Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.3.2009 | 22:18
Fjölskyldan í fyrirrúmi
"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður sögulegur fyrir marga hluta sakir; ný forysta verður valin, flokkurinn mun gera upp fortíðina og skipuleggja endurreisn landsins og taka afstöðu til Evrópumála. Þótt aðrir stórir málaflokkar liggi fyrir landsfundi má ekki gleyma því að heimilin eru griðarstaður hverrar fjölskyldu og hornsteinn samfélagsins og að þeim ber að hlúa og verja með öllum tiltækum og skynsamlegum ráðum." - segir Fanney Birna Jónsdóttir í pistli á Deiglunni
17.3.2009 | 19:34
40 dagar til kosninga
"Prófkjörsúrslit benda til að um helmingur þingmanna komi nýjir inn í næstu kosningum sem er metfjöldi. Þrátt fyrir litla endurnýjun hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík felst ákveðin endurnýjun hjá flokknum í því að framvarðasveitin dregur sig í hlé meðan þingmenn halda velli. En burtséð frá endurnýjun þá er helsta hlutverk allra flokka nú að kynna fyrir kjósendum skýrar leiðir til uppbyggingar." - Sigríður Dögg Guðmundsdóttir í pistli á Deiglunni
11.3.2009 | 17:28
Í engum stígvélum - en ég stend alltaf upp!
"Ísland rann á rassinn síðasta haust, og við höfum staðið í erfiðri (en nauðsynlegri) naflaskoðun síðan. Nú hækkar sól, vorið kemur og Íslendingar fá brátt tækifæri til að velja sér nýja ríkisstjórn. Nú þurfum við að snúa bökum saman og byggja upp nýtt atvinnulíf." - segir Magnús Þór Torfason í pistli á Deiglunni
11.3.2009 | 17:26
Veljum besta fólkið í Suðurkjördæmi
"Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fer fram á laugardaginn, þann 14. mars. Það skiptir miklu máli að þar veljist kraftmikið hugsjónafólk sem hefur kjark til að takast á við þau vandamál sem við okkur blasa. Þess vegna hvet ég sunnlendinga til að kjósa Unni Brá Konráðsdóttur í 2. sæti listans." - segir Brynjólfur Ægir Sævarsson í pistli á Deiglunni
10.3.2009 | 10:13
Þegar Ísland þurfti regnhlíf
"Þegar ég hafði labbað nokkur skref frá járnbrautarstöðinni byrjaði að rigna. Og þetta var engin smá rigning. Sannkölluð miðevrópsk stórdemba sem varað gæti í nokkra kluttutíma. En viti menn, einungis örfáum metrum frá munna ganganna sem tengdu aðallestarstöðina í Kráká við innganginn í gamla bæinn stóð basar sem á stóð skýrum dökkbláum stöfum: REGNHLÍFAR." segir Pawel Bartoszek í pistli á Deiglunni
9.3.2009 | 22:32
Ferskt blóð á vígvöllinn
"Yfir 40% kjósenda undir þrítugu styðja Vinstri-græna. Sjálfstæðisflokkurinn á að geta betur en tapa fylgi ungra kjósenda til fólks sem lagðist gegn bjórsölu og einkarekstri ljósvakamiðla. Það getur þó varla verið að þær hugsjónir sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um séu að glata vinsældum. Frelsi einstaklingsins til að njóta hæfileika sinna og ná árangri á eigin forsendum er eitthvað sem flestir geta sammælst um að standa vörð um. Hver er þá vandi flokksins?" - segir Hafsteinn Gunnar Hauksson í pistli á Deiglunni
9.3.2009 | 13:26
Foreldrajafnrétti tryggt í lögum
"Það er grundvallarkrafa að foreldrajafnrétti sé tryggt í lögum, börnum og foreldrum til hagsbóta. Breyta þarf barnalögum á þann hátt að réttarstaða beggja foreldra og barns sé tryggð eftir skilnað. Lagaumhverfið á ekki að gera upp á milli foreldra og mikilvægt skref í að leiðrétta þá stöðu er að dómarar fái heimild til þess að dæma foreldrum sameiginlega forsjá" - segir Erla Ósk Ásgeirsdóttir í pistli á Deiglunni
7.3.2009 | 17:37
Ráðherrar hætti á þingi
"Þrískipting ríkisvaldsins er einn af hornsteinum lýðræðissamfélagsins og snýr að sjálfstæði löggjafarvaldsins, framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Grundvallarhugsunin á bakvið skiptinguna er einföld; skapa lýðræðislega umgjörð samfélagins til að hámarka réttlæti, árangur og gegnsæi - þegnum landsins til góða. Því miður er staðreyndin sú að ekki er með góðri samvisku hægt að segja að þrískipting ríkisvaldsins hafi verið raunverulega virk á Íslandi." - segir Andri Heiðar Kristinsson í pistli á Deiglunni
6.3.2009 | 09:33
Gefum ungu fólki tækifæri
"Í komandi Alþingiskosningum er gerð mikil krafa um endurnýjun á Alþingi. Þjóðin bindur vonir að með nýju fólki komi nýjar áherslur og ný gildi í þingstörfum sem muni hjálpa íslensku þjóðinni að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem framundan eru. Eftirspurninni fyrir endurnýjun hefur verið svarað með mörgum framboðum frambærilegra einstaklinga í öllum stjórnmálaflokkum. " - segir Jan Hermann Erlingsson í pistli á Deiglunni
5.3.2009 | 18:02
Eru „hressilegar“ skattahækkanir lausnin?
"Efnahagsmálin eru mál málanna í dag. Tekjur ríkisins hafa dregist verulega saman auk þess sem ábyrgðir hafa fallið á ríkissjóð. Ljóst er því að lítið verður til skiptanna úr ríkiskassanum næstu misserin og við því verður að bregðast. Ég met stöðuna svo að fólkið í landinu og fyrirtækin megi ekki við frekari áföllum og tel því að skattahækkanir séu ekki sú leið sem ríkisstjórnin á að grípa til." segir Unnur Brá Konráðsdóttir í pistli á Deiglunni