Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.2.2008 | 12:41
Eigi má vita, hverjum að mesta gagni kemur
"Í kjölfar þess að kjarasamningar eru í höfn hafa álitsgjafar þjóðarinnar látið í sér heyra og deilt með þjóðinni skoðun sinni á þeim. Stjórnarandstæðingar leggja sig nú í líma við að finna samningunum sem flest til foráttu. Það kemur því fáum á óvart að Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna skuli gagnrýna samningana." segir Óli Örn Eiríksson í pistli dagsins á Deiglunni.
19.2.2008 | 09:19
Ríkiskapítalistar ríða í hlað
"Á næstu árum munu vestræn stórfyrirtæki í síauknum mæli verða ríkisvædd, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það sem er óvenjulegt við þessa þróun, í sögulegu samhengi, er að það eru ekki ríkisstjórnir heimalandsins sem standa að ríkisvæðinguni heldur erlend ríki, með Kína, Singapúr, Abú Dabí og Noreg í fararbroddi." segir Magnús Þór Torfason í leiðara dagsins á Deiglunni.
19.2.2008 | 09:18
Vaxtahækkun í raun?
"Svo virðist vera sem sífellt fleiri séu farnir að efast um peningastefnu Seðlabankans. Sagt hefur verið að peningamálastjórn eigi að minnsta kosti eitt sammerkt með guðfræði - það sé trúin skipti öllu máli. Síðustu ákvarðanir Seðlabankans voru án efa teknar með það að augnamiði að halda trúverðugleika og samkvæmni peningastefnunnar. Þó virðist vera sem andstæðingar núverandi peningastefnu finni skoðun sinni hljómgrunn æ víðar." segir Þórður Gunnarsson í pistli Dagsins á Deiglunni.
18.2.2008 | 13:07
Djúp lægð á leiðinni
"Margt bendir til þess að miklir erfiðleikar séu framundan í íslensku efnahagslífi. Lausafjárkreppan er orðin áþreifanleg og bankar hafa skrúfað fyrir útlán til viðskiptavina. Fyrirtæki sem og einstaklingar eiga nú mun erfiðara um vik við að fá fjármögnun og himinháir vextir hjálpa ekki til. Komið er að skuldadögum og það ekki bara hjá almenningi heldur líka stóru bönkunum. Greiða þarf fyrir útgáfu á krónubréfunum. Skuldatryggingaálag bankanna er hins vegar það hátt um þessar mundir að erfitt mun reynast fyrir þá að fjármagna skuldbindingar sínar á næstu mánuðum og misserum." segir Teitur Björn Einarsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
18.2.2008 | 13:06
R-orðið ógnvænlega
"Í gær játaði breska ríkisstjórnin sig sigraða gagnvart hruni bankans Northern Rock og endurvakti drauga Old Labour frá tímum þegar ríkisvæðing gekk svo langt að aðgerðir Margaret Thatcher í kjölfarið litu vel út í augum almennings í nokkur ár. Þetta er í fyrsta ríkisvæðingin í Bretlandi síðan á áttunda áratug síðustu aldar og nú keppast breskir fréttaskýrendur við að rökræða hvort þetta beri vott um algjöra vanhæfni Verkamannaflokksins við að stýra bresku efnahagsskútunni. Það finnst Íhaldsflokknum, að minnsta kosti, og þeir hafa nokkuð til síns máls." segir Þorgeir Arnar Jónsson í pistli dagsins á Deiglunni.
14.2.2008 | 10:06
Verk að vinna í Reykjavík
"Það er orðið tímabært að stjórnmálamenn í borginni beini sjónum sínum aftur í átt að málefnum borgarinnar og vinni saman að hagsmunum borgarbúa. Undanfarna mánuði hafa verið miklar sviptingar í ráðhúsi Reykjavíkurborgar og hefur dýrmætur tími farið til spillis." Segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.
13.2.2008 | 13:29
Til varnar tjáningarfrelsinu
Deiglan birtir í dag skopmynd hins danska skopmyndateiknara Kurt Westergaards af Múhammeð spámanni sem sýnir turban hans sem tendraða sprengju. Þetta er gert í þeim tilgangi að taka undir þann málflutning stóru dönsku fjölmiðlanna í dag að tjáningarfrelsið verður ekki þaggað niður með ofbeldisverkum ofstækismanna.
12.2.2008 | 16:49
Pólitísk innstæða á þrotum
Í ólgusjó síðustu missera hefur gengið hratt á pólitíska innstæðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Þeir sem eiga mikla pólitíska innstæðu geta e.t.v. leyft sér að gera mistök en hinir sem eru með yfirdráttinn í botni geta einfaldlega ekki farið fram yfir, segir í ritstjórnarleiðara á Deiglan.com í dag.
11.2.2008 | 10:52
Þverpólitískt "úps"
"Ber það virkilega vott um árangur í baráttu gegn spillingu að nefnd pólitíkusa skyldi komast að samhljóða niðurstöðu um að REI-málið hafi verið svoddan klúður?" Segir Pawel Bartoszek í leiðara dagsins á Deiglunni.
11.2.2008 | 10:48
Akandi Íslandsvinir
"Í gærkvöldi sýndi Skjár Einn fyrsta þáttinn í nýrri seríu af bílaþættinum geysivinsæla,Top Gear. Skjár Einn hafði mikið auglýst þáttinn, enda umfjöllunarefnið ekki af verri endanum leiðangur þáttarstjórnendanna á Norðurpólinn. Þá skemmdi ekki fyrir að leiðangurinn var undir eftirliti Íslendinga sem sérhæfa sig í jeppaferðum við slíkar aðstæður. En var einhver undirtónn í þættinum?" Segir Teitur Skúlason í pistli dagsins á Deiglunni.