Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.8.2008 | 16:53
Hagvöxtur í Kína - vöxtur eða mettun?
"Það er öllum ljóst að hagvöxtur hefur verið gríðarlegur í Kína undanfarin ár og áratugi og er landið á hraðri siglingu að verða stærsta hagkerfi í heimi. Sá uppgangur og hagvöxtur sem einkennt hefur Kína hefur verið mikið rannsakaður og sitt sýnist oft hverjum um hvernig áframhaldandi þróun muni verða. Verður jafn ör hagvöxtur áfram í Kína á næstu árum eða er vöxturinn búinn að ná efsta punkti og mun hagkerfið mettast á næstunni?" Segir Andri Heiðar Kristinsson í leiðara dagsins á Deiglunni
7.8.2008 | 13:27
Tilboðsdögum lokið
"Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um tæpan þriðjung frá áramótum gagnvart helstu gjaldmiðlum. Þrátt fyrir að snarpt gengisfall skili sér í verðbólguskoti sökum dýrari innflutnings í krónum mælt, lá fullkomlega ljóst fyrir að gengi íslensku krónunnar var of sterkt um langa hríð. " Segir Þórður Gunnarsson í leiðara dagsins á Deiglunni
19.6.2008 | 06:31
Deiglan spáir í jafnréttismálin í dag
5.6.2008 | 13:44
Ófagleg heimsókn ísbjarnar
"Ísbjörninn víðförli í Skagafirðinum gerði ekki boð á undan sér, heimsóknin fór ekki í grenndarkynningu og þótt fagleg viðbragðsáætlun hafi ekki verið til staðar mætti hann bara. Lögreglan á staðnum varð því að reiða sig á óvin allra bjúrókrata og opinberra fagsérfræðinga, eigið hyggjuvit og dómgreind," segir Árni Helgason í leiðara dagsins á Deiglunni.
5.6.2008 | 13:11
Engin Airwaves 2008?
"Nú í vikunni bárust fregnir af því að íslenska tónlistarhátíðin, Iceland Airwaves, yrði ef til vill ekki haldin, nema þá með smærra sniði, þetta árið sökum fjárhagserfiðleika. Þetta staðfesti Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem sér um rekstur hátíðarinnar, í samtali við fjölmiðla. Stefnir hann á að hafa hátíðina smærri í sniðum en fyrri ár og er talað um að fækka íslenskum og erlendum hljómsveitum og jafnvel aðgangsmiðum. Þetta verður að teljast skref í vitlausa átt," segir Teitur Skúlason í pistli dagsins á Deiglunni.
4.6.2008 | 13:30
Clinton úti Obama inni
"Í gærkvöldi lýsti Barack Obama yfir sigri í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Möguleikar Clinton til að hljóta útnefningu demókrataflokksins sem forsetaefni eru úr myndinni og Barack Obama verður forsetaefni flokksins. En Clinton hefur ekki játað sig sigraða," segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.
4.6.2008 | 13:29
Baráttan um landgrunnið IX- Jan Mayen og Svalbarði
"Mikið er masað um þróun mála á Norðurheimsskautinu. Athygli almennings og fjölmiðla verður sífellt meiri á svæðinu. Rekja má þá þróun til vaxandi mikilvægis Norðurheimsskautssins í alþjóðastjórnmálum. Þá þróun má aftur rekja til aukins aðgengi að auðlindum þar í kjölfar loftslagsbreytinga og tækniþróunar sem og opnunar siglingaleiðarinnar um Norður-Íshafið milli Kyrrahafs og Norður-Atlantshafs. Í þessum pistli verður athyglinni beint að þeim hafsvæðum sem Ísland getur gert landgrunnskröfur til í Norðurhöfum," segir Bjarni Már Magnússon í pistli dagsins á Deiglunni.
3.6.2008 | 18:12
Fíflin í FIFA
"Á dögunum afhjúpaði FIFA nýjustu hugmynd sína í baráttunni gegn atvinnufrelsi knattsspyrnumanna: nýjar reglur sem eiga að takmarka fjölda erlendra leikmanna í félagsliðum frá 2012," segir Pawel Bartoszek í leiðara dagsins á Deiglunni.
3.6.2008 | 18:10
Eru einkaleyfi sjálfsögð?
"Við búum í samfélagi þar sem eðlilegt þykir að geta fengið tímabundna einokun á nýjum hugmyndum. Hægt er að fá einkaleyfi á margar tegundir hugmynda, allt frá stjórnunarkerfum að flóknustu tækninýjungum. Margir telja þetta kerfi sjálfsagt og hafa sumir jafnvel sagt að gott kerfi einkaleyfa sé ástæða velgengi Bandaríkjanna á síðustu öld. En er þetta kerfi sjálfsagt? Skilar það okkur hraðri tækniþróun en annars?" segir Einar Leif Nielsen í pistli dagsins á Deiglunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook
2.6.2008 | 15:37
Fjölskyldur framtíðarinnar
"Þjóðin veit að á vorin dregur til tíðinda á Alþingi og málin sem hafa gerjast í þinginu svo mánuðum skipti ef ekki árum eru afgreidd, samþykkt eða felld. Það var því mikið gleðiefni að á síðasta degi þingsins samþykkti Alþingi tvö réttlætismál sem lengi hafa valdið mörgum Íslendingum bæði sálarkvölum og tilfinningalegri útskúfun," segir Soffía Kristín Þórðardóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.