Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Síðustu tíu og næstu tíu

"Það er auðvelt að missa sjónar á því í öllu talinu um þenslu, verðbólgu og viðskiptahalla að síðustu tíu ár hafa verið ævintýri líkast á Íslandi. Það hefur verið nánast stanslaus gríðarhár hagvöxtur sem hefur gert það að verkum að lífskjör hafa tekið stórt stökk fram á við. En nánast allan þennan tíma hafa háværustu raddirnar verið að tala um að allt væri að fara til fjandans vegna óstöðugleika og skuldasöfnunar." Segir Jón Steinsson í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Hugmyndafræðileg endurnýjun

Andri Óttarsson skrifar leiðara á Deigluna í dag og svarar þar gagnrýni sem birtist í leiðara Morgunblaðsins þriðjudaginn 5. febrúar síðastliðinn þar sem kvartað var yfir skorti á nýjum hugmyndum hjá öllum íslensku stjórnmálaflokkunum. Andri segir „að leiðarinn [veki] upp áhugaverðar spurningar um hugmyndafræðilega endurnýjun hér landi og hvort slík umræða hafi verið eða eigi eingöngu að vera á forræði og á forsendum stjórnmálaflokkanna."

Lesa meira 


Grand uppsagnir í sjávarútvegi

"Útgerðarfyrirtækið HB Grandi sagði upp öllu starfsfólki sínu á Akranesi fyrir um tveimur vikum síðan eins og mönnum er í fersku minni. Grandi fylgdi þarna í kjölfar annarra útgerðarfélaga sem hafa verið dugleg við að segja upp starfsfólki undanfarin misseri. Flest kenna þau um skerðingu á aflaheimildum þó svo að í sumum tilfellum telji menn um tylliástæðu að ræða." Segir Þórður Heiðar Þórarinsson í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Útrýmingarbúðir Evrópusambandsins

"Með reglulegu millibili senda nokkrir öfgafyllri ESB-andstæðingar frá sér greinar þar sem Evrópushugsjóninni er líkt við nasisma og kommúnisma. Það er í raun ekki aðeins ósanngjarnt gagnvart Evrópusambandinu og fylgismönnum þess heldur einnig verulega ósanngjarnt gagnvart þeim Hitler og Stalín. Þeir menn lögðu sig allt of hart fram við að vera vondir til að hálfþungalamaleg alþjóðasamtök eigi skilið sömu upphafningu á sviði mannvonsku." Segir Pawel Bartoszek í leiðara dagsins á Deiglunni.

 Lesa meira


Hvað er að gerast í Afríku?

"Mér vafðist tunga um tönn þegar ákvað að setja saman nokkur orð um ástandið í Afríku þessa dagana. Upphaflega ætlaði ég að tala um Kenýa, en þá skyndilega varð Tsjad alls staðar fyrsta frétt." Segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.

 Lesa meira


Karlrembufeminismi

Einn umtalaðasti og umdeildasti pistill í sögu Deiglunnar birtist fyrir nokkrum vikum. Þá gerði einni Deiglupenni tilraun til þess að vera fyndinn og gerði grín að frægum baráttumanni fyrir jafnrétti. En greinin byrjaði ekki að vera fyndin fyrir alvöru fyrr en pistlahöfundur í Lesbók Morgunblaðsins ákvað að túlka hana sem innlegg í jafnréttisumræðuna og höfundurinn gerðist óafvitandi merkisberi algjörlega nýrrar tegundar feminisma.

Lesa meira 


Eiga þau möguleika án opinberra fjárveitinga?

"Möguleikhúsið sendi frá sér harmþrungna fréttatilkynningu í gær um að menntamálaráðuneytið myndi ekki veita leikhúsinu styrk á yfirstandandi ári til að halda starfsemi sinni gangandi. Ráða má í orð forsvarsmanna leikhússins að þetta reiðarslag muni reynast afdrifaríkt fyrir íslenskt leikhúslíf," segir Þórður Gunnarsson í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Bein kosning borgarstjóra?

"Forystumenn Sjálfstæðisflokks og F-lista í Reykjavík hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni síðustu daga og tel ég þessar árásir oft hafa verið afar ósanngjarnar. Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar," segir Reynir Jóhannesson í pistli dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Prófgráða í Cheerios pakka?

"Skyndibitakeðjunni Mc'Donalds var í vikunni heimilað að bjóða upp á námskeið sem nýst gætu til stúdentsprófs eða sk. A-level prófgráðu á Bretlandi. Þetta minnir að sjálfsögðu mjög mikið á prófgráðu í Cheerios pakka en þegar öllu er á botninn hvolft þá er hugmyndin ekki galin." Segir Soffía Kristín Þórðardóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira

 


Ótrúleg umræða

"Sumir hafa látið sem umræða um nýlega héraðsdómararáðningu hafi verið einstaklega óvægin og uppblásin. Myndum við virkilega vilja búa í samfélagi þar sem ráðning skyldmenna æðstu ráðamanna í dómarastöður myndi ekki kalla á viðbrögð? Nei, þótt sú umræða kunni að virka ljót, þá er hún samt eðlileg" Segir Pawel Bartoszek í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband