Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.12.2007 | 16:00
Hvað skal gera í húsnæðismálum?
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og undanfarið hefur vaxtakostnaður af húsnæðislánum hækkað snarlega. Hvernig á ríkisvaldið að bregðast við og hvaða aðgerðir eru líklegar til að skila varanlegum árangri?
Þeir eru fáir sem ekki hafa tekið eftir síhækkandi húsnæðisverði á síðustu. Þótt einhverjir telji sig sjá merki kólnunar hefur hækkunin það sem af er þessu ári verið mun meiri en allt árið í fyrra. Með síhækkandi stýrivöxtum hafa útlánaaðilar á húsnæðismarkaði, bæði bankarnir og Íbúðalánasjóður, neyðst að hækka sína útlánavexti. Niðurstaðan er að sjálfsögðu sú að það er gríðarlega kostnaðarsamt að kaupa íbúð á Íslandi í dag og hafa fréttir verið af því að erfitt sé fyrir láglaunafólk að kaupa sína fyrstu íbúð. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lýst því yfir að húsnæðisstefnan sé komin í þrot og aðgerða sé þörf. Þegar svo stórt málefni skal leysa hratt af ríkinu er ástæða til að staldra við og athuga hvaða lausnir eru líklegar til að skila árangri.
3.12.2007 | 15:59
100 kaloríur
Nýjasta æðið í heilsubætingu í Bandaríkjunum eru 100 kaloríupakkar, sem innihalda pakka sem hver og einn inniheldur 100 kaloríur af snakki. Eru í boði fjölmargar tegundir svo sem smákökur, popp og sælgæti svo eitthvað sé nefnt.
Gagnið af slíkum pökkunum er augljóst, þeir sem vilja geta fengið sér snakk í einingu sem fyrir fram er þekktan fjölda hitaeininga. Í staðinn fyrir að þurfa að vigta eða fylgjast sérstaklega með því hversu margar hitaeiningar eru í sætindunum, verður neyslan ljós. Þeir sem vilja halda í við sig geta fengið sér einn eða fleiri poka og um leið verið alveg ljóst hversu margra kaloría er verið að neyta.
Vinsældirnar koma því alls ekki á óvart.
2.12.2007 | 11:49
Ábyrg jafnréttisstefna
Í nýju frumvarpi til jafnréttislaga sem liggur nú fyrir alþingi er ýmislegt sem deila má um og eðlilegt að menn spyrji hvort þetta muni ekki kosta of mikið með of litlum árangri. Sú leið sem farin hefur verið undanfarin 7 ár, virðist hins vegar litlu hafa skilað. Í leiðara dagsins segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir: "Eitt af hlutverki ríkisins í þessari baráttu er að breyta því hvernig menn hegða sér með hag heildarinnar að leiðarljósi. Það verður aldrei óumdeilt, hvort og hvernig það er gert. Helsta vandamálið er að komast að niðurstöðu um hversu langt ríkið má seilast og hversu miklar hömlur það má leggja á atvinnulífið með þessa sýn að leiðarljósi og hversu mikið frelsi atvinnulífið á að hafa. En frelsi fylgir ábyrgð ábyrgð sem atvinnulífið hefur hingað til ekki tekið nóg og alvarlega."
1.12.2007 | 11:09
Talfrelsi Ögmundar að klárast
Allir þingflokkar utan eins standa að breytingum á þingsköpum Alþingis, sem miða að því að stytta ræðutíma á þingi. Hver af öllum mönnum skyldi líta á þetta sem aðför að málfrelsinu? Pawel Bartoszek segir í leiðara dagsins: "Orðið málfrelsi virðist þýða ótalmargt nú til dags. Sjaldan þó tengist það því þeim upprunalegu hugmyndum að ríkisvaldið skuli ekki starfrækja opinbera ritskoðunarstofnun eða fangelsa menn fyrir skoðanir þeirra. Það þykir sérstakt dæmi um aðför að málfrelsinu þegar svart fólk (og annað) móðgast þegar einhver gefur út bók sem móðgar svart fólk. Hvar er málfrelsið þegar maður getur ekki móðgað einhvern án þess að hann móðgist? Tekur stjórnarskráin ekki á slíku?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook
30.11.2007 | 20:59
Jafnrétti / jafnræði?
"Það er erfitt að meta kvenréttindaumræðu dagsins í dag öðruvísi en að fámennum hópi feminista hafi tekist að telja bæði sjálfum sér og drjúgum hluta þjóðarinnar trú um að enn sé verið að berjast fyrir jafnrétti kynjanna þegar í raun er verið að berjast gegn misræmi og tölfræðilegu jafnræði kynjanna. Þar er mikill munur á og engum er greiði gerður með því að dulbúa baráttuna í einhvern annan búning en hún raunverulega er. Ekki síst þegar meðul feminista eru þegar farin að ganga á almenn mannréttindi og frelsi einstaklingsins," segir Samúel Torfi Pétursson í leiðara dagsins.
30.11.2007 | 20:56
Þrasið um húsverkin
Nýlega var kynnt rannsókn þar sem könnuð var frammistaða kynjanna við húsverkin. Fjöldi para voru spurð hve miklum tíma þau eyddu á viku í ýmis heimilsstörf eins og matreiðslu, hreingerningar, tiltekir, samveru með börnum og innkaup. Í pistli dagsins segir Sæunn Þorkelsdóttir: "Með tilliti til aukinnar umræðu um jafnrétti hefði ekki komið á óvart að húsverkin væru nokkuð jafnt skipt niður milli kynja. Það hefur jú náðst mikill árangur hvað varðar launamun kynjanna þó svo sú barátta sé alls ekki á enda. Þvert á móti sýndi rannsóknin fram á að konur sjá enn að mestu leyti um verkin á heimilinu."
29.11.2007 | 22:33
Kjarasamningar í skugga þrenginga í efnahagslífi
Full ástæða er til að gefa þeim sjónarmiðum gaum sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um stöðu íslenskra efnahagsmál og komandi kjarasamninga. Mikil ábyrgð liggur nú hjá forystumönnum atvinnurekanda og launafólks. Niðurstaða kjarasamninganna mun skipta miklu um þróun mála í íslensku efnahagslífi á komandi misserum.
29.11.2007 | 22:29
Samkeppni milli þjóða
Þá hefur það loksins fengist staðfest sem við Íslendingar höfum talið okkur vita um margra ára skeið.Rannsóknir utan úr hinum stóra heimi hafa sýnt fram á að hvergi var betri að búa á árinu 2005 en hér á landi.
28.11.2007 | 18:19
Hvaða skyldur fylgja toppsætinu?
Við Íslendingar búum nú við bestu lífskjör allra þjóða í heiminum. Þessi staðreynd liggur nú opinberlega fyrir. En leggur þessi góða staða auknar skyldur á herðar Íslendingum og gildir þá sama hvort um sé að ræða þróunarstoð eða umhverfismál á heimsvísu?
28.11.2007 | 18:18
Allt í steik en lífskjör hvergi betri
Það vakti nokkra undrun, er fregnir bárust frá Sameinuðu þjóðunum í gærmorgun um að hvergi í heiminum væru lífskjör betri en á Íslandi, að einstakir þingmenn sæju ástæðu til að bölsótast út í þá niðurstöðu. Víðast hvar hefðu menn fagnað slíkum tíðindum og talið þau til marks um að vel hefði til tekist.