Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.4.2008 | 21:51
Golf er áhætta
"Fæstir myndu telja golfíþróttina til þeirra íþróttagreina þar sem þátttakendur leggja líf og limi í verulega hættu. Sumir ganga svo langt að segja að golf sé íþrótt fyrir eldra fólk og þá sem almennt séð hafa lagt kynlífsiðkun á hilluna. Nýfallinn dómur héraðsdóms Reykjaness leiðir annað í ljós." segir Borgar Þór Einarsson í pistli á Deiglunni.
16.4.2008 | 00:31
Hvernig neyðum við fólk til að læra íslensku?
,,Besta leiðin til að efla íslenskukunnáttu útlendinga er að setja á fót stöðluð íslenskupróf á mismunandi erfiðleikastigum og verðlauna þá sem þau taka með auknum tækifærum í atvinnulífi. Þannig væri til dæmis hægt að krefjast ákveðinnar íslenskukunnáttu af strætóbílstjórum, meiri kunnáttu af þeim sem ynnu við umönnun, og enn meiri af þeim sem vildu gerast læknar, kennarar eða lögfræðingar" segir Pawel Bartoszek í leiðara á Deiglunni.
16.4.2008 | 00:29
Jói Ragnars
Í pistli á Deiglunni fjallar Bjarni Már Magnússon um bloggsíðu nokkra sem er að mati höfundar eitt almesta skemmtiefnið á netinu. Í pistlinum segir meðal annars:
,,Á bloggsíðu Jóhannesar Ragnarssonar, eða Jóa Ragnars, fá frjálshyggjumenn, kauphallarhéðnar, Samfylkingarfólk, verkalýðshreyfingin og aðrir hægripésir aldeilis að kenna á því. Hér á eftir er ætlunin að benda á nokkrar bloggfærslur Jóhannesar sem hljóta nú þegar að teljast klassískar."
14.4.2008 | 11:22
Keisarans hallir skína
,,Þátttaka stjórnmálamanna í Ólympíuleikum í Peking er pólitísk. Ef stjórnmálamenn vilja ekki að pólitík og íþróttir blandist saman, en vilja samt mæta á Ólympíuleikana, eiga þeir að gera það sem almennir gestir. Þannig losna þeir við að verða gerðir að leikmunum í pólitískri sýningu kínverskra stjórnvalda" segir Þórlindur Kjartansson í leiðara dagsins á Deiglunni í dag.
14.4.2008 | 09:14
Er fjármálakreppa í aðsigi?
Jón Steinsson skrifar pistil á Deigluna um dag og fjallar um að þann tvíþætta efnahagsvanda sem steðjar að þjóðinni um þessar mundir og þær leiðir sem ríkisstjórnin gæti farið til að taka á þeim vanda.
Í pistlinum segir m.a:
Geir Haarde hefur margsinnis á síðustu vikum lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi bolmagn til þess að taka verulegar fjárhæðir að láni til þess að standa við bakið á bönkunum ef lausafjárvandi þeirra ágerist. Þessar yfirlýsingar hafa haft augljós jákvæð áhrif á fjármálamarkaði. Meðal annars hefur skuldatryggingaálag bankanna tekið að lækka. En svo virðist samt sem þessar yfirlýsingar hafi ekki einar og sér nægt til þess að slá á ótta erlendra fjárfesta um hugsanlega greiðsluerfiðleika íslensku bankanna.
Svo virðist sem ríkissjóður muni þurfa að sýna í verki að hann sé tilbúinn til þess að standa við bakið á bönkunum.
Lesa pistilinn Er fjármálakreppa í aðsigi? á Deiglunni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook
8.4.2008 | 11:25
Falun Gong fékk ekki í nefið
Mótmæli atvinnubílstjóra í síðustu viku voru að einhverju leyti skiljanleg en að sama skapi furðuleg. Enn furðulegri voru viðbrögð lögreglu við þessum mótmælum í ljósi fyrri afskipta lögreglunnar af öðrum mótmælum síðustu ár. Falun Gong meðlimir voru ekki á vörubílum, það sama á við um meðlimi Saving Iceland. Varla mismunar lögreglan mótmælendum eftir því hverju er verið að mótmæla, segir Teitur Björn Einarsson í leiðara á Deigluni í dag.
1.4.2008 | 11:52
Spýtt á Spitzer
"Viðskipti Eliot Spitzer við vændiskonuna Kristen voru alvarleg brot á trúnaði fjölskyldu hans og kjósenda. Starfi hans sem fylkisstjóra var sjálfhætt í kjölfarið, og ekki útilokað að eins fari um hjónaband hans. Málið sýnir í hnotskurn tvískinnung Spitzer - en ekki síður tvískinnung þeirra sem hafa veist að honum undanfarnar vikur." Segir Magnús Þór Torfason í leiðara dagsins á Deiglunni.
31.3.2008 | 14:56
Niðursveifla í efnahagslífi - tími til uppbyggingar
"Nú er niðursveifla íslensks efnahagslífs í hámæli. Á öllum krísutímum, hvort heldur hjá einstaklingum, fyrirtækjum eða þjóðum er lykillinn að réttum viðbrögðum og lausn vandamálanna yfirleitt falin í jafnvægi á milli skammtíma- og langtímasjónarmiða. Ásamt því að huga að skammtímaaðgerðum er því nú kjörið að huga að grasrótinni og bæta rekstrar- og stuðningsumhverfi sprotafyrirtækja" Segir Andri Heiðar Kristinsson í pistli dagsins á Deiglunni.
29.3.2008 | 01:51
Mikilvægar yfirlýsingar forsætisráðherra
"Í ræðu sinni á aðalfundi Seðlabankans í gær sagði Geir Haarde: Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar ... Það þýðir að ríkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda. Það er því engum vafa undirorpið að ríkissjóður og Seðlabankinn gætu hlaupið undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu. Þessi yfirlýsing er skýrt merki um það að ríkissjóður mun nota fjárhagslegan styrk sinn til þess að sporna gegn því að fjármálakreppa skelli á hér á landi." Segir Jón Steinsson í leiðara dagsins á Deiglunni.
28.3.2008 | 11:01
Sjaldan er á botninum best
"Í einhverjum mesta brotsjó sem íslenskt hagkerfi hefur gengið í gegnum á síðustu árum heyrist oft spurt: er botninum náð? Eina skynsamlega svarið við þessari spurningu er að við munum ekki vita það fyrr en við erum komin vel uppúr síðasta öldudalnum þar sem eðli hagsveiflna er að þær eru metnar útfrá fortíðargögnum. " Segir Óli Örn Eiríksson í leiðara dagsins á Deiglunni.