Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Munurinn á mótmælum

"Er nú loks að skapast skýr aðgreining á mótmælendum og glæpamönnum í hugum
fólks?" segir Hafsteinn Gunnar Hauksson sem fjallar um mótmæli í pistli á Deiglunni.

Lesa meira


Augun full af ryki og nefið af skít!

"Einn þeirra stjórnmálamanna sem ofangreint á við er Árni Matthisen fjármálaráðherra. Árni hefur ítrekað gerst sekur um umdeild vinnubrögð auk þess sem margir hafa efast um getu hans og þekkingu til að stýra efnahagslífi landsins í skjóli menntunar í dýralækningum," segir Þórður Heiðar Þórarinsson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Ósýnilegur skaðvaldur

"Ofan á kreppu þar sem fjárhagsáhyggjur aukast, lán hækka og greiðslubyrgði eykst er fátt verra en að fá þær fréttir að húsið sé ónýtt, heilsan léleg og að tryggingarnar bæti ekki tjónið. Það er því ekki úr vegi að varpa ljósi á þá ömurlegu staðreynd að þeir sem uppgötva myglusvepp í húsakynnum sínum eiga sér enga von um að fá tjón sitt bætt," segir Kristín María Birgisdóttir í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Njótum vafans

"Nú þegar þrengir að í þjóðarbúinu, hagvöxtur hverfur og fé liggur ekki lengur á lausu eru góðar fréttir vel þegnar. Við þurfum líka að velta fyrir okkur hver á að njóta vafans og hver á að borða hvern," segir Brynjólfur Ægir Sævarsson í pistil á Deiglunni.

Lesa meira 


Stjórnmálamenn og almenningur endurnýja kynnin

"Svokallaðir borgarafundir hafa verið haldnir undanfarnar vikur og meðal annars var blásið til afar fjölmenns fundar í Háskólabíói á dögunum þar sem ríkisstjórn Íslands var boðið. Þótt eitt og annað megi finna að útfærslu fundarins, þá hefur þetta form - milliliðalaus samskipti stjórnmálamanna og almennings - í raun vantað í umræðuna að undanförnu og væri í raun kærkomin viðbót við hefðbundin fjölmiðlaviðtöl og aðrar leiðir sem stjórnmálamenn hafa til að eiga í samskiptum við kjósendur." Árni Helgason fjallar um samskipti stjórnmálamanna og kjósenda í pistli á Deiglunni.

Lesa meira


Íslandsmeistaramótið í feluleik

"Pistill dagsins fjallar um þjóðaríþróttina feluleik. Feluleikur er spilaður þannig að menn keppast við að þykjast ekki sjá, þeir hafa aldrei heyrt af neinu né telja þeir eðlilegt að þeir axli ábyrgð – þeir voru jú alltaf fjarri," segir Ásgeir Helgi Reykfjörð í pistli á Deiglunni.

Lesa meira


Teljum á atkvæði á kjörstað

"Það er auðvelt að fyllast öfund þegar fylgst er með kosningum í stórum löndum eins og Bandaríkjunum þar sem tölulegar niðurstöður hellast yfir áhorfandann og litskrúðug kort með úrslitum úr hverri sýslu fylla sjónvarpskjáinn. Margar ástæður eru fyrir því að telja ætti atkvæði á hverjum kjörstað í stað þess að skutlast með kjörkassa þvers og kruss um landið langt fram á kosninganótt," segir Pawel Bartoszek í pistli á Deiglunni.

Lesa meira


Að skila inn fyrirtækjalyklunum...en smíða fyrst aukalykil

"Sumir íbúðaeigendur hafa nú brugðið á það örþrifaráð að “skila inn lyklunum” því þeir ráða ekki við afborganirnar og eru búnir að tapa eignarhlut sínum. Það er miður og má ekki gerast enda koma slíkir gjörningar líklega verst niður á þeim sjálfum. En það eru fleiri sem þurfa að grípa til þessarra aðferða því margir fyrirtækjaeigendur neyðast nú til að „skila inn fyrirtækjalyklunum“...og þeir óprúttnu smíða fyrst aukalykil og komast inn aftur en láta skattgreiðendur um afborganirnar," segir Davíð Guðjónsson í leiðara dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Mótmælum vér öll?

"Íslendingar hafa í gegnum tíðina ekki verið miklir mótmælendur í sér. Á síðustu mánuðum hefur hinsvegar orðið breyting á. Á hverjum laugardegi hittist fjöldi manns á Austurvelli og mótmælir. Að vísu er ekki alveg skýrt hverju er verið að mótmæla – ríkisstjórninni? Eftirlitsaðilum? Spillingu? Efnahagsástandinu? Það kemur þó ekki að sök; fólk mætir á staðinn með spjöld á lofti og hlýðir á innblásnar ræður. Þá hafa verið haldnir baráttufundir og mótmæli á öðrum tímum og eru þau oft vel sótt."  Katrín Thorsteinsson veltir fyrir sér hvað valdi þessum viðsnúningi í pistli dagsins á Deiglunni.

Lesa meira 


Leitum lausna

"Umræðan í þjóðfélaginu í kjölfar bankahrunsins er átakanlega fátæk af hugmyndum að lausnum til þess að komast út úr núverandi efnahagshremmingum. Mun meiri kraftur virðist fara í neikvæðni , eftirsjá og leit að sökudólgum. Þetta er slæm þróun enda er nauðsynlegt að þjóðin taki á sig rögg og haldi áfram. Hér verður tæpt á nokkrum tillögum sem ríkisstjórnin gæti tekið upp á arma sína." - segir Óli Örn Eiríksson í leiðara á Deiglunni

lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband