Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.3.2008 | 10:40
Mun olíuhreinsunarstöð eyðileggja ímynd Vestfjarða?
Gefið hefur verið í skyn að ímynd Vestfjarða sem ferðamannastaðar verði gjörónýt ef Olíuhreinsistöð rísi í landsfjórðungnum. En er það virkilega svo að ferðamenn hætta að fara á staði þar sem er iðnaður?
Ólafur Örn Eiríksson skrifar leiðara á Deigluna um þetta mál í dag.
5.3.2008 | 19:47
Sjálfsmorðsárásir –af hverju?
"Sjálfsmorðsárásir eru fyrirbæri sem færist í aukanna með hverju árinu sem líður og er sú aðferð sem mörg hryðjuverkasamtök velja sér helst til þess að beita í baráttu sinni fyrir þeim málefnum sem þau hafa valið sér að berjast fyrir", segir Gunnar Ragnar Jónsson í pistli á Deiglunni í dag.
Lesa "Sjálfsmorðsárásir af hverju?" á Deiglan.com
5.3.2008 | 19:44
Kompásmál krufið
Fyrir nokkru féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í hinu svokallaða Kompásmáli. Þetta umtalaðasta kynferðisbrotamál seinni ára er krufið til mergjar í pistil eftir Teit Skúlason á Deiglunni.
Lesa "Kompásmálið krufið" á Deiglunni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook
3.3.2008 | 08:51
Pappírstígrar og slúðurberar V
Undanfarin misseri hafa skrif í skjóli nafnleysis riðið röftum í íslenskum fjölmiðlum og verið stór þáttur í umræðu hér á landi meira segja í þeim fjölmiðlum sem vilja láta taka sig alvarlega. Sú þróun er varhugaverð og beinlínis hættuleg þegar lesendum þessara fjölmiðla er ógert að meta raunverulegan tilgang fréttanna eða öðlast skilning á raunverulegri stöðu mála.
Svona hefst inngangur að ritstjórnarleiðara sem birtist á Deiglunni í dag.
29.2.2008 | 19:27
Óánægja með pistlaröð fyrrverandi ritstjóra
Pistlaröðin Pappírstígrar og slúðurberar I-IV eftir Þórlind Kjartansson, sem titlar sig fyrrverandi ritstjóra Deiglunnar, hefur vakið töluverða athygli. Flugufóturinn fór á stúfana og komst að því að boðskapur Þórlinds fær blendnar viðtökur hjá þeim sem lifa og hrærast í íslenskri þjóðmálaumræðu.
28.2.2008 | 14:52
Pappírstígrar og slúðurberar IV
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook
28.2.2008 | 10:43
Sömu fráleitu rökin
27.2.2008 | 12:15
Pappírstígrar og slúðurberar III
Slúðurpistlar, naflausir eða undir nafni, eru áreiðanlega mikið lesnir í dagblöðum. Ritstjórnir dagblaða ættu þó að gæta sérstaklega að slíku efnu, einkum því nafnlausa. Það er slæmt ef trúverðugleiki prentmiðlanna er notaður til þess að stýra umræðu og lesendum er gert ómögulegt að greina á milli þess þegar skrif eru fréttir eða áróður, segir Þórlindur Kjartansson í leiðara dagsins á Deiglunni.
27.2.2008 | 09:15
Eigingirni dýru verði keypt
Sagt hefur verið að margur verði af aurum api. Samkvæmt nýlegri rannsókn, sem unnin var við stjórnunardeild Columbia Business School, getur merkjavara skilað svipuðum árangri, segir Magnús Þór Torfason í pistli dagsins á Deiglunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook
26.2.2008 | 10:25
Pappírstígrar og slúðurberar II
Ósmekkleg skrif einstaklinga á netinu geta vitaskuld valdið þeim álitshnekki. En ef mönnum brestur þor til þess að taka á sig slíkan skell og taka ábyrgð á orðum sínum freistast þeir gjarnan til þess að stytta sér siðferðislega leið framhjá vandanum og vega að óvinum sínum úr launsátri. Nafnlausir bloggarar og nafnlausar "fréttasíður" eru umfjöllunarefni dagsins, segir Þórlindur Kjartansson í leiðara dagsins á Deiglunni.