Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.3.2008 | 17:14
F**K the beauty... give me resaults.
"Að velja leikmenn til að spila fyrir Íslands hönd í knattspyrnu er alltaf erfitt. Þegar málið snýst svo um val á leikmönnum í A-landslið karla erum við komin að umræðuefni sem allir hafa skoðun á, allir vita hvernig liðið á að vera. Ég ætla ekki að reyna að segja landsliðsþjálfaranum hvernig hann á að velja liðið en ég má eins og allir aðrir hafa skoðun á málinu." Segir Guðjón Bjarni Hálfdánarson í pistli dagsins á Deiglunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook
22.3.2008 | 14:45
Einstakt tækifæri
"Efnahagsmál hafa einokað umræðuna á Íslandi að undanförnu og kannski ekki furða. Neikvæðar fréttir af mörkuðum eru nú allsráðandi sem gefur til kynna að kreppa sé óumflýjanleg." Segir Brynjólfur Stefánsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
22.3.2008 | 14:43
Góð partý
Pistill dagsins veltir þeirri spurningu upp hvers vegna vettlingar séu ekki nefndir handklæði.
18.3.2008 | 09:49
Skref aftur á bak
"Við íslenskuskor Háskóla Íslands hefur verið boðið upp á kennslu í fjarnámi sem mælst hefur vel fyrir. Sú ákvörðun hefur hins vegar verið tekin að frá og með haustinu verði mest allri fjarkennslu hætt við skorina. Þrátt fyrir fögur loforð Háskólans um eflingu fjarnáms hefur ekki fengist nægjanlegt fjármagn til að halda fjarkennslunni gangandi." Segir Helga Lára Haarde í pistli dagsins á Deiglunni.
13.3.2008 | 11:36
Tekjustofnum samgangna þarf að breyta
Síhækkandi eldsneytisverð vekur gleði hjá fáum, ekki síst í ljósi þess að stór hluti þess rennur í vasa ríkissjóðs á formi bensín- og olíugjalds. Gleðin minnkar enn þegar það rennur upp fyrir fólki að gjaldið rennur ekki nema að hluta til uppbyggingar og rekstur samgöngukerfisins. En í stað þess að hlaupa til og lækka þessi gjöld ætti ríkið að beita sér fyrir því að hraða nauðsynlegri umbyltingu á kerfi tekjustofna til samgangna, öllum til hagsbóta.
Um þetta skrifar Samúel T. Pétursson í pistili á Deiglunni í dag.
13.3.2008 | 11:31
Hlegið í Hvíta húsinu
Líklega er hlegið mikið í Hvíta húsinu þessa dagana. Forseti Bandaríkjanna nýtur reyndar svo frámunalega lítils stuðnings að engin fordæmi eru um. Ætli stuðningur við hann sé ekki farinn að nálgast fylgi Martins Taylor á Highbury eða Halims Al á Íslandi. En samt getur George W. Bush hlegið. Ástæðan er sú staða sem er uppi í Demókrataflokknum ", segir í pistli eftir Þórlind Kjartansson á Deiglunni.
12.3.2008 | 12:54
Umboðsmaður skattgreiðenda?
"Um tvennt geta menn verið vissir í lífinu og allt það og ljóst að flest okkar Íslendinga greiða sem samsvarar rúmum 35% af hverri krónu í skatt eftir að frítekjumarkinu er náð" segir í inngangi að pistil eftir Jóhann Alfreð Kristinsson sem skrifar á Deiglan.com í dag um hagsmunagæslu skattgreiðenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook
11.3.2008 | 19:48
Rödd framhaldsskólanema
Í frumvarp menntamálaráðherra til laga um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi skýtur nokkuð skökku við að hvergi er gert ráð fyrir hagsmunagæsluþætti nemendafélaganna en aftur á móti er foreldrafélögum falin ákveðin hagsmunagæsla fyrir hönd nemenda.
Fanney Birna Jónssdóttir fjallar um þetta mál í pistli á Deiglunni í dag og bendir á: "hið augljósa að væntanlega um helmingur framhaldsskólanema hafa náð lögræðisaldri og því meira en óeðlilegt að svokallað foreldraráð, sem er nýmæli, skuli vera eini vettvangurinn í lögunum sem hefur lögbundið hagsmunagæsluhlutverk".
Lesa pistilinn "Rödd framhaldsskólanema" á Deiglan.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook
10.3.2008 | 12:27
Húrra fyrir sjálfstæði Bjarkar
Það er ánægulegt að að sjá ekki verður svo auðveldlega þaggað niður í söngkonunni stjórsnöllu.
Fjallað er um Björk og það hugrekki sem hún hefur sýnt með því að tileinka ósjálfstæðum þjóðum lagið "Declare Independance" í leiðara sem Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar á Deiglunni í dag.
Þar segir meðal annars:
Jafnvel þó við tökum upp viðskiptasamband við viðkomandi ríki þá þýðir það ekki að við eigum að leggja niður alla gagnrýni á innviði þess og hvernig það kemur fram við þegna sína og nágranna. Þegar málum er svo komið að ríkisstjórnir eru latar við að ljá máls á því þá verður það þeim mun mikilvægara fyrir sjálfstæða einstaklinga hvort sem þeir eru frægir listamenn eða venjulegt fólk að láta rödd sína heyrast. Björk á því skilið hrós fyrir að gleyma ekki sínu eigin sjálfstæði og fyrir að hafa sem frjáls einstaklingur hækkað raust sína fyrir þá sem tala fyrir daufum eyrum.
Lesa Húrra fyrir sjálfstæði Bjarkar á Deiglan.com
Björk aftur inn á Exit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2008 | 02:10
Byggðastefna og vítahringur sjálfsvorkunnar
Umræðan um byggðastefnu stjórnvalda skýtur alltaf upp kollinum annars lagið og eru skoðanir manna æði misjafnar á þeirri stefnu. Oft er kvartað og kveinað yfir því að byggðastefnan sé ekki nægjanlega skýr, að ég tali nú ekki um þann grátkór sem oft og iðulega hljómar í ljósvakamiðlunum um aukið fjármagn og færslu opinberra starfa út á land. Staðreyndin er hins vegar sú að grundvallarhugmyndin um byggðastefnu er alröng að mati höfundar.
Andri Heiðar Kristinsson skrifar leiðara á Deiglan.com (09.03.2008)