Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skrílslæti í ráðhúsi Reykjavíkur

"Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri-grænna, Framsóknar og Margrétar Sverrisdóttur, höfðu í frammi skrílslæti á áhorfendapöllum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, en til þessara láta höfðu þær boðað með auglýsingum í fjölmiðlum. Sá hamagangur var þeim hreyfingum ekki til sóma. Með frammíköllum, hrópum og köllum trufluðu þau lýðræðislega kjörna fulltrúa í lögbundnum störfum sínum í borgarstjórn," segir Arnar Þór Stefánsson í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira.


Prinsipplaus pólitík

"Kjósendur eru ekki fífl og þá ber að umgangast af virðingu. Málefnin skipta máli umfram valdapot og eiginhagsmuni þá sem nú virðast vera í tísku í höfuðborginni. Stjórnmál snúast fyrst og fremst um það að vinna traust kjósenda til að geta staðið fyrir góðum og gegnum verkum í anda þeirrar stefnu sem stjórnmálaflokkar hafa markað sér. Sú hegðun sem stjórnmálamenn í Reykjavík hafa sýnt undanfarin misseri er því ekki til eftirbreytni þar sem hún rýrir traust kjósenda á stjórnmálum, málefnum og flokkunum," segir Þórður Heiðar Þórarinsson á Deiglunni í dag.

Lesa meira.


Réttarhöld yfir stríðsherra hefjast að nýju

"Réttarhöld hófust að nýju í byrjun mánaðar yfir Charles Taylor fyrrum forseta Líberíu. Sérstakur dómstóll fyrir Sierra Leone, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, stýrir réttarhöldunum fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag," skrifar Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir á Deiglunni.

Lesa meira.


Að dæma sig til áhrifaleysis

"Það virðast vera einhver álög á Margréti Sverrisdóttur. Alltaf er hún fórnarlamb í pólitískum refskákum. Hún sagði sig úr Frjálslynda flokknum eftir að hafa lotið í lægra haldi í varaformannskjöri fyrir nokkrum misserum og nú telur hún að Ólafur F.(-listi) Magnússon hafi svikið sig með því að ganga til meirihlutasamstarfs við sjálfstæðismenn í Reykjavík," segir Arnar Þór Stefánsson í pistli dagsins á Deiglunni.

Meira 


Annað tækifæri Sjálfstæðismanna

Öllum að óvörum hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengið nýtt tækifæri til að stjórna borginni. Þrátt fyrir veikan málefnasamning hljóta þeir að stefna að því að nýta það betur en hið fyrra, sem einkenndist af furðulegum upphlaupum, smámunasemi og skorti á framtíðarsýn.
"Ljóst er það þeir hafa verk að vinna svo borgarstjórn endurheimti traust og virðingu eftir þann smánarlega hildarleik sem orðið hefur á síðustu mánuðum," segir í ritstjórnarleiðara á Deiglunni í dag.

Meira 


Sjálfsögð mannréttindi

"Málsvarar misgáfulegra baráttumála heyrast sífellt oftar taka sér orðið mannréttindi í munn þegar þeir vilja gefa málstað sínum aukið vægi, og virðist þá engu skipta hversu léttvæg barátta þeirra er að upplagi. En hverjum er greiði gerður þegar svo djúpt er tekið í árinni?" 

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar pistil dagsins á Deigluna.

 

Meira hér. 


Synjun Seðlabankans

"Fyrir rúmum mánuði lagðist Seðlabankinn gegn því að Kaupþing fengi leyfi til þess að færa bókhald og semja ársreikninga í evrum. Seðlabankinn tók sérstaklega fram að hann væri “mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu.” Með þessu áliti sínu virðist Seðlabankinn vera að taka upp afar afturhaldssama stöðu hvað varðar framþróun á viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Það væri mikið óheillaspor fyrir íslensku þjóðina ef stjórnvöld hyrfu af braut viðskiptafrelsis og tækju þess í stað leggja óþarfa steina í götu fyrirtæka sem vilja halda áfram að sækja fram og taka upp nýjungar í rekstri sínum," segir Jón Steinsson í pistli dagsins á Deiglunni um synjun Seðlabankans á óskum Kaupþings um að gera upp í evrum.

Meira hér.


Við Laugaveg stóð kofi einn

"Fyrir tveimur árum lauk heildstæðri vinnu um friðun húsa á Laugaveginum. Þar var gengið ansi langt í friðunarátt, líklegast lengra en var miðbænum fyrir bestu. En nú á að ganga enn lengra og friða hús með númerum 4-6 því húsið með númeri 2 sé svo flott. Með þessu áframhaldi verður bílasalan Hekla orðin að þjóðargersemi fyrir árslok" segir Pawel Bartoszek í leiðara dagsins á Deiglunni í dag.

Meira


Véfréttin í Reykjavík

Flugufótur Deiglunnar fjallar um tímamótaspágerð greiningadeilda um þróun íslenska hlutabréfamarkaðarins. "Greiningardeildar hafa sýnt mikið innsæi að undanförnu. Í spá einnar þeirrar um daginn stóð að markaðir myndu að öllum líkindum fara upp, en síðan niður, en loks mögulega upp aftur á næstu mánuðum. "Við reiknum með miklum sveiflum á mörkuðum þar til öll kurl bandarísku húsnæðislánavandræðanna eru komin til grafar," segir í spá einnar greiningardeildarinnar. Sannkölluð véfrétt þar á ferð."

Meira 


Peningamaðurinn Romney

"Þann 7. til 13. Janúar var Deiglan með bandaríska viku þar sem allir pistlar fjölluðu um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Vikan tókst með eindæmum vel og mun Deiglan halda áfram að fjalla um kosningabaráttuna fram að kjördegi í Bandaríkjunum. Í dag verður litið aðeins á feril Mitt Romneys áður en hann fór í stjórnmál," segir Óli Örn Eiríksson í leiðara á Deiglunni.

Meira 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband