Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.9.2008 | 10:52
Sjálfstæðir skólar
"Undanfarin ár hefur fjölbreytni í skólastarfi á grunnskólastigi aukist verulega, en það er breyting frá því sem áður var þegar skólarnir voru alfarið á höndum ríkisins. Nú tólf árum eftir að grunnskólarnir voru fluttir til sveitarfélaganna má merkja breytingar í skólastarfi, en betur má ef duga skal. " segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í leiðara á Deiglunni
15.9.2008 | 10:09
Að breyta samfélagi
"Launamunur kynjanna er staðreynd og virðist vera að aukast samkvæmt nýjustu fréttum. Það er einnig staðreynd að konur eru færri í stjórnunarstöðum. Getur verið að við konur séum smám saman að sætta okkur við orðinn hlut eða hvers vegna sækjast konur ekki í meira mæli eftir hærri launum innan fyrirtækja og stjórnunarstöðum en raunin virðist vera?" segir Helga Lára Haarde í pistli á Deiglunni
13.9.2008 | 13:41
Þegar tveir deila
"Á næstu tíu árum mun tæpur helmingur starfandi ljósmæðra hverfa úr stéttinni þegar þær fara á eftirlaun. Nýliðun er ekki að standa undir þessu brottfalli og fyrirsjáanlegt að þjónusta í kringum barnsfæðingar mun skerðast stórlega verði ekkert að gert. Stjórnvöld verða að tryggja ljósmæðrum réttlát laun en ljósmæður þurfa að vera tilbúnar að semja." - segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir í leiðara á Deiglunni
12.9.2008 | 14:00
Þrifaleg, þröng og þrettán
Fyrir nokkru var töluverð umræða í þjóðfélaginu um textann við lag þeirra Baggalútsmanna Þjóðhátíð ´93 og þótti sumum textinn ansi klúrinn. Spruttu upp deilur á milli feminista og höfunda textans. Sitt sýnist hverjum, en er það nokkuð nýmæli að textar við íslensk dægurlög séu frekar klúrnir? segir Hlynur Einarsson í pistli á Deiglunni
11.9.2008 | 11:01
Jarðtengingu náð að nýju
"Man einhver eftir því þegar menn kepptust við að kolefnisjafna utanlandsferðina? Þegar bloggheimar loguðu út af gosbrenndum barnatönnum? Þegar vandamálin voru ekki til og voru þess vegna tilbúin? Nú hafið tilbúin vandamál vikið fyrir raunverulegum og samviskubitið út af kolefninu er horfið. Þegar harðnar á dalnum víkur samviskubitið fyrir sjálfsbjargarviðleitninni." - segir Borgar Þór Einarsson í leiðara dagsins á Deiglunni
9.9.2008 | 10:35
Þjóðnýting eða einkavæðing
"Á mánudagsmorgun varð töluverð hækkun á helstu fjármálamörkuðum í heiminum. Ástæða þess var ákvörðun bandaríska ríkisins um að þjóðnýta fasteignasjóðina Fannie Mae og Freddie Mac. Hvernig má það vera að sósíalískar aðferðir sem þessar hafi jákvæð áhrif á markaðinn þegar hið andstæða hefur oftast verið raunin?" segir Einar Leif Nielsen í pistli á Deiglunni
8.9.2008 | 10:55
Draumaval McCain?
"Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum dögum um val John McCain á Söru Palin sem varaforsetaefni sitt. Útnefningin kom flestum að óvörum enda var Sara Palin aldrei talin líkleg til að hljóta stöðuna." segir Jan Hermann Erlingsson í pistli á Deiglunni í dag.
7.9.2008 | 18:46
Hjálpum stjórnmálamönnum að hugsa rökrétt
"Síðastliðinn fimmtudag stóð Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi sem bar yfirskriftina Útþensla hins opinbera. Á fundinum var rætt um og skotið á útþenslustefnu stjórnvalda, sem virðist vera á blússandi siglingu þrátt fyrir stefnu ríkisstjórna undanfarna áratugi. Merkilegt að þrátt fyrir mörg mjög jákvæð skref, s.s. lækkun skatta á bæði fyrirtæki og einstaklinga, einkavæðingu fjölmargra fyrirtækja og ýmis önnur mál, þá hafa umsvif hins opinbera þanist út á sama tíma. Eins og réttilega var bent á á fundinum endurspeglast þetta meðal annars í mikilli fjölgun opinberra starfsmanna samanborið við almennan vinnumarkað." segir Andri Heiðar Kristinsson í pistli dagsins á Deiglunni
6.9.2008 | 11:54
Tími til að hefja söluferli Íslandspósts
"Eins og öllum er kunnugt um hafa stjórnvöld á undanförnum árum unnið að því að losa ríkið undan ýmsum rekstri, sem betur er komið fyrir í höndum einkaaðila. Fjármálastofnanir, byggingarfyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki hafa verið seld með mjög góðum árangri fyrir íslenskt þjóðfélag. Fleiri fyrirtæki hafa verið nefnd til sögunnar í þessum efnum og Íslandspóstur er eitt þeirra. Hvernig væri nú að lista upp topp 10 ástæður þess að hefja söluferli á Póstinum" segir Andri Heiðar Kristinsson í leiðara á Deiglunni.
5.9.2008 | 16:33
Blessað erlenda bergið
"Nýlega var sagt í fréttum að nokkrir karlmenn "af erlendu bergi brotnir" hafi haft fé af verslunarfólki með gamalgrónu seðlaskiptingarbragði. Æi, kommon! Getum við ekki bara sagt að þeir hafi verið útlendingar?" segir Pawel Bartoszek í leiðara á Deiglunni