Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.3.2009 | 17:16
Breyttar kröfur og nýir tímar
"Það er sláandi að sjá í könnunum síðustu mánaða að langstærstur hluti kjósenda er óákveðinn um val sitt í komandi kosningum. Það er af sem áður var, að fólk kjósi tiltekinn flokk eða stefnu nánast sama hvað á undan er gengið. Þessi aukna gagnrýni kjósenda á menn og málefni er til fyrirmyndar og mun án efa leiða til þess að stjórnmálamenn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir ganga gegn gefnum loforðum sínum enda er nú liðinn sá tími að þingmenn sitji ævilangt eftir að hafa eitt sinn komist á þing." - segir Katrín Thorsteinsson í pistli á Deiglunni
4.3.2009 | 08:13
Hraðkassinn við Austurvöll
"Á undanförnum vikum hefur fjöldi nýrra og afdrifaríkra laga verið samþykktur á Alþingi. Með ólíkindum er hversu litla umræðu sum þessara nýju laga hafa fengið í þingsölum, og svo virðist sem umræðutími hverrar og einnar nýrrar löggjafar sé í öfugu hlutfalli við mikilvægi hennar og áhrif á almenning og atvinnulíf. Öll þessi afdrifaríku lög virðast líka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í innstu kimum ráðuneyta, samin af sérfræðingum, en ekki kjörnum fulltrúum." - segir Þórður Gunnarsson í pistli á Deiglunni
3.3.2009 | 15:44
Snúum orðræðunni við!
"Nú þegar nokkrir mánuðir eru liðnir frá falli bankanna hefur fréttaflutningurinn lítið breyst og sást það ef til vill best í sjónvarpsfréttum RÚV þann 19. febrúar síðastliðinn þar sem fyrsta frétt var kynnt undir yfirskriftinni "Engin framtíð". "Frábært!" hugsaði ég með mér." - segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í pistli á Deiglunni
2.3.2009 | 16:54
Persónukjör og peningar
"Verði hugmynd ríkisstjórnarinnar um persónukjör að lögum vaknar spurningin um hversu miklu frambjóðendur á óröðuðum framboðslista mættu eyða í kynningu og kosningabaráttu. Tæplega er hægt að heimfæra reglur um prófkjör á slíka baráttu og líklega yrði að líta svo á að slík kynningarstarfsemi jafngilti framlagi til viðkomandi flokks og takmarkaðist því við 300 þúsund krónur." - segir Árni Helgason í pistli á Deiglunni
2.3.2009 | 09:25
Frelsið og einstaklingurinn
"Forysta vinstriflokka á Íslandi sá tækifæri í haust þegar bankakerfi þjóðarinnar hrundi og lýsti því yfir að grunnhugsjón Sjálfstæðisflokksins væri gjaldþrota rétt eins og bankarnir." - segir Reynir Jóhannesson í pistli á Deiglunni
1.3.2009 | 19:04
Hvað kosta tillögur Framsóknarmanna?
"Framsóknarmenn eru aftur að reyna að slá sig til riddara með glæfralegum tillögum í húsnæðismálum. Tillögur þeirra fyrir kosningarnar 2003 áttu stóran þátt í því að búa til núverandi húsnæðisvanda. Nú vilja þeir einfaldlega færa húsnæðislán niður hlutfallslega alveg án tillits til greiðslugetu hvers og eins. Tillögur þeirra munu kosta skattgreiðendur mikið fé. Þeir sem vilja hærri skatta ættu að kjósa Framsókn." - segir Jón Steinsson í pistli á Deiglunni
27.2.2009 | 11:50
Eru skuldir heimilanna ofmetnar um 70 milljarða?
"Einn fasteignasali sem pistlahöfundur ræddi við sagðist telja að af 8.000 fasteignum sem væru til sölu væru líklega 7.500 á of háu verði. Þessi sami fasteignasali vildi meina að ekki væri óvarlegt að ætla að raunveruleg lækkun í beinni sölu næmi 25-30% frá toppi fasteignabólunnar" segir Þórður Heiðar Þórarinsson í pistli á Deiglunni
23.2.2009 | 22:36
Ljós í myrkrinu
"Á hverju ári fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Alla jafna eru það tvær fylkingar sem takast þar á, Vaka og Röskva. Það er engin tilviljun að í nýafstöðnum kosningum fyrr í þessum mánuði hafi Vöku verið falið á nýjan leik umboð til að stýra starfi Stúdentaráðs." - segir Helga Lára Haarde í pistli á Deiglunni
19.1.2009 | 09:37
Að fá réttlæti fullnægt
"Þeir sem eitt seinn gengu undir nöfnum á borð við útrásarvíkingar og hetjur ganga nú undir nöfnum eins og fjárglæframenn og óreiðumenn. Reiði og gremja hefur aukist í garð þeirra og þeim er kennt um það sem miður fór, en til hvers ætlast fólk af þeim?" - segir Jan Hermann Erlingsson í pistli á Deiglunni
9.1.2009 | 15:40
Besta sætið á tennisvellinum
"Stundum hafa menn nefnt með fallegu myndmáli að Ísland gæti virkað sem "brú" milli Evrópu og Bandaríkjanna. En ESB og Bandaríkin þurfa ekki sáttasemjara til að miðla málum eða liðka fyrir viðskiptum sín á milli. Brú eru því óheppileg myndlíking. Titill þessa pistils væri öllu nær lagi sem lýsing á stöðu landsins," segir Pawel Bartoszek í pistli á Deiglunni.