Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.6.2009 | 11:06
Íslenskir kjósendur ráða litlu
Pawel Bartoszek skrifar: Einn mælikvarði á lýðræðislegra skilvirkni á stjórnmálakerfa ríkja er hve algengt það sé að kjósendum takist að koma sitjandi valdhöfum frá í kosningum. Skemst er frá því að segja að Ísland skorar ekki hátt á þeim mælikvarða. Það oftast íslenskir stjórnmálamenn en ekki kjósendur sem taka ákvörðun um að fella ríkisstjórnir eða koma þeim til valda.
29.5.2009 | 09:17
Góða ferð!
"Síðustu daga hefur veðrið leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins og ungir sem aldnir hafa flykkst í Nauthólsvík og á Austurvöll til að njóta blíðunnar. Sólardagarnir eru svo sannarlega kærkomnir því þrátt fyrir að veturinn hafi ekki verið sem verstur með tilliti til snjóþunga og kulda, var hann mörgum erfiður vegna bankahrunsins." segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
28.5.2009 | 09:43
Hugsanaskattur
"Vinstri stjórnin hefur nú verið við völd í um 120 daga. Fyrir utan augljósa vangetu til að takast á við aðsteðjandi, gríðarstór vandamál hefur henni á þessum tíma tekist að sýna sitt rétta andlit og minna þannig Íslendinga á af hverju þessum sósíalísku reynsluboltum var ítrekað synjað um að fara með stjórn landsins í hartnær tvo áratugi." segir Fanney Birna Jónsdóttir í pistli dagsins á Deiglunni.
27.5.2009 | 11:15
Fjárlagahallinn er nú meiri kallinn
"Ef íslenska þjóðarbúið á að eiga sér viðreisnar von á næstu árum er algert lykilatriði að stjórnvöld líti á ríkisfjármálin með raunhæfum hætti og taki upp niðurskurðarhnífinn. Kynjuð hagstjórn mun því miður ekki duga ein og sér til að loka fjárlagagatinu." segir Þórður Gunnarsson í pistli dagsins á Deiglunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook
26.5.2009 | 15:18
Verjum það nauðsynlega - skerum niður munaðinn
"Stjórnvöld á Íslandi standa nú frammi fyrir því að þurfa að skera umtalsvert niður af fjárlögum ríkisins. Sama verkefni blasir við sveitarstjórnum um allt land. Hingað til hafa fáar gagnlegar hugmyndir komið fram nema hvað allir virðast nokkurn veginn sammála um að það þurfi að finna lausnir. Það er hins vegar sjaldgæfara að finna fyrir nokkurn mann sem þorir að leggja þessar lausnir til, enda er það ljóst að allar breytingar í ríkisrekstrinum munu vekja upp hörð viðbrögð." segir Þórlindur Kjartansson í pistli dagsins á Deiglunni.
25.5.2009 | 13:12
Ekki vegna heldur þrátt fyrir
Hvaða þjóðþrifamálum hefur ríkisstjórnin komið til leiðar? "Útvöldum ríkislistamönnum hefur verið tryggð framfærsla, líffæragjafar hafa einnig fengið fjárhagsaðstoð, bann hefur verið lagt við kaupum á vændi og bannað hefur verið að flengja börn. Frá því að Alþýðulýðveldið var sett á stofn 1. febrúar 2009 hefur íslenska krónan fallið um 20% og stýrivextir lækkað mun hægar en fyrirséð var um áramót. Þá hafa hugmyndir um hækkun skatta og þjóðnýtingu einstakra atvinnugreina og náttúruauðlinda verið ofarlega á blaði."
Borgars Þór Einarsson fjallar um brýnustu verkefni ríkisstjórnarinnar í pistli á Deigluni í dag.
19.5.2009 | 16:17
Friðlýsingahugmyndir stangast á við hafréttarsamning SÞ
Deiglan vill vekja athygli á ítarlegri grein Bjarna Más Magnússonar, Deiglupenna og eins fremsta þjóðréttarsérfræðings Íslands, á Deiglunni í dag þar sem vikið er að nokkrum atriðum í framvarpinu um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnavopnum.
Bjarni segir meðal annars í pistli sínum að Íslenska ríkið hafi ekki málefnalega lögsögu yfir siglingum í sjálfu sér í efnahagslögsögunni samkvæmt hafréttarsamningnum. Í þessu samhengi skiptir engu hvort skip sé vopnað kjarnorkuvopnum eða flytji þau.
Hægt er að lesa allan pistilinn á Deiglunni.
Friðlýsingahugmyndir stangast á við hafréttarsamning SÞ
11.5.2009 | 16:55
Einyrkjar undir eftirliti
Þessa dagana stendur upp úr hverjum einasta stjórnmálamanni hve mikla áherlsu hann leggi á nýsköpun og hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, eins og það er kallað. Þetta er vitaskuld gott og blessað og þessi fyrirtæki munu leika lykilhlutverk í hagkerfinu til framtíðar.
Ítarleg umfjöllun á Deiglunni í dag um Einyrkja undir eftirliti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.5.2009 kl. 12:16 | Slóð | Facebook
7.5.2009 | 18:16
Hún fyrnir hann... hún fyrnir hann ekki... hún fyrnir hann...
Fréttir af örlögum fyrningarleiðarinnar í stjórnarmyndun vinstristjórnarinnar hafa verið misvísandi en forsætisráðherra fullyrti í gær að þessi leið yrði farin. Henni er ætlað að vinda ofan af því sem sumir telja óréttláta úthlutun kvótans upphaflega en aðrir telja að hafi verið skynsamlegt fyrirkomulag. Ljóst er að svo róttæk aðgerð mun setja útgerðarfyrirtæki í mikinn vanda og gæti leitt til mikilla afskrifta í bankakerfinu. Lesa áfram...
Svona hefst yfirgripsmikil umfjöllun Deiglunnar á fyrningarleiðinni svokölluðu en stjórnarflokkarnir Samfylking og Vinstri grænir hafