Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lán og ólán I: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

"Íslenska orðið „lán“ er samheiti við bæði yfirdrátt og gæfu. Hvort lánafíkn Íslendinga eigi sér svipaða sögu og orðsifjar orðsins skal ósagt látið. En í því óláni sem ríður yfir Íslendinga þessa dagana eru lán í aðalhlutverki - gömul og ný. Ríkissjóður hefur að undanförnu átt í samningaviðræðum um tvö lán, sem eiga það sameiginlegt að vera með þeim stærstu í Íslandssögunni, en eru gerólík að öllu öðru leyti" segir Magnús Þór Torfason í leiðara á Deiglunni.

Lesa meira


Nýja Ísland

"Ástand efnahagsmála hefur aukið mjög umræður og stuðning við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Er nú svo komið að svo virðist sem að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi inngöngu. Færi ekki vel á því við slíkar aðstæður – aðstæður þar sem allt skal vera uppi á borðum og engu skal hlíft við endurskoðunina - að kanna nánar innviði fyrirheitnalandsins?" segir Páll Heimisson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira


Að breyta leikreglum

"Peningamarkaðssjóður er eitt af þeim hugtökum sem allir virðast vita hvað er í dag en enginn vissi hvað var fyrir ári síðan, nema þeir fáu sem lögðu þá sparnaðinn sinn í einn slíkan. " - segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni

lesa meira


Oh Darling

"Það er erfitt að draga í efa að merkasta hljómsveit 20. aldarinnar hafi verið The Beatles eða Bítlarnir. Auk sígildra laga hafa orð þeirra og sýn átt sterka skírskotun í gegnum árin. Orð þeirra eru eflaust mörgum ofarlega í huga núna." - segir Þórður Heiðar Þórarinsson í pistli á Deiglunni

lesa meira


Að axla ábyrgð

"Mikil reiði ólgar í þjóðfélaginu enda þungt högg sem Ísland hefur fengið í magann og erfiðir tímar framundan fyrir marga. Þegar þannig stendur á er skiljanlega leitað að sökudólgum. Hverjum var þetta að kenna, hvernig er hægt að láta viðkomandi axla ábyrgð og hvernig á að styðja þá sem fara höllum fæti?" - segir Bjarni Kristinn Torfason í leiðara dagsins á Deiglunni

lesa meira


Allir geta sæst á Maastricht-skilyrðin

"ESB-aðild og evra er nefnd sem lausn við vanda þjóðarinnar. Sú lausn er þeim annmörkum háð að Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin sem ESB setur fyrir upptöku evru. Ríkisstjórnin ætti að setja sér þau markmið að ná þessum skilyrðum á næstu misserum og taka í kjölfarið endanlega ákvörðun um ESB-aðild Íslands." - segir Árni Helgason í leiðara dagsins á Deiglunni

lesa meira


Stjórnmálastefna afþakkar völd

"Hægrimenn ættu manna mest að berjast fyrir því að "faglega" yrði staðið að ráðningum í stjórn Seðlabankans. Óttast menn að kommúnistar með doktorsgráður í hagfræði bíði í röðum eftir að staða seðlabankastjóra verði auglýst?" segir Pawel Bartoszek í leiðara á Deiglunni í dag

lesa meira


Vonin og óttinn

"Það eru margir vankaðir eftir atburði síðustu vikna. Þótt útlitið sé tvísýnt þá er það ekki svo að það sé eintómt svartnætti framundan. Því ber að halda til haga. " - segir Halldór Benjamín Þorbergsson í leiðara á Deiglunni

lesa meira


Það besta er ókeypis

"Atburðarás síðustu daga þekkjum við flest. Glamúrlífi okkar Íslendinga er lokið. Það eru vissulega erfiðir tímar framundan en þeir eru alls ekki óyfirstíganlegir." segir Kristín María Birgisdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.

 Lesa meira 


Gefð' aftur

"Á næstu mánuðum og árum mun fara fram ein mesta endurskipulagning íslensks auðs sem nokkurn tíma hefur átt sér stað. Sú endurskipulagning sem nú fer fram er þó ólík þeim sem áður hafa átt sér stað þar sem hún er óundirbúinn og fá skýr markmið hafa verið sett." segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara dagsins á Deiglunni.

 Lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband