Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.12.2008 | 12:02
Reið framtíð?
"Ef lýsa ætti þjóðarsál Íslendinga í dag með einu orði væri það reiði. Þjóðin er reið út í ríkisstjórnina, Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, gjaldþrot bankanna, spillinguna, Davíð Oddsson, Jón Ásgeir, Hannes Smárason, Bjöggana, hina útrásarvíkingana, Davíð Oddsson, krónuna, verðbólguna, húsnæðislánin, vaxtastigið, fallandi húsnæðisverð, fjöldauppsagnir, gjaldeyrishöft, launalækkanir, Davíð Oddsson og svona mætti lengi telja." - segir Þórður Heiðar Þórarinsson í pistli á Deiglunni
5.12.2008 | 18:07
Framtíð íslensku krónunnar
"Í gær var krónan set á flot á ný eftir að gjaldeyrismarkaðnum var lokað í kjölfar hruns bankakerfisins. Öllum ætti að verða orðið ljóst hversu mikilvægt það er fyrir Íslendinga að tilraun Seðlabankans til að koma af stað heilbrigðum gjaldeyrismarkaði takist. Hjá stórum hluta fyrirtækja landsins er það hreinlega spurning um líf eða dauða og gjaldþrot fjölda einstaklinga blasir við ef krónan styrkist ekki bráðlega." - segir Brynjólfur Stefánsson í leiðara á Deiglunni
4.12.2008 | 11:48
Útvarp allra starfsmanna
"Á dögunum þurfti opinbert hlutafélag að grípa í niðurskurðarhnífinn og segja upp fólki. Hið opinbera hlutafélag hefur sl. 2 mánuði flutt ítrekaðar fréttir af því að önnur félög í rekstri og samkeppni á almennum markaði hafi þurft að draga saman seglin með tilheyrandi uppsögnum. Þúsundir manna hafa misst vinnu sína sl. vikur en steininn tók úr að mati fréttastofu RÚV þegar á fimmta tug manna var sagt upp hjá sjálfu Ríkisútvarpinu. Starfsmenn hlutafélagsins voru ósáttir og töldu það ótækt að opinbert félag segði upp fólki. " - segir Teitur Björn Einarsson í leiðara á Deiglunni
3.12.2008 | 10:59
Smáborgarapólitíkin og flótti ungs fólks
"Fram að þessu hefur Ísland haft því láni að fagna að flest hæfileikaríkt fólk sem fer utan til náms kemur heim að loknu námi. Þetta hefur mikið með það að gera að við getum haldið uppi þolanlegu stjórnkerfi og einnig að Reykjavík er miklu áhugaverðari borg en borgir af sambærilegri stærð í öðrum löndum þegar kemur að menning, listum og vísindum. En nú eru óvissutímar. Ef illa er haldið á spilunum mun hæfileikafólk einfaldlega hverfa á brott." - segir Jón Steinsson í leiðara á Deiglunni
2.12.2008 | 11:48
Íslendingar og aðrir Evrópubúar
"Íslendingar eru hugsanlega ekkert sér á báti, ekki einstakir viðskiptamenn í allri veröldinni, heldur erum við bara eins og aðrir Evrópubúar. Við þurfum því í fullri alvöru að skoða þá möguleika sem okkur standa til boða í samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir." - segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir í leiðara á Deiglunni
1.12.2008 | 13:52
Rís gæfusól Íslands í austri?
"Nú þegar sverfir að hjá okkur Íslendingum eru væntingar til olíufundar austur af Íslandi vel þegið ljós í myrkrinu." - segir Bjarni Kristinn Torfason í leiðara á Deiglunni
29.11.2008 | 12:13
Trúverðugleiki íslensks viðskiptalífs
"Grundvallarforsenda þess að tveir eða fleiri aðilar stundi viðskipti sín á milli er traust. Trúverðugleiki og traust eru einnig grundvallarforsendur þess að hægt verði að byggja aftur upp íslenskt atvinnulíf fljótt og örugglega á næstu árum. Þau nýju lög sem samþykkt voru á Alþingi í nótt eru afleikur af hálfu stjórnvalda og síst til þess fallin að bæta það litla traust sem alþjóðlegir fjárfestar og fjármagnseigendur hafa á Íslandi." - segir Andri Heiðar Kristinsson í leiðara á Deiglunni
27.11.2008 | 17:23
Heitt á grillinu
"Á þeim umrótatímum sem nú ganga yfir íslenskt samfélag mæðir mikið á fjölmiðlum og fólk horfir til þeirra til að skýra frá því sem gerist. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með þeim meðan mesta öldurótið hefur gengið yfir og þá sérstaklega hvernig sumir fjölmiðlamenn hafa tekið að sér að vera sérlegir talsmenn almennings eða þjóðarinnar. " - segir Helga Lára Haarde í pistli á Deiglunni
26.11.2008 | 19:43
Kröfuhafar gömlu bankanna eignist þá nýju
"Mikið verk er fyrir höndum, bæði í ríkisrekstrinum og við að bjarga fyrirtækjum með verðmætan rekstur þannig að atvinna haldist eins mikil og unnt er og verðmætasköpun haldi áfram. Þrengingar verða í ríkisfjármálum næstu ár og eftir ríkisvæðingu bankanna eru kjöraðstæður spillingar að myndast. Þess vegna er líklegt að besta lausnin á endurskipulagningu bankanna sé að kröfuhafar gömlu bankanna eignist þá og reki." - segir Bjarni Kristinn Torfason í pistli á Deiglunni
26.11.2008 | 00:40
Fjármagnsfíklar
"Sífellt kemur betur og betur í ljós að sá fámenni hópur manna sem var hvað mest áberandi í viðskipta- og bankalífi landsins síðustu ár, átti við fíkn að stríða. Fíkniefnið var ekki áfengi, eiturlyf eða tóbak heldur peningar. Þetta voru fjármagnsfíklar." - segir Þórður Heiðar Þórarinsson í pistli á Deiglunni