Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.12.2007 | 11:51
101 Árbæjarsafn
Torfusamtökin héldu á dögunum fund til að mótmæla því að byggja ætti listaháskóla og verslunarmiðstöð í miðbænum. Með svona vini þarf miðborgin ekki á óvinum að halda.
Nú gæti einhver sagt að tilgangur með þeim fundi sem haldinn var á Boston um daginn hafi verið að mótmæla niðurrifi gamallra húsa fremur en uppbyggingu nýrra. En það ekki er hægt að búa til omlettu án þess að brjóta nokkur egg. Og mörg þeirra eggja sem á að brjóta í miðbænum hafa raunar staðið úldin utan kælis í fjölda ára. Svæðið nálægt Barónstíg og raunar stærsti hluti Hverfisgötu er engin augnaprýði, og raunar manekki eftir að það hafi nokkurn tímann verið það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook
16.12.2007 | 20:23
Skattatillögur verkalýðshreyfingarinnar
Síðustu vikur hefur verkalýðshreyfingin komið með hugmyndir að aðkomu ríkisins vegna komandi kjarasamninga. Tvær þrepaskatthugmyndir hafa komið fram, þó nokkuð mismunandi, sér í lagi þegar jaðarskattsáhrif þeirra eru skoðuð. Bjarni Kristinn Torfason fjallar um skattatillögurnar í leiðara sínum á Deiglunni og segir meðal annar: "Í komandi kjarasamningum hefur verkalýðshreyfingin lagt aðaláherslu á að lyfta allralægstu laununum. Hins vegar er ætlunin að krefjast ekki mikilla hækkuna yfir línuna til að reyna að lágmarka verðbólguþrýsting og er það virðingarvert. Hins vegar eru miklar og margvíslegar kröfur gerðar til ríkisins til að liðka fyrir samningaviðræðum."
16.12.2007 | 20:20
Fékkst þú í skóinn í nótt?
"Pottaskefill kom í bæinn í nótt, ég býst við að veðrið hafi leikið hann nokkuð grátt enda virðist hann ekki hafa haft tök á því að koma við heima hjá mér. Það er því gott að hugsa til þess að storminum er að slota og Askasleikir ætti því ekki að vera í neinum vandræðum með að lauma einhverju í skóinn minn." Hannes Rúnar Hannesson veltir því fyrir sér í léttum pistli á Deiglunni hverjir muni fá í skóinn og hverjir ekki þetta árið.
16.12.2007 | 20:18
Smjörþefurinn af taugaveikluðu heimsveldi
Stríðsreksturinn í Írak hefur verið stærsta pólitíska mál undanfarinna ára. Í ljós hefur komið að margt í stríðsrekstrinum og áætlanagerð Bandaríkjamanna var ótrúlega vanhugsað og illa undirbúið. Svo virðist sem ráðamenn og skipuleggjendur hafi skort allt innsæi í hugarheim írösku þjóðarinnar og undirliggjandi átök ólíka trúarhópa í landinu. Í leiðara á Deiglunni fjallar Árni Helgason um málið og segir: "Í raun virðist að mörgu leyti sem hugarfar þeirra sem véla með mál í Washington sé orðið æði undarlegt. Stórhertar öryggisráðstafanir í landinu og ógeðfelldar aðgerðir löggæsluyfirvalda bera merki taugaveiklaðs ofsóknaræðis á hendur þeim sem vekja á sér hinar minnstu grunsemdir."
16.12.2007 | 20:16
Að úthlutuðum skáldalaunum
Það er hægt að treysta því eins og nýju neti að frjálshyggjumenn æmta sérstaklega ár hvert þegar úthlutað er listamannalaunum ríkisins - svoköllluðum heiðurslaunum. Þar er vissulega ekki um sérlega mikið fé að tefla, í hinu stóra samhengi hlutanna og langt er frá að þar sé að finnu heimskulegustu sóun skattfjár sem stjórnmálamönnum hefur dottið í hug. En það eru aðrar ástæður fyrir því að listamannalaunin eru sérstakur þyrnir í augum frjálshyggjumanna. Í leiðara á Deiglunni fjallar Þórlindur Kjartansson um málið og segir: "Listamenn gegna veigamiklu hlutverki í samfélaginu. Það hlutverk er ekki síst að gagnrýna valdhafa og valdakerfið sjálft - að sýna hluti í nýju ljósi og þora að segja það sem er óþægilegt en nauðsynlegt. "
16.12.2007 | 20:14
Af hverju eru femínistar umdeildir?
