Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Íslandsmeistaramót í sakleysi

"Þau vandamál sem nú steðja að virðast, ef marka má yfirlýsingar í fjölmiðlum, öll vera einhverjum öðrum að kenna. Það hefur ekki þótt til siðs á Íslandi í seinni tíð að ganga fram fyrir skjöldu og viðurkenna mistök sín, en sú afneitun sem stjórnmálamenn, viðskiptamenn og almenningur virðast vera í er ekki vænleg til að styrkja innviði samfélagsins til framtíðar" - segir Magnús Þór Torfason í leiðara á Deiglunni

lesa meira


Lærdómur bankakreppunnar

"Þessa dagana fer fram mikil umræða um tillögur sem ætlað er að létta auðvelda almenningi að komast yfir erfiðleika bankakreppunnar. Þó að í langflestum tilfellum sé ásetningurinn góður geta sumar hugmyndanna skapað meiri erfiðleika en þær leysa" - segir Brynjólfur Stefánsson í leiðara á Deiglunni

lesa meira


Nei, ráðherra!

"Vel má vera að það sé möguleiki að ríkisstjórnin þurfi að íhuga af fullri alvöru að blása til kosninga fyrr en ella en að ráðherrar í henni komi fram og lýsi þessu yfir á þessum erfiðu tímum hljóta að teljast forkastanleg vinnubrögð. " segir Þórður Heiðar Þórarinsson í pistli á Deiglunni

lesa meira


Var neyðaráætlun ekki til?

"Við verðum að komast sem fyrst á það stig að geta horft til framtíðar en til þess þarf traustan grunn. Sá grunnur verður ekki reistur með smjörklípuleikjum og galgopahætti formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands og vinnubrögðum bankastjórnarinnar sem er umfjöllunarefni þessa pistils" - segir Davíð Guðjónsson í pistli á Deiglunni

lesa meira


Grunnur að framtíð

"Það eru erfiðar tímar framundan. Uppgangur síðustu 10 ára hefur verið gífurlegur og því er fallið hátt. Sjálfstæðisflokkurinn sem leitt hefur uppganginn síðustu ár verður nú fyrir barðinu á því hvernig fer. " - segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara á Deiglunni

lesa meira


Barnalegt frumvarp Vinstri Grænna

"Verðbólga er mjög há þessa dagana og mikil óvissa er um þróun hennar næstu mánuði. Hún svíður margan skuldarann og er eðlilega ekki vinsæl. Andstæðingum verðtryggingar barst undarleg aðstoð frá þingflokki Vinstri Grænna í byrjun þessarar viku." - segir Bjarni Kristinn Torfason í leiðara á Deiglunni

lesa meira


Kosningar fyrir hverja?

"Það ber vott um mikla vanvirðingu við íslensku þjóðina að hvetja til kosninga á þessum tíma. Sérstaklega þegar litið er til þeirra aðkallandi verkefna sem nú bíða stjórnmálamanna." - segir Hannes Rúnar Hannesson í pistli á Deiglunni

lesa meira


Aðgerðir til aðstoðar við heimilin í landinu

"Ríkisstjórn Íslands hefur birt aðgerðaáætlun til að létta undir með fjölskyldum næstu misseri. Þó nokkur þrýstingur er fyrir því að ganga lengra. Lykilatriði er þó að allir geri sér grein fyrir hvaða afleiðingar yfirgripsmiklar aðgerðir hafa og hvernig sé best að þeim staðið til þess að hinn hái kostnaður sem þeim óhjákvæmilega fylgir nái markmiðum aðgerðanna. Hér eru mismunandi leiðir skoðaðar og greindar" - segir Bjarni Kristinn Torfason í leiðara á Deiglunni

lesa meira


Yes we did!

"Barack Obama skráði nafn sitt í sögubækurnar þegar hann vann stórsigur á John McCain
í forsetakosningunum vestanhafs fyrir tæpum tveimur vikum. Miklar vonir eru bundnar
við Obama og ljóst er að hann á mikið verk fyrir höndum næstu fjögur árin." - segir Jan Hermann Erlingsson í pistli á Deiglunni

lesa meira


Það góða við kreppuna

Nú þegar raunveruleg vandamál blasa við þjóðinni kann að vera að þolinmæði gagnvart áhuga stjórnmálamanna á því að stjórna lífi og lífsstíl fólks fari þverrandi." - segir Þórlindur Kjartansson í pistli á Deiglunni

lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband