Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.1.2008 | 14:54
Demókratar eiga sviðið
"Forval forsetakosninga Bandaríkjanna virðist hafa fengið talsvert meiri umfjöllun fjölmiðla víðast hvar en forvalið fyrir kosningarnar tvær þar á undan. Demókratar virka alsráðir á vellinum, en umræðan hefur að miklu leiti snúist um baráttuna á milli frambjóðendanna tveggja Hillary Clinton og Barack Obama. Það kemur kannski ekki á óvart annars vegar vegna þess að Repúblikanar hafa vermt forsetastólinn síðustu tvö kjörtímabil og hins vegar vegna þeirrar staðreyndar að í fyrsta skipti eiga kona og blökkumaður raunhæfan möguleika á því að vinna forsetatilnefningu Demókrataflokksins," segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.
10.1.2008 | 14:54
Clinton for president, round two!
"Clinton hjónin vilja fá gamla húsið sitt aftur. En núna ætlar Hillary að vera forsetinn og Bill forsetafrúin. Á meðan allir auglýsa framboð sín með eftirnafni, eins og til dæmis Obama for president eða McCain for president, þá auglýsir forsetafrúin fyrrverandi sitt framboð á fornafni; Hillary for president. Ástæðan er augljós," segir Reynir Jóhannesson í pistli dagsins á Deiglunni.
9.1.2008 | 14:32
Hver tapaði stærst í New Hampshire?
"Enginn vafi leikur á því að John McCain og Hillary Clinton eru sigurvegarar forvalsins sem fram fór í New Hampshire í gær. Mitt Romney tapaði illa, aftur, og Obama náði ekki að reiða Hillary náðarhöggið. En hvorugur þeirra beið þó stærsta ósigurinn, því hann féll í hlut sjónvarpstöðvarinnar ógeðfelldu, Fox News," segir Borgar Þór Einarsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
9.1.2008 | 14:31
GOBAMA
Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar um það sem kallast "Obama-mania" í pistli dagsins á Deiglunni. "Þó Obama hafa ekki sigrað í gær í New Hampshire, þegar hann hlaut 37% atkvæða á móti 39% hjá Clinton, þá er árangur hans engu að síður mjög góður og löngu kominn fram úr öllu því sem flestir þorðu að vona fyrir nokkrum árum eða jafnvel mánuðum síðan."
8.1.2008 | 13:32
Bandarísku heilbrigðis(vanda)málin
"Bandarískt heilbrigðiskerfi er dýrt, óskilvirkt, og uppfullt af markaðsbrestum. Um það eru bandarískir forsentaframbjóðendur í meginatriðum sammála, en hugmyndir frambjóðenda að lausnum eru eins ólíkar og svart og hvítt," segir Magnús Þór Torfason í leiðara dagsins á Deiglunn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook
8.1.2008 | 13:22
Romney: Íhaldsmaður af Guðs náð… eða hvað?
"Auðjöfurinn og fv. ríkisstjóri Massachusetts Mitt Romney hefur af mörgum verið kallaður óskakandidat flokkseigandafélags Repúblikanaflokksins í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Hann er ýmsum kostum búinn en er þó jafnframt umdeildur," segir Bjarni Már Magnússon í pistli dagins á Deiglunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook
7.1.2008 | 11:11
Gengið að hreinu kjörborði
"Allar kosningar eru á sinn hátt þýðingarmiklar og sérstakar. Kosningarnar í Bandaríkjunum í ár, þ.e. annars vegar prófkjör flokkanna og hins vegar forsetakosningarnar sjálfar, eru þó um margt einstakar í sinni röð. Þær hafa þá sérstöðu að hvorki sitjandi forseti né sitjandi eða fyrrverandi varaforseti verða í framboði. Þetta hefur ekki gerst síðan 1952 þegar stríðshetjan Dwight Eisenhower og Adlai Stevenson, ríkisstjóri í Illinois, tókust á. Raunar þarf að fara allt aftur til ársins 1928 til að finna dæmi um kosningabaráttu þar sem hvorki forseti né varaforseti gefa kost á sér í prófkjörum flokkanna, líkt og nú. Með öðrum orðum þá verða forsetakosningarnar í ár barátta nýrra andlita og nýrra strauma. Næsta vika hér á Deiglunni verður helguð forsetakosningunum, frambjóðendum og bandarískum stjórnmálum í heild sinni." Inngangur að leiðara Árna Helgasonar á Deiglunni í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2008 kl. 15:31 | Slóð | Facebook
7.1.2008 | 11:09
Með hugmyndafræðina að vopni
Ron Paul, sem sækist eftir forsetatilnefningu Repúblikanaflokksins, er umfjöllunarefni Þórðar Gunnararssonar í pistli dagsins á Deiglunni. "Ron Paul hefur komið nokkuð á óvart í aðdraganda forvals Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Helst hefur gríðarlega vel lukkuð fjáröflun frambjóðandans hlotið athygli, en á þremur mánuðum tókst honum að safna yfir 20 milljónum dollara, aðeins með frjálsum framlögum á vefsíðu sinni. Raunar hefur Paul slegið öll met í fjáröflunum í kjölfar gríðarlegra vinsælda sinna á Internetinu. Þann 16. desember síðastliðinn var aðgerðin 'Money Bomb' sett í gang af fylgismönnum Paul, en þá tókst að safna 6 milljónum dala á einum degi, sem er einstætt í stjórnamálasögu Bandaríkjanna. Alkunna er að árangur frambjóðenda í fjáröflun og raunverulegur fjárhagslegur styrkur þeirra er oftar en ekki góð vísbending á gengi þeirra í kosningum, og sé litið til mikillar velgengi Paul í þeim efnum má ætla að hann eigi meira inni en úrslitin í Iowa gefa til kynna."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook
7.1.2008 | 11:06
Kolefnisskattar og kolefnistollar
Gróðurhúsaáhrif af völdum kolefnisútblásturs eru klassískt dæmi um það sem hagfræðingar kalla ytri áhrif. Hin klassíska lausn við ytri áhrifum í hagfræði er að leggja skatt á þann sem veldur þeim sem er jafn hár kostnaðinum sem aðrir aðilar bera af athæfi hans. Eitt vandamál við slíka skatta þegar kemur að kolefnisútblæstri er að þeir geta leitt til þess að útblásturinn er fluttur úr landi.
21.12.2007 | 15:34
"Hérna er gulrótin þín"
Með inngöngu 9 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu í Schengen-svæðið er íbúum svæðisins launuð sú þolinmæði sem þeir sýndu í erfiðum umbótum seinasta áratugar. Án frjálss flæðis fólks og vinnuafls hefði stækkun Evrópusambandið ekki geta orðið að veruleika.