Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Málefnasvelti Vinstri grænna

Vinstri Grænir segja ríkisstjórnina svelta heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu á fjármagni með einkavæðingu í huga. Það væri áhugavert að fá að vita hvernig Vinstri grænir komust að því að fjársvelti væri undanfari einkavæðingar. "Það má geta sér til að útskýringin á þessari niðurstöðu sé jafnvel sú að VG hafi verið alltof uppteknir af því að vera á móti einkavæðingu í gegnum tíðina þannig að flokksmenn hafi ekki getað gefið sér tíma til að kynna sér ferli einkavæðingar. " segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa


Lýðræði fyrir hálfvita

Það kom ekki mörgum á óvart að Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns, forseta landsins, fékk meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar voru nú í byrjun desember. Kosningarnar sýna okkur hins vegar hversu nauðsynlegt það er fyrir Rússland að stuðla að auknu lýðræði og breyttu hugarfari almennings gagnvart lýðræðishugmyndinni og valdadreifingu. Reynir Jóhannesson fjallar um málið í pistli dagsins á Deiglunni og segir: "Fyrir Rússa er lýðræðið einmitt bara eitt stórt vesen. Rússneska þjóðin situr valdalaus heima í sófanum sem áhorfandi á meðan að Vladímír Pútin leikstjóri stýrir sýningunni."

Lesa


Borgarbyggð á bankamarkaði

Sparisjóður Mýrasýslu er í opinberri eigu og meirihluti bæjarstjórnar sér enga ástæðu til að breyta því. Eru tímar ríkisumsvifa á bankamarkaði ekki liðnir? "Rekstrarform sjóðanna reynst þeim fjötur um fót í samkeppni við hina viðskiptabankanna, sem eru reknir með hlutafélagaformi." segir Þórður Gunnarsson í pistli sínum á Deiglunni.

Lesa


Teis!!!

Bandaríska fyrirtækið Taser International framleiðir lömunarvopn (stun guns) sem verða æ vinsælli meðal löggæsluliðs og hernaðaryfirvalda. Magnús Þór Torfason fjallar um lömunarvopnin í Deiglupistli dagsins og segir meðal annars: "En engin er rós án þyrna, og ýmsir hafa gagnrýnt þessi vopn harðlega. Það er einkum tvennt sem gagnrýnendur þessara vopna hafa sett fyrir sig. Í fyrsta lagi hefur viljað brenna við að fórnarlömbin hafa það átt til að deyja, þrátt fyrir hátæknina og einkaleyfin á bak við tækið."

Lesa


Aukin menntun kennara - betra menntakerfi?

Niðurstöður PISA könnunarinnar voru kynntar á dögunum og leiddu í ljós slakan árangur íslenskra nemenda.Staða Íslands hefur versnað frá árinu 2000 og eru íslenskir nemendur í næst neðsta sæti af Norðurlöndunum. Í leiðara dagsins á Deiglunni segir Helga Kristín Auðunsdóttir m.a. "PISA könnunin hefur leitt athygli okkar að Finnum, en finnsk börn hafa þar náð hvað bestum árangri. Árangur Finna hefur ekki alltaf verið góður en finnska menntakerfið var í mikilli lægð upp úr 1990. Í kjölfarið fór fram mikil uppstokkun á finnsku menntakerfi sem m.a fólst í því að lengja kennaranámið til fimm ára auk þess sem laun kennara voru hækkuð."

Lesa


Bragðdaufa, hlutlausa meðalmennskulandið

Það virðist vera einhvers konar hlutleysis- og meðalmennskufaraldur að ríða yfir íslenskt þjóðfélag um þessar mundir. "Gallinn er sá að ef allir eiga að vera svona jafnir þá leiðir það jú af sjálfu sér að enginn er fyrir ofan meðaltal. Enginn er framúrskarandi og enginn togar upp meðaltalið." segir Andri Heiðar Kristinsson í pistli dagsins á Deiglunni.

Lesa


PÍS (ÁT) prófin

Þrátt fyrir að eyða öðrum meira í menntamál þá færist Ísland hratt og örugglega niður í PISA könnunum. "Hvar liggur vandamálið og er það tilviljun að hér eru sömu sjúkleikamerki og í heilbrigðiskerfinu: Íslendingar eyða öðrum meira en fá minna?" segir Óli Örn Eiríksson í pistli dagsins á Deiglunni.

Lesa


Málsvörn ómálefnalegs íhaldsmanns

Í síðustu viku birtist pistill á Deiglunni eftir sem heitar umræður spruttu af. Megininntak pistilsins voru ummæli þekkts vinstri feminista. Hörðustu viðbrögðin komu vegna framsetningu pistilsins sem viðurkennt skal að var gróf. Í pistli dagsins á Deiglunni segir Bjarni Már Magnússon: "Vitur maður velti því eitt sinn fyrir sér hvað ómálefnaleg umræða væri? Komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri umræða sem þyrfti ekki nauðsynlega á rökstuðningi að halda. Aftur á móti þyrfti málefnaleg umræða að fela í sér rök með eða á móti viðkomandi efni."

Lesa


Jafnréttisfrumvarpið - hver er breytingin?

Jafnréttisfrumvarp félagsmálaráðherra byggir að langmestu leyti á lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þ.e. núgildandi jafnréttislögum. Sé frumvarpið lesið með lögunum má sjá að í þeim felst engin grundvallarbreyting. Núgildandi jafnréttislög hafa verið í gildi í sjö ár en þegar lögin voru sett árið 2000 leystu þau enn eldri jafnréttislög af hólmi. Við höfum raunar haft jafnréttislög hér á landi í um 30 ár, þannig að sérstök lagasetning á þessu sviði með tilheyrandi nefndum, ráðum og stjórnsýslu, getur síður en svo flokkast undir nýmæli. Eðlilegra er að líta á frumvarp félagsmálaráðherra sem yfirferð og breytingar á gildandi lögum.

Spurningin sem eftir stendur er hins vegar þessi: Hvers eðlis eru breytingarnar sem frumvarpið boðar og ganga þær of langt? Og líka hvort umfangsmeiri löggjöf og stjórnsýsla sé lausnin í jafnréttismálum.

Lesa


Hrun dollarans

Árið 2000 kostaði um tíma 0.85 bandaríkjadali að kaupa eina evru. Í dag þurfa Bandaríkjamenn hins vegar að greiða 1.46 dali fyrir hverja evru sem þeir kaupa. Á þessum tíma hefur gengi dollarans gagnvart evru því hrunið um rúmlega 40%. Dollarinn hefur einnig fallið mikið gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Nú er til dæmis svo komið að Kanadadollar er verðmeiri en Bandaríkjadollar í fyrsta skipti í áratugi.

Þetta gríðarlega hrun á gengi dollarans hefur leitt til þess að verðlag í Bandaríkjunum er miklu lægra í samanburði við önnur lönd en það var fyrir nokkrum árum. Fyrir nokkrum árum var til dæmis talsvert ódýrara að fara á skíði í Kanada en í Bandaríkjunum. Þetta hefur algerlega snúist við. Lágt verðlag í Bandaríkjunum hefur ýtt mjög undir verslunarferðir Evrópubúa til Bandaríkjanna. Sagt er að slíkar ferðir hafi margfaldast og að þær séu ein af ástæðum þess að jólaverslun í Bandaríkjunum virðist fara ágætlega af stað þrátt fyrir að teikn séu á lofti um kreppu í Bandaríkjunum.

Lesa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband