Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Atlaga Vinstri grænna felld

Laugardaginn síðstliðin fór fram flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs þar sem fundurinn hvatti „...landsmenn til að hrinda atlögu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að almannaþjónustunni.“ Það er ekki vitað með vissu hvað við er átt þegar almenningur er beðinn um að hrinda atlögu ríkisstjórnarinnar, en undir niðri virðist krauma gömul gremja yfir einkavæðingarferli bankanna sem fór fram undir lok síðustu aldar,“ segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Pappírstígrar og slúðurberar I

Þeir sem hyggjast ná til metorða í þeim sýndarveruleik sem bloggheimar eru, beita gjarnan fyrir sig ýmsum þekktum trixum. Umfjöllun um klám er örugg leið til þess að auka heimsóknir, gagnrýni á feminista á spjallsvæðum er líka pottþétt , það að vera fyrstur til að tengja sig við frétta á mbl er líka skotheld leið til þess að raka inn heimsóknum - sér í lagi ef viðfangsefni fréttarinnar er klám, feminismi, skandalar fræga fólksis eða annar úrgangur sem lokkar netverja eins og kúaskítur og mýflugur,“ segir Þórlindur Kjartansson í leiðara á Deiglunni.

Lesa meira 


Upp úr meðalmennskunni

Háskóli Íslands hefur kynnt hugmyndir um að setja á laggirnar afreks- og hvatningarsjóð til þess að styrkja afburðanemendur við skólann. Þetta er rétt skref af hálfu skólans – í átt frá þeirri jafnstöðu- og meðalmennskuhugsun sem einkennt hefur skólann og stjórn hans um langa hríð,“ segir Árni Helgason í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Mannlegi þátturinn í pólitík

Mikið fíaskó hefur myndast í kringum borgarstjórastólinn undanfarna daga og er óhætt að segja að hitinn hafi nálgast hámark. Beðið er í ofvæni eftir ákvörðun Vilhjálms Þ. um hvort hann myndi sitja eða standa upp frá borði og þar af leiðandi kveðja hinn pólitíska heim sem hann hefur lifað og hrærst í undanfarna áratugi," segir Rúnar Ingi Einarsson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Hið háa ímyndarálag

Skuldatryggingaálag íslensku bankanna er mikið til umfjöllunar á Íslandi í dag, en ekki ætti að hafa farið framhjá neinum að téð álag er í hæstu hæðum þessa dagana. Álagið hjá Kaupþingi hefur skotist hæst, og sló upp í 620 punkta í liðinni viku. Þrátt fyrir að skuldatryggingaálag allra fjármálastofnana hafi hækkað mikið á undanförnum mánuðum í kjölfar óróleika á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, er álag íslensku bankanna úr öllum takti við önnur sambærileg fyrirtæki," segir Þórður Gunnarsson í leiðara á Deiglunni.

Lesa meira 


Umferðalögin hvetja til afbrotahegðunar

Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvernig umferðalögin geta hvatt ökumenn til afbrotahegðunar. Pistlahöfundi eru umferðaljós sérstaklega hugleikin og vill vekja máls á því að stundum er betra að auka frelsi ökumannanna í umferðinni til þess að bæta umferðamenningu og auka löghlýðni borgaranna,“ segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Hæstvirtur forseti, Royal Straight Flush!

Birkir Jón Jónsson alþingismaður tók þátt í pókermóti um helgina og að sögn Vísis vann fjárhæð á mótinu. Birkir Jón Jónsson alþingismaður tók enn fremur þátt í Bridgemóti um helgina þar sem verðlaunafé var í boði. Er háttsemi þingmannsins refsiverð um það virðist stóra spurningin snúast? Af ákvæðum hegningarlaga verður að álykta að svo sé ekki, meðan hann hýsti ekki mótið, hafi ekki atvinnu af því, eða framfærslu ætti ljóst að vera að hann hafi ekki brotið lög með því að taka þátt í þessu pókermóti,“ segir Ari Karlsson í leiðara á Deiglunni.

Lesa meira 


Rót vanda íslenskra banka er á öðru tilverustigi segir danskur sérfræðingur

"Í ljósi fréttaflutnings erlendis frá af íslensku viðskiptalífi hefur greiningardeild Flugufóts Deiglunnar ákveðið að fara ofan í saumana á öllum þáttum málsins. Í þessari úttekt var komið víða við og hér er birt athyglisvert viðtal við yfirmann greiningardeildar virtasta banka Dana, sem auk þess hefur yfirburðaþekkingu á landi, þjóð og þjóðháttum," segir í Flugufæti Deiglunnar.

Lesa meira 


Manstu þegar Framsókn var í ríkisstjórn?

"Þegar miklar breytingar verða á högum fólks þá er það oft þannig að fortíðin virðist mun fjarlægari en tíminn segir til um. Það er núverandi ástand sem er kunnuglegt en hið gamla er langt í burtu. Þetta virðist Framsóknarflokkurinn hafa verið að upplifa síðustu mánuði. Ráðherrastóll Guðna Ágústssonar var ekki orðinn kaldur í landbúnaðarráðuneytinu þegar hann var farinn að tala um hagstjórnarklúður nýrrar ríkisstjórnar. 12 ára ríkisstjórnarseta virtist fjarlæg minning." segir Bjarni Kristinn Torfason í pistli dagsins á Deiglunni.

Lesa meira


Ríkið sýni festu og ábyrgð

"Aðilar vinnumarkaðarins sýndu það með nýgerðum kjarasamningum að þeir standa undir þeirri ábyrgð sem þeim hefur verið falin af umbjóðendum sínum. Hóflegar og markvissar launahækkanir eru mikilvægt framlag vinnumarkaðarins til að treysta stöðugleikann í íslensku efnahagslífi. Framundan eru samningar við opinbera starfsmenn og því miður eru blikur á lofti um að þar gangi menn ekki til samninga með jafn ábyrgt hugarfar, ef marka má yfirlýsingar forystumanna opinberra starfsmanna." segir Borgar Þór Einarsson í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband