Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.1.2010 | 09:09
Sundurlyndi á ögurstundu
"Helstu persónur og leikendur í íslenskum stjórnmálum hafa á undanförnu ári sýnt það ítrekað í verki að á ögurstundu eru samvinna og samstaða því miður aftar í röðinni en persónulegir hagsmunir. Í alla þá 15 mánuði sem liðnir eru frá því að bankarnir hrundu og allt árið 2008 í aðdraganda bankahrunsins hefur barátta íslensku þjóðarinnar einkennst af liðahugsun og spuna á kostnað eindrægni og baráttu." - skrifar Árni Helgason
5.1.2010 | 10:20
Heiðarlegri skattheimta II: Persónuafsláttur
"Í síðasta pistli mínum lagði ég til að ríkisstjórnin notaði þá breytingahrinu sem nú gengur yfir skattkerfið til að gera skattheimtu á Íslandi heiðarlegri. Til að skattheimta geti talist heiðarleg þarf hún að vera tiltölulega einföld í sniðum, gagnsæ og áhrif hennar skýr. Í stuttu máli þarf hún að gera stjórnmálamönnum sem erfiðast fyrir að skerða kjör fólks með sköttum án þess að það geri sér grein fyrir því. Dæmi um einfaldan hlut sem gerður er flókinn einmitt með þeim afleiðingum er persónuafslátturinn á Íslandi" - skrifar Hafsteinn Gunnar Hauksson
30.10.2009 | 17:55
LÍN
Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) í gegnum tíðina til þess að
framfleyta sér meðan þeir hafa gengið menntaveginn. Hluti þeirra hafa
vafalaust á einhverjum tímapunkti þurft að hafa samskipti við LÍN og
því miður heyrast yfirleitt frekar slæmar sögur en góðar af slíkum
samskiptum. Greinahöfundur er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem
hafa þurft að nýta sér þjónustu LÍN í gegnum árin, fyrst þegar
undirrituð stundaði nám á Íslandi fyrir nokkrum árum og nú við nám
erlendis. Fyrri reynsla af samskiptum við LÍN var öll til fyrirmyndar,
enda engin vandamál sem komu upp. Nú hef ég því miður allt annað en
góða sögu að segja frá liðsemi LÍN. Fyrir næstum fjórum árum
útskrifaðist ég sem byggingartæknifræðingur og hef síðan þá unnið í
byggingarbransanum. Eins og flestir vita var meira en nóg að gera í
þeim geira, þar til fyrir rétt um ári síðan. Þessar nýju aðstæður
hvöttu til að skoða möguleikann að hefja nám að nýju, nú er ég í
mastersnámi í Þýskalandi."
30.10.2009 | 17:54
100 milljarða kr. lán gegn mörghundruð milljarða skuldbindingu
í gær og var endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands afgreidd sama dag eða
8 mánuðum á eftir áætlun. Þessi niðurstaða felur í sér að að
Íslendingar fá nú 168 milljónir bandaríkjadala að láni frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og 675 milljónir bandaríkjadala frá Póllandi
og Norðurlöndununum eða í heild um 100 milljarða króna lán. Upphaflega
þegar samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var undirritað var ekki
hægt að gera sér í hugarlund að Íslendingar þyrftu að undirgangast mörg
milljarða ríkisábyrgð gegn því að fá aðgang að fjárhagsaðstoð sjóðsins."
28.10.2009 | 09:43
Í fjölmiðlafrumvarpi er þetta helst
Þó vissulega sé verið að steypa fleiri en einum lagabálki saman í einn þá er slík yfirlýsing náttúrulega dálitlar ýkjur í ljósi þess að ekki er einu orði minnst á umdeildasta atriðið sem snýr að fjölmiðlum og tengist hámarki á eignarhaldi þeirra. Það er ljóst að menntamálaráðherra hefur ekki nýtt síðustu fimm ár til að móta sér stefnu í því máli því hún hefur ákveðið að setja saman starfshóp sem á að skoða samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og skila á af sér áliti í vor." Lesa pistil
27.10.2009 | 11:30
Útrás og víkingar - já takk
6.10.2009 | 16:06
Nýtt líf í lífeyrissjóðina
Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar: Það er fagnaðarefni að Pétur H. Blöndal, alþingismaður, vinni nú að tillögum um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. Tillögur hans miða að því að skilgreina eignir sjóðanna sem eign sjóðsfélaga, að sjóðsfélagar kjósi stjórn lífeyrissjóðanna og fái upplýst hve verðmæt eign þeirra er í lífeyrissjóðunum.
24.9.2009 | 11:41
Risavaxin verkefni framundan
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar: Það er stór helgi framundan hjá ungum sjálfstæðismönnum um land allt, en þá fer fram landsþing SUS á Ísafirði. Á þinginu ákveðum við ungir sjálfstæðismenn í hvaða anda við viljum starfa til næstu tveggja ára, en líklegast eru fá tímabil lýðveldissögunnar sem munu reynast okkur jafn afdrifarík og það sem senn fer í hönd. Það er því sannkallað gleðiefni að sjá hversu öflugu málefnastarfi SUS hefur staðið fyrir í aðdraganda þingsins og ljóst að innlegg sambandsins í þjóðmálaumræðuna verður í senn uppbyggilegt og gagnrýnið.
23.9.2009 | 12:20
Á að breyta auglýsingalögum?
Einar Leif Nielsen skrifar: Á síðustu misserum hafa mörg fyrirtæki beðið hnekki í slæmu efnahagsástandi hér á landi. Fjölmiðlaiðnaður og auglýsingaiðnaður eru meðal þeirra sem hafa komið mjög illa út úr hruninu . Mjög hefur dregist saman á auglýsingamarkaði undanfarið og hefur það haft gífurleg áhrif fyrir báðar þessar atvinnugreinar. Hvernig er hægt að aðstoða fyrirtæki í þessum geirum?
22.9.2009 | 19:44
Sannleikurinn um sáttmálann
Páll Heimisson skrifar: Töluverð harka er nú að færast í baráttuna í kring um seinni þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um Lissabonnsáttmálann, en hún mun eiga sér stað 2. október. Evrópusambandið leggur nú allt kapp á að Írar samþykki sáttmálann og hafa gripið til þess ráðs að greiða fyrrum starfsmönnum DELL á Írlandi, sem allir misstu vinnuna, 14,8 milljónir .