Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.11.2008 | 16:49
Tækifæri til að móta framtíðina
"Framundan eru spennandi og ögrandi tímar í starfi Sjálfstæðisflokksins. Nær allar stórar ákvarðanir í sögu íslensku þjóðarinnar hafa verið teknar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ef einhvern tímann hefur verið tækifæri til að hafa áhrif á framtíðina, þá er það núna" - segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir í pistli á Deiglunni
14.11.2008 | 14:03
Höfum við efni á pólitískum stöðuveitingum?
"Í síðustu viku voru ný bankaráð skipuð yfir nýju ríkisbönkunum. Svo virðist sem nýju bankaráðin hafi verið skipuð á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Með fullri virðingu fyrir því fólki sem er í þessum nýju bankaráðum þá held ég að enginn telji að þarna fari þegar á heildina er litið þeir aðilar sem eru best til þess fallnir að gæta þeirra gríðarlegu hagsmuna sem skattgreiðendur hafa af rekstri nýju bankanna. Margt af þessu fólki virðist ekki hafa nokkra einustu reynslu af bankastarfsemi." - segir Jón Steinsson í pistli á Deiglunni
14.11.2008 | 11:40
,,Ný glæpasagnadrottning”
"Nú þegar mikil ringulreið ríkir í þjóðfélaginu og öll gildi virðast vera að breytast, er mikilvægt að gleyma sér ekki í svartnættinu og huga að því sem ennþá er gott og gilt í samfélaginu; stendur óhaggað af sér stormsveipinn. Margir eiga um sárt að binda og sjá ekki fyrir endann á vandræðum sínum." - segir Diljá Mist Einarsdóttir í pistli á Deiglunni
13.11.2008 | 12:11
Evrópusambandið í hlutverki handrukkara
"Öll réttarríki grundvallast á því að lögin komi í veg fyrir að hinir veikari lúti valdi þeirra sterku. Þegar lögum og reglum er vikið til hliðar á smáríkið Ísland ekki mikla möguleika gegn yfirgangi og valdbeitingu Evrópusambandsins" - segir í ritstjórnarleiðara á Deiglunni í dag
12.11.2008 | 12:32
Við erum öll Pólverjar
"Undanfarin ár, þegar ástandið á Íslandi var hvað best, og menn töldu (ranglega) að Ísland væri ríkasta land í heimi, þá varð það stundum talið ásættanlegt hjá furðulega miklum fjölda fólks að tala illa um útlendinga sem komu hér til þess að vinna." - segir Óli Örn Eiríksson í leiðara dagsins á Deiglunni
11.11.2008 | 17:42
Að axla ábyrgð 2 – Veðlán Seðlabankans
"Nú er komið að skuldadögum hjá mörgum. Þeir sem keyptu skuldabréf gömlu bankanna þriggja í hagnaðarvon eru meðal þeirra sem þurfa að bera kostnað af sinni áhættusækni."segir Bjarni Kristinn Torfason í leiðara á Deiglunni
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook
4.11.2008 | 16:21
Af flinkum innkaupastjórum og frjálsum markaði
"Í dag er fátt óvinsælla en óheft markaðsöfl. Í þessum pistli er bent á augljóst dæmi um skilvirkni markaða sem er beint fyrir framan nefið á okkur," segir Ásgeir Helgi Reykfjörð í inngangi að pistli á Deiglunni.
4.11.2008 | 12:45
Líf í sósíalísku hagkerfi I
"Fyrir nokkrum árum birti Deiglan pistlaröðina Lán í erlendri mynt I-IV eftir Jón Steinsson þar sem kostir og gallar slíkra lána voru raktir. Þau ráð reyndust þeim fóru að þeim afar vel. Nú þegar Ísland siglir á ný inn í skeið hafta, ríkisvæðinga og skömmtunar veitir Deiglan enn á ný lesendum sínum forskot með ómetanlegum ráðum um hvernig ber að haga sér við þann veruleika," segir Pawel Bartoszek í pistli á Deiglunni.
4.11.2008 | 12:27
Festumst ekki á ríkisjötunni
"Atburðir liðinna vikna hafa gert það að verkum að það var bæði óhjákvæmilegt og nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka yfir starfsemi bankanna og þar með stóran hluta fjármála- og atvinnulífsins hér á landi. Í þessu felst mikil breyting og afturhvarf til þeirra tíma þegar hið opinbera stýrði og átti stóran hluta fyrirtækjanna," segir Árni Helgason í leiðara á Deiglunni.
30.10.2008 | 14:50
Lán og ólán II: Breska ríkisstjórnin
"Fyrir skömmu fjallaði Deiglan um lánveitingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands. Lánafyrirgreiðslan er afleiðing hörmulegra atburða, en af mörgum slæmum kostum er hún sá illskásti. Það lán sem rætt hefur verið um af hálfu breskra stjórnvalda er þó allt annað og verra mál. Lánið sem slíkt sem væri reyndar ekki slæmt, en það er smáa letrið sem er eitraður kaleikur," segir Magnús Þór Torfason í pistli dagsins á Deiglunni.