Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stórfelld kannabisræktun stöðvuð í Seðlabankanum

Flugufótur Deiglunnar fyrstur með fréttirnar af hneykslismáli. „Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fyrir stundu stórfellda kannabisræktun í Seðlabankanum við Kalkofnsveg. Um er að ræða stærstu ræktun sinnar tegundar sem hefur fundist á Íslandi. Alls lagði lögreglan hald á hátt á tíunda þúsund plöntur sem gætu gefið af sér allt að 2000 kg. af "grasi" reglulega eða sem samsvarar um 7 milljörðum að götuverðmæti.

Lesa meira 


Tvær hliðar á ESB-andstöðu II

Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu á sér tvær hliðar, eina ljósa en aðra dekkri. Sú fyrri einkennist af þeirri skoðun að hægt sé að feta í átt til frelsis hraðar og betur en "skriffiskubáknið í Brussel", að í stað þess að læsa sig innan tollamúra ESB verði til dæmis hægt að gera fríverslunarsamninga við flest ríki heims, eða jafnvel hægt að afnema tolla einhliða. Hin hlið andstöðunnar gengur út á úrelda og gamaldags þjóðernishyggju, byggðri á þeirri óþroskuðu lífsskoðun að útlönd og útlendingar vilji okkur illt,“ segir Pawel Bartoszek í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Áætlun sem vinnur gegn sjálfri sér

Fyrr í mánuðinum kynnti félagsmálaráðherra loksins aðgerðaáætlun gegn mansali á Íslandi. Aðgerðaáætlunin er tekin svo til beint upp eftir Norðmönnum, þar sem hún hefur gefið ákaflega góða raun. Heilt á litið er áætlunin mikið framfaraskref í þágu mannréttinda og –virðingar á Íslandi. Hún er þó langt því frá að vera hafin yfir gagnrýni,“ segir Hafsteinn Gunnar Hauksson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Nýsköpun er kaótískt fyrirbæri

Undanfarin misseri hafa orðin nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, sprotafyrirtæki og fleiri sambærileg réttilega verið nefnd til sögunnar í samhengi við endurreisn efnahagslífsins, sköpun nýrra starfa og verðmætasköpun. Það er frábært að þessi mál eigi nú upp á pallborðið í umræðunni, en það er líka ljóst að við þurfum að ganga varlega til skógar því nýsköpun er orðið tískuorð – og við vitum öll hvernig sagan um nýju fötin keisarans endaði!“ segir Andri Heiðar Kristinsson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Stefnuleysi í heilbrigðismálum

Einhver mestu lífsgæði í heimi er ennþá að finna á Íslandi. Á síðasta ári lýsti Forbes tímaritið því til dæmis yfir að Ísland væri heilbrigðasta land í heimi(1). Á meðal vestrænna þjóða eru lífslíkur hér hvað hæstar (81 ár), og það sem meira er, lifir fólk hér við góða heilsu lengst af (Healthy life expectancy) eða til 73 ára aldurs að meðaltali. Ungbarnadauði mælist nær hvergi minni í heiminum(2). Íslendingar standa framar jafnvel nágrönnum sínum í Skandinavíu varðandi ákveðnar tegundir sykursýki(3),“ segir Óli Örn Eiríksson í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Loftbólustjórnmál

Félagsmálaráðherra kynnti á dögunum aðgerðaáætlun gegn mansali. Í henni er lagt til grundvallar að alþjóðlegir samningar þessu lútandi sem íslensk stjórnvöld hafa undirritað verði fullgiltir og ráðist verði í aðgerðir til að framfylgja efni þeirra,“ segir Fanney Birna  Jónsdóttir í pistli á Deiglunni.

Lesa meira 


Að þykjast gefa þeim fátæku, en gefa í raun þeim ríku

"Ókeypis peningar eru alltaf freistandi, og það sama á við um skuldaaflausnina sem Tryggvi Þór Herbertsson boðar þessa dagana. Það er skiljanlegt að þau 1-2% landsmanna sem skulda yfir 50 milljónir króna hugsi sér gott til glóðarinnar. En hvers vegna skyldu venjuleg heimili vera hrifin af hugmyndinni? Sennilegasta skýringin er sú að almenningur átti sig ekki á því að 20% flöt skuldaafskrift er umfangsmikil eignatilfærsla frá venjulegu fólki til efnaðra stórskuldara." segir Magnús Þór Torfason í pistli á Deiglunni

lesa meira


Bankaleynd

"BANKALEYND hefur þann tilgang að koma í veg fyrir að upplýsingar um einkamálefni aðila séu borin á torg. Bankaleynd er hins vegar hvorki ætlað að koma í veg fyrir eftirlit á fjármálamarkaði né vera skálkaskjól fyrir lögbrjóta. Íslensk lög gera beinlínis ráð fyrir því að til þess bærir aðilar hafi greiðan aðgang að öllum upplýsingum banka sem þeim er nauðsynlegt að hafa til að meta áhættu þeirra og umsvif. Þá geyma íslensk lög fjölmörg ákvæði sem tryggja rannsóknaraðilum aðgang að nauðsynlegum gögnum ef grunur leikur á um refsiverða háttsemi. Séu rannsóknarúrræði ekki fullnægjandi er sjálfsagt að bæta úr því" - segir Ásgeir Helgi Reykfjörð í pistli á Deiglunni

lesa meira


Sveitarstjórnir verði virkari í efnahagsstjórn landsins

"Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um óábyrga fjármálastefnu sveitarfélaganna í góðærinu og er vissulega hægt að taka undir að víða hafi verið gengið of langt en þó ber að varast alhæfingar í því efni. En hver ættu markmið sveitarstjórna þar sem sjálfstæðisstefnan er leiðarljósið að vera?" - segir Unnur Brá Konráðsdóttir í pistli á Deiglunni

lesa meira


Endurreisn og nýting náttúruauðlinda

"Ég man eftir ritröð sem afi minn heitinn átti og mér þótti merkileg. Í bókunum var að finna frásagnir af íslenskum sjómönnum sem lent höfðu í sjávarháska. Þegar allar bjargir sýndust bannaðar sýndu menn af sér þrautseigju og æðruleysi og skildi það á milli feigs og ófeigs. Mér þótti titill bókanna alltaf merkilegur og lýsa efni þeirra í hnotskurn – Þrautgóðir á raunarstund" - segir Borgar Þór Einarsson í pistli á Deiglunni

lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband