þar gagnrýndi hann harkalega ákvörðun Samtaka verslunar og þjónustu að setja einn fyrrverandi stjórnarmanna í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Það má færa rök fyrir því að það sem seinna kemur í frétt Kristins sé varhugavert og má spyrja sig hvort þarna hafi fréttamaðurinn notast við þau faglegu vinnubrögð sem ætlast er til af honum sem boðberi fréttaefnis til almennings.
9.9.2009 | 11:53
Hryðjuverk, vinir og viðskipti
Helga Lára Haarde skrifar: Gordon Brown hefur áskotnast sá vafasami heiður að beita umdeildum hryðjuverkalögum, sem ganga óeðlilega langt inn á persónulegt frelsi borgaranna, á mjög lúalegan hátt gegn vopnlausri vinaþjóð, Íslandi. Nú hefur hann bætt um betur og frelsað raunverulegan hryðjuverkamann úr fangelsi til að liðka fyrir olíuviðskiptum við Líbýu. Hver næstu skref hans í baráttunni við hryðjuverk verða hefur pistlahöfundur ekki ímyndunarafl til að spá fyrir um.
7.9.2009 | 10:16
Stóri bróðir er nær en þig grunar
Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar: Miðað við þróun undanfarinna ára þá er ekki laust við að maður hafi áhyggjur af því að í framtíðinni muni vestræn ríki og Kínverjar mætist á miðri leið í því hvað telst eðlilegt eftirlit stóra bróðurs með hegðun og (ó)hlýðni borgaranna. Bretland hefur nú náð þeim áfanga að vera mest vaktaða þjóð í heimi og slær nú meira að segja út Kína í fjölda eftirlitsmyndavéla.