Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.6.2008 | 15:34
Áhrifamáttur bloggsins
"Blogg veitir nokkrum mönnum tćkifćri til ađ láta skođanir sínar í ljós nćr daglega. Ţar má nefna til dćmis Björn Bjarnason og Egil Helgason, sem taka virkan ţátt í umrćđum ţjóđfélagsins. En getur veriđ ađ bloggiđ sé eins og Hyde Park Corner í Lundúnum, afkimi fyrir sérvitringa?" segir Reynir Jóhannesson í pistli dagsins á Deiglunni.
8.5.2008 | 01:04
Heimsins ţćgilegasta fangabúr
Pawel Bartoszek skrifar í pistli sínum á Deiglunni ţann 6. maí ađ "[ţađ] er fáranlegt ađ ţjóđhöfđingjaembćtti gangi í erfđir" og "algjört brot á ţeim grundvallarhugmyndum um lýđrćđi og jafnrétti sem okkar vestrćnu ţjóđfélög ţykjast svo gjarnan byggja á. Einnig segir hann sorglegt ađ sjá hvernig mannréttindi kóngafólks séu fótum trođin.
Lesa pistil Pawels í heild sinni á Deiglunni.
8.5.2008 | 00:57
Bensínskattur í sumarfrí
Jón Steinsson skrifar pistil á Deigluna sl. mánudag um nýlegt útspil frá John McCain um ađ gefa bensínskatti í Bandaríkunum sumarfrí.
Inngangur pistilsins er eftirfarandi:
Senn líđur ađ forsetakosningum í Bandaríkjunum. Frambjóđendurnir ţrír sem eftir eru leita nú allra leiđa til ţess ađ ná til kjósenda. Ekki er allt jafn gáfulegt í ţví efni. Eitt nýlegt útspil frá John McCain er sú hugmynd ađ veita bensínskatti í Bandaríkjunum sumarleyfi, ţ.e. fella skattinn niđur tímabundiđ yfir sumartímann ţegar Bandaríkjamenn nota bíla sína meira en í annan tíma til ţess ađ ferđast.
Lesa pistili Jóns Steinssonar í heild sinni á Deiglunni
28.4.2008 | 13:30
Lagalegu misrétti útrýmt
"Međ frumvarpinu er gert ráđ fyrir ađ prestum og forstöđumönnum skráđra trúfélaga sem hafa vígsluheimild samkvćmt hjúskaparlögum verđi heimilt ađ stađfesta samvist tveggja einstaklinga af sama kyni kjósi ţeir ţađ, en í dag eru ţađ eingöngu sýslumenn og löglćrđir fulltrúar ţeirra sem hafa vígsluheimild og framkvćma stađfesta samvist samkynhneigđra." segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
25.4.2008 | 23:12
Korniđ sem fyllir mćlinn
"Ţađ er óhćtt ađ segja ađ sjónvarpsmyndir síđustu daga frá átökum lögreglunnar viđ atvinnubílstjóra hafi veriđ býsna ólíkar ţví sem viđ eigum ađ venjast á Íslandi. Uppţot atvinnubílstjóra, sem gengiđ hafa langt út fyrir ţađ sem kallast má friđsamleg mótmćli, hafa á síđustu dögum snúist upp í algjöra vitleysu." segir Ţórlindur Kjartansson sem fjallar um mótmćli atvinnubílstjóra í leiđara dagsins á Deiglunni.
22.4.2008 | 17:41
Laus stađa á líknardeildinni
"Skuldafíkn er illvígur sjúkdómur, landlćgur hér á landi, og líklega arfleiđ ţess tíma er ţađ ţótti bćđi upphefđ og forréttindi ađ fá fyrirgreiđslu hjá bankanum. Íslendingar eru fíklar í lánsfé og eins og gildir um ađra fíkla, ţá er verđ fíkniefnanna engin fyrirstađa ţegar ţörfin kallar." segir Borgar Ţór Einarsson í leiđara dagsins á Deiglunni.
22.4.2008 | 17:39
Ruslakista á stćrđ viđ heimsálfu
"Ísskápurinn minn er fullur af plasti sem er á leiđinni í rusliđ. Eldhússkáparnir eru líka fullir af plasti. Öll hreinsiefni á heimilinu eru í plastílátum. Leikfangakassar dóttur minnar eru úr plasti og líka fullir af plasti. Viđ drekkum úr plasti, borđum af ţví, sitjum á ţví, göngum í ţví og jafnvel ferđumst um í plasti. Plast er alveg magnađ efni." segir Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
21.4.2008 | 10:37
Gullegginu verpt
"Gulleggiđ er ađ okkar mati tákn um nýtt líf, nýjar og ferskar hugmyndir sem enn eru óskrifađ blađ en eru viđ ţađ ađ brjótast út úr skurninni og líta dagsins ljós, vaxa og dafna." segir Andri Heiđar Kristinsson í pistli dagsins á Deiglunni ţar sem fjallađ er um Frumkvöđlakeppni Innovit.
18.4.2008 | 23:58
Heillavćnleg lögleiđing brasks
"Nú er í međferđ frumvarp á Alţingi sem leyfir verđbréfasjóđum ađ lána verđbréf sín. Ţetta er mjög jákvćtt skref en alltaf eru einhverjar efasemdaraddir.
Á flestum ţróuđum mörkuđum er skortsala verđbréfa mjög viđtekinn og eđlilegur fjármálagerningur. Skortsala felst í ţví ađ ađili A fćr lánađ verđbréf frá ađila B međ loforđi um ađ skila ţví á ákveđnum tíma aftur. A selur bréfiđ á markađi međ vćntingar um ađ markađsverđ bréfsins lćkki ţar sem hann ţarf ađ kaupa bréfiđ fyrir tiltekinn tíma til ţess ađ skila ađila B bréfinu. Ef bréfiđ lćkkar frá ţví A selur ţađ ţar til hann kaupir ţađ aftur ţá hagnast hann en tapar annars." segir Bjarni Kristinn Torfason í pistli á Deiglunni í dag.
17.4.2008 | 21:54
Áflog viđ Arnarhól
"Erlend lán Íslendinga á undanförnum árum voru ekki bara einkenni lítils hagkerfis, heldur eitt af einkennum ţeirra leikreglna sem gilda ţegar ungir Seđlabankar án orđspors eiga í hlut. Slík peningamálastjórn minnir yfirleitt meira á hnefaleika en júdó." segir Magnús Ţór Torfason í leiđara dagsins á Deiglunni.