Ég er jafnréttissinni sem hafna yfirleitt málatilbúnaði íslenskra femínista. Hvernig má það vera? Jafnrétti fyrir lögum og í samfélaginu er grundvallaratriði sem allt frjálslynt fólk styður. "Helgarnestið er ekki fyndið í dag. Það spyr bara einfaldrar spurningar: Hvernig má vera að góður málstaður hafi orðið svona óvinsæll?" segir Ásgeir Helgi Reykfjörð í pistli sínum á Deiglunni.
13.12.2007 | 16:03
Ósanngjörn atlaga að menntamálaráðherra
Öfgaleysi í trúmálum er gæfa okkar Íslendinga. Vonandi er upphlaup og ósanngjörn atlaga einstakra stjórnamálamanna að menntamálaráðherra vegna breytinga á grunnskólalögum ekki til marks um breytingu í þeim efnum. Borgar Þór Einarsson fjallar um gagnrýni á menntamálaráðherra í leiðara dagsins á Deiglunni. "Formaður Framsóknarflokksins vegur að menntamálaráðherra með ósanngjörnum hætti þegar hann heldur því fram úr ræðustóli á Alþingi að kristni verði nú gerð brottræk úr helgidómi íslenskra menntastofnana að undirlagi menntamálaráðherra og ríkisstjórnarmeirihlutans, svo vitnað sé beint í orð Guðna Ágústssonar frá því í gær."
12.12.2007 | 13:59
Númeró Únó auðvitað!
Það er fátt skemmtilegra en að smella gamalli og góðri íslenskri bíómynd í tækið. Ekki síst ef hún vekur góðar minningar og gefur innblik inn í umhverfi og samfélag þess tíma. Bíómyndin Löggulíf telst ein slíkra, þótt að sumu leyti standi hún fyrirrennurum sínum Dalalífi og Nýju lífi að baki. Hún telst heldur ekki mjög gömul, en þó fylgist maður þar með hensonklæddri bekkjarsystur sinni úr Menntaskólanum sprauta af öryggi úr vatnbyssu á þá félaga Þór og Danna liggjandi hálfnakta í lögreglubúningunum, étandi pylsur og lesandi illa fengið DV í brekkunni við gömlu Sundhöllina.
Samúel T. Pétursson segir í leiðara dagsins á Deiglunni: "Nú er það svo að taka má undir þau rök að það sé skakkt að tengja saman þjóðir og vilja, en engu að síður verður því ekki neitað að íslenska þjóðin hefur mjög spes þjóðarsál."
12.12.2007 | 13:56
Rauði herinn um höfin blá
Í gær bárust fregnir um að rússneskt flugmóðurskip, ásamt ellefu öðrum herskipum og að öllum líkindum kafbátum, væru á leið inni í íslenska efnahagslögsögu suðaustur af landinu. Á fréttavefnum Vísi var fullyrt að flotadeildin þyrfti ekki að leita leyfa til að fara inn í efnahagslögsöguna en hún mætti ekki fara inn í landhelgina án leyfis. Þetta er ekki alls kostar rétt. Bjarni Már Magnússon fjallar um málið í Deiglupistli dagsins og segir: "Á alþjóðlegum hafsvæðum og í efnahagslögsögunni gildir meginreglan um frelsi til siglinga. Í landhelginni er staðan hins vegar önnur."
11.12.2007 | 11:53
Erfið eigendaskipti
Í síðustu viku fylltust allir helstu netmiðlarnir af fréttum um deilur milli Rafael Benitez og nýrra bandarískra eigenda Liverpool. Slíkar deilur eru sífellt algengari í ensku úrvalsdeildinni og virðast þær haldast í hendur við breytt eignarhald hjá stærstu félögunum í deildinni. "Síðustu ár hefur eignarhald á enskum félögum í úrvalsdeildinni breyst mikið. Sumir segja þetta ferskan vind inn í ensku knattspyrnuna en aðrir, einkum stjórar félaganna, kvarta. " segir Teitur Skúlason í pistli dagsins á Deiglunni.