Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.1.2010 | 17:04
Ísland - Argentína
"Ísland er á barmi þess að gera sömu hagstjórnarmistök og Argentína gerði í kreppunni miklu. Þá náðu ýmsar skammtímaaðgerðir ríkisstjórnarinnar fótfestu til lengri tíma og gjörskemmdu hagkerfi sem hefði haft alla burði til að vera eitt það öflugasta í heimi. Ef örlög Íslands reynast þau að verða Argentína 21. aldarinnar verður sekt þeirra sem nú halda um stjórnartaumana seint vanmetin." - skrifar Hafsteinn Gunnar Hauksson
23.1.2010 | 21:53
Mega, Omega
"Þegar ég var lítill fór fjölskyldan yfirleitt í frí til Flórída yfir páskana. Á þeim tíma var G. I. Joe algerlega málið og ég passaði mig upp á að eiga leikföngin og horfa á teiknimyndirnar. Gallinn var bara að þættirnir voru ekki sýndir á Íslandi. Því hlakkaði ég alltaf til þess að fara til útlanda og sjá uppáhalds hetjurnar mínar berjast við hið illa. Að vísu voru þættirnir bara sýndir eldsnemma á morgnanna en það stoppaði mig ekki. Ég vaknaði fyrstur allra í fjölskyldunni og oft allt of snemma. Það var að vísu einn galli á gjöf Njarðar. G.I. Joe var fyrsta teiknimynd dagsins og þegar maður er 8 átta ára gamall ekki mikið hægt að gera klukkan sex á morgnanna, meðan allir aðrir sofa. Því lét ég mig hafa það að horfa á það sem var á undan í sjónvarpinu." - skrifar Einar Leif Nielsen
22.1.2010 | 09:14
1989 – 2009 - Straumhvörf í Germaníu
Eftir fall Berlínarmúrsins, haustið 1989, varð pólitískt landslag í hinu sameinaða Þýskalandi gjörbreytt. Hið rótgróna flokkakerfi í Vestur-Þýskalandi var óundirbúið að takast á við þær nýju aðstæður sem upp komu þegar 6 ný ríki í gamla Austur-Þýskalandi bættust við. Fljótt náðu hinir rótgrónu Vestur-þýsku flokkar fótfestu í hinu nýju löndum Þýskalands, en hinn gamli Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands (SED) breytti um nafn og kallaði sig, allt fram að árinu 2005, PDS en nú heitir flokkurinn Die Linke - skrifar Hallgrímur Viðar Arnarson
18.1.2010 | 15:52
Evrópulaun
"Umræður um lýðræði og ýmis afbrigði á lýðræðinu hafa mjög verið til umræðu eftir bankahrunið. Vilja sumir auka þátttöku þjóðarinnar í mikilvægum ákvörðunum en aðrir vilja frekar að við framseljum frekara vald til Evrópusambandsins og fáum fulltrúa á þeim vettvangi við ákvarðanatökur. Í öllu falli er ljóst að töluverður kostnaður fylgir lýðræðinu og ætla ég að gægjast aðeins ofan í launaumslag Evrópuþingmannsins hér á eftir." - skrifar Páll Heimisson
17.1.2010 | 11:46
Þegar hetjudáð verður víðsýni að bráð
"Þessi erlenda fjölmiðlathygli hefur þó með einhverjum óskiljanlegum hætti vakið upp reiði ýmissa víðsýna neo-alþjóðasinna. Þessi tegund alþjóðasinna telur það iðulega vera hlutverk sitt að koma íslenskum almenningi í skilning um að í raun sé framlag okkar í öllum myndum svo ótrúlega smátt hlutfallslega. Án efa eru greinar þeirra þegar tilbúnar til að útskýra fyrir Íslendingum hvað handbolti sé lítil íþrótt í alþjóðlegu samhengi ef okkur skyldi nú ganga vel á EM" - skrifar Vignir Hafþórsson
16.1.2010 | 14:36
Hinir syndlausu
"Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endaði í blóðbaði. Eftir allt sem undan er gengið, bæði í aðdraganda og kjölfar kreppunnar, virðist sem býsna fáir sjái nokkuð athugavert við eigin hegðun eða ákvarðanir. Um þetta vitna meðal annars sumar af þeim bókum sem skrifaðar hafa verið um atburðina allir verja eigin gerðir út í hið óendanlega en eru fljótir að reyna að kasta allri sökinni á einhvern annan." - skrifar Þórlindur Kjartansson
14.1.2010 | 10:55
Fólk er fífl
"Árið 1996 eignaðist ég minn fyrsta íslenska geisladisk, Fólk er fífl með Botnleðju. Þetta var hinn fínasti diskur og spilaði ég hann talsvert á þessum tíma. Samt er það titill plötunnar sem hefur alltaf skilið mest eftir sig. Í hvert sinn sem ég sé skoðanakönnun með fáránlegri niðurstöðu eða heyri af einhverju undarlegu átaki hjá fjöldanum þá hvísla ég að sjálfum mér: Fólk er fífl. " - skrifar Einar Leif Nielsen
13.1.2010 | 09:03
Friðarhugvekja velmegunarbarns
"Nú þegar vel er liðið á janúarmánuð eru flestir búnir að fá smávegis veruleikaspark í rassinn og eru dottnir aftur inn í hversdagslega rútínu skammdegisins. Þó eimir kannski enn af hátíðleika jólanna og notalegheitunum sem fylgja hátíðarhaldinu. Á þeim tíma fjölgar samverustundum með fjölskyldu og vinum sem kalla fram bestu hliðar fólks og kærleikurinn fær að ríkja, þó ekki sé nema í stutta stund. Það er ekki annað hægt en að hafa dálæti á þeim tíma árs, þar sem öll þau gildi sem samkvæmt bókinni skipta mestu máli fá það vægi sem þau raunverulega eiga skilið." - skrifar Guðrún Sóley Gestsdóttir
10.1.2010 | 13:08
Er pláss fyrir menningu ?
"Þrátt fyrir að vera ung þjóð, þá höfum við Íslendingar ógrynni af íslenskri menningu. En hvað er menning? Greinahöfundur hefur mikið velt fyrir sér stöðu menningar í þjóðfélaginu í dag. Eftir að hlusta á umræðu undanfarið, þá hefur oft komið upp í hugann sú spurning hvort það sé einfaldlega pláss fyrir menningu í íslensku þjóðfélagi í dag?" - skrifar Erla Margrét Gunnarsdóttir
8.1.2010 | 09:11
Leikjafræðin og leigubílstjórar
"Ein af forsendum hagfræðinnar er sú að mannskepnan taki ákvarðanir með hagsmuni sína að leiðarljósi og bregðist við utanaðkomandi hvötum til að verja þá hagsmuni. Þetta er yfirleitt orðað sem svo að maðurinn sé rational að upplagi, sem myndi útleggjast skynsamur eða rökréttur. Ástæða þess að ég hika við að nota íslensku orðin er sú að rational ákvarðanir einstaklinga þurfa hvorki að virðast skynsamar né rökréttar á yfirborðinu. Það er einmitt ástæðan fyrir því að margir eiga erfitt með að kyngja þessari forsendu hagfræðinnar" - skrifar Hafsteinn Gunnar Hauksson