Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
12.2.2010 | 10:50
Hugum að heildarmyndinni
"Í aðdraganda og eftirmála efnahagshrunsins hefur nokkuð borið á gagnrýni á hefðbundna hagvísa sem mælikvarða á raunveruleg lífsgæði. Hvaða þýðingu hefur það til dæmis fyrir mig, sem einstakling, að landsframleiðsla hafi aukist á síðasta ári, eða að viðskiptajöfnuður verið neikvæður? Auðvitað hefur þetta allt áhrif á líf mitt með einum eða öðrum hætti, en tölur eins og þessar sýna aldrei nema hluta heildarmyndarinnar" - skrifar Einar Örn Gíslason
9.2.2010 | 13:32
Framhaldsskólar: stökkpallur hvert ?
"Hlutverk framhaldsskóla er fjölbreytt, þeir eiga að stuðla að frekari þroska nemenda, efla færni og þekkingu á hinum ýmsu sviðum, undirbúa þá undir atvinnulífið, frekari nám, virka þátttöku í samfélaginu og svo mætti lengi telja. Hafa verður í huga að fólk stundar en nám í framhaldskólum af mismunandi ástæðum en þó að framhaldsskólinn sé stökkpallur í margar áttir verða þeir sem koma til með að semja námsbrautarlýsingar í hverjum skóla að gera sér grein fyrir mikilvægi hans sem undirbúning fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi." - skrifar María Guðjónsdóttir
7.2.2010 | 12:46
Af nýsköpunarfrumvarpi, gegnsæi og gráum markaði
"Rétt fyrir lok síðasta árs voru samþykkt lög frá alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Lögunum ber að fagna sem fyrsta skrefinu að breyttum áherslum hins opinbera í stuðningi við nýsköpun. Það er hinsvegar mjög mikilvægt að horfa með gagnrýnum augum á þessi nýju lög og velta því upp hvað hefði mátt betur fara og hverju þarf því að breyta á vorþingi." - skrifar Andri Heiðar Kristinsson
4.2.2010 | 15:04
Hugsum í lausnum, kjósum Vöku!
"Vaka leggur áherslu á að Stúdentaráð sé í senn virkt framkvæmdarafl og öflugt þrýstiafl. Jafnvægi milli þess að nýta kraft og þekkingu stúdenta til þess að framkvæma hagsmunamál fyrir stúdenta er lykilatriði í hagsmunabaráttu stúdenta, sérstaklega á erfiðum tímum þar sem fjármagn er ekki á hverju strái." - skrifar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
3.2.2010 | 13:49
Vöku til forystu
"Á dag og á morgun verður kosið um hverjir leiða hagsmunabaráttu stúdenta á næsta starfsári, og verður hægt að kjósa rafrænt í fyrsta skipti. Þetta heyrir til stórra tíðinda þar sem þetta þægilega fyrirkomulag mun vonandi auka kjörsókn til muna og færa okkur þannig öflugra og lýðræðislegra Stúdentaráð með stærri hóp stuðningsmanna á bak við sig." - skrifar Guðrún Sóley Gestsdóttir
2.2.2010 | 18:31
Er hægt að bæta ímynd Íslands?
"Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason bendir á á bloggsíðu sinni að japanskir kollegar hans sem voru hér í heimsókn á dögunum töldu að fjöldi fólks væri á götunni vegna fjármálakreppunnar. Var þetta afleiðing þess hversu illa kynnt ástandið á Íslandi er." - skrifar Óli Örn Eiríksson
1.2.2010 | 23:32
Er Arnold með einokun?
"19. janúar árið 2001 var myndin Donnie Darko sýnd í fyrsta sinn og var hún frumsýnd á hinni virtu Sundance kvikmyndahátíðinni. Kvikmyndin vakti strax mikla athygli en það var ekki fyrr en í lok þess árs sem hún var sett í takmarkaða sýningu í Bandaríkjunum. Áhorfendur voru einstaklega ánægðir með myndina og rataði hún á marga topplista fyrir árið 2001. Samt gerðist ekkert hérna á Íslandi, hvorki í kvikmyndahúsum né á myndbandaleigum. Það var svo í ágúst árið 2002 sem kvikmyndaútgefendur hérna heima sáu sér fært að frumsýna myndina og þá einungis á VHS/DVD. Svona mynd passar nefnilega ekki inn í hin fín pússaða Hollywood heim íslensku kvikmyndaútgefendanna og því var henni bara skellt á vídeó. En hvernig má það vera? Er ekki til markaður fyrir svona kvikmyndir hérlendis" - skrifar Einar Leif Nielsen
29.1.2010 | 08:47
Brandarahreyfingin
"Þingmenn Hreyfingarinnar halda áfram að skemmta landanum með fáránlegum hugmyndum og almennu rugli, nú síðast með að biðja lagadeild HÍ að gefa álit hvort ákæra ríkissaksóknara á hendur mótmælendum væri viðeigandi. Það er vel brosandi að svona bulli en er það ekki verulegt áhyggjuefni þegar þingmenn landsins eru farnir að lýsa því sem borgaralegri skyldu þegnanna að ráðast að öðru fólki?" - skrifar Helga Lára Haarde
27.1.2010 | 15:22
Ríkið veit best
"Stjórnvöld, taumhald, einokunarverslun, hækka verð, stýra neyslu. Orð sem að láta hárin rísa á hnökkum og handabökum víða, og öll stóðu þau í frétt sem birtist í gær á Eyjunni um niðurstöður starfshóps um áfengisstefnu stjórnvalda. Samkvæmt fréttinni vill hópurinn hækka verð á áfengi enn meir en orðið hefur með aukinni skattlagningu" - skrifar Sigríður Dögg Guðmundsdóttir
25.1.2010 | 10:33
Endurnýjun verður að vera möguleg
"Nú þegar prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík er lokið, vakna upp margar spurningar hvað hafi valdið því að eins lítil endurnýjun hafi átti sér stað, eins og raun ber vitni. Úrslitin hljóta að vera mörgum Sjálfstæðismönnum mikil vonbrigði og því má velta fyrir sér hvort að breytinga sé þörf á því hvernig sé valið á lista Sjálfstæðisflokksins" - skrifar Jan Hermann Erlingsson