Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.9.2008 | 17:08
Hagsmunir hinna fáu
"Sem stendur starfa tvö hagsmunasamtök framhaldsskólanema á Íslandi, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Starfsemi og markmið þeirra eru alls ólík og skipta framhaldsskólarnir sér nú þegar í tvær fylkingar eftir því hvor samtökin þeir aðhyllast." - segir Hafsteinn Gunnar Hauksson í pistli á Deiglunni
4.9.2008 | 01:02
Rétt skipað í hlutverk
"Eftir umræður um efnahagsmál á Alþingi í gær þarf enginn að velkjast í vafa um að verkaskiptingin í íslenskum stjórnmálum er rétt. Við stjórnvölinn er fólk sem hægt er að treysta á að takist á við vandamál og verkefni af yfirvegun og festu en stjórnarandstaðan hefur nákvæmlega ekkert fram að færa." - segir í ritstjórnarpistli á Deiglunni
2.9.2008 | 11:00
Flest vinnur með demókrötum
"Í síðustu viku héldu demókratar gríðarlega vel heppnaðan landsfund í Denver. Þar var krögt af frægu fólki saman komið sem söng og trallaði og hélt tilfinningaþrungnar ræður. Clinton hjónin voru mætt, Sheryl Crow, Al Gore, börn Martin Luther King, Nancy Pelosi, Will.i.am og Stevie Wonder til að nefna þá frægustu. Obama hélt þar eina af sínum bestu ræðum fyrir framan 75 þúsund áhorfendur sem tóku ákaft undir með fagnaðarlátum og kölluðu í sífellu slagorð Obama Yes, we can." segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni
1.9.2008 | 13:13
Hvernig á Samfylkingin að koma Íslandi inn í ESB?
"Í stað þess að svekkja sig endalaust út af því að aðrir séu þeim ekki sammála í Evrópumálum ætti Samfylkingin að safna í fingurbjörg af pólitísku þreki og sýna frumkvæði. Hvenær í ósköpunum ætlar Samfylkingin að fara að tala um Evrópumál?" Segir Pawel Bartoszek í pistli dagsins á Deiglunni.
28.8.2008 | 09:56
Að finna fyrir þjóðarstoltinu
"Hvaða Íslendingur er ekki að rifna úr þjóðarstolti þessa dagana og vikurnar? Þjóðin fagnaði heldur betur heimkomu silfurstrákanna í dag með glæsilegri móttöku í miðbæ Reykjavíkur, móttöku sem strákarnir áttu sannarlega skilið. Ég hafði hugsað mér að mæta á Skólavörðustiginn og Arnarhól í dag og veita Ólympíuförunum þá virðingu sem þeim bar að fá en þar sem ég stend í flutningum þessa dagana lét ég ekki verða að því. Ég er ekki frá því að sú ákvörðun hafi verið röng." Segir Sæunn Björk Þorkelsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
27.8.2008 | 15:58
Er Ísland að bráðna
"Vinnuhópur Umhverfisráðherra skilaði nú nýlega skýrslu um áhrif hlýnandi loftslags á Ísland. Snöggur yfirlestur skýrslunnar gefur til kynna að fyrir fólk á nyrstu hjörum veraldar, þá gætu verri hlutir gerst en að veðrið hlýnaði aðeins." Segir Óli Örn Eiríksson í leiðara á deiglunni
27.8.2008 | 09:23
Já-kvæði
"Hér hef ég setið drykklanga stund og leitað að skemmtilegu, fróðlegu og áhugaverðu efni til að fjalla um í pistli þessum öðru en handbolta. Enginn var árangurinn. Það er kannski ekki beint gúrkutíð. Það er alveg eitthvað í fréttum eitthvað í deiglunni eins og maður segir en bara lítið jákvætt, skemmtilegt eða uppörvandi. " Segir Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
26.8.2008 | 13:19
Sjálfstæðisbrautin í Reykjavík
"Flestir eru orðnir langþreyttir á því ástandi sem ríkt hefur að undanförnu við stjórn borgarinnar. Eftir síðustu sviptingar í borgarstjórn standa þó vonir til þess að umrótatímabil sé senn á enda og að við taki tímabil stöðugleika og festu." Segir Reynir Jóhannesson í pistli dagsins á Deiglunni
25.8.2008 | 10:24
Obama-vika
"Harkan vex stöðugt í keppni Demókrata og Repúblikana um Hvíta húsið og Barack Obama og John McCain skiptast á að fanga sviðsljós fjölmiðla. Þessa vikuna verður Obama þó væntanlega meira í fréttum, þökk sé tilkynningu um varaforsetaefni um helgina og ræðu hans á landsþingi Demókrata í Denver á fimmtudaginn." Segir Þorgeir Arnar Jónsson í pistli dagsins á deiglunni
22.8.2008 | 15:14
Flóttamannabúðir stjórnmálamanna
"Stundum er því haldið fram að því stærri sem stjórnmálaflokkar eru, þeim mun erfiðara sé að tryggja samstöðu og samhug meðal flokksmanna. Frjálslyndi flokkurinn virðist sanna hið gagnstæða. Þrátt fyrir að vera tiltölulega smár með á annað þúsund flokksmenn þegar síðast fréttist berast að heita má eingöngu fréttir af innanhúsátökum og sundurlyndi úr starfi flokksins." Segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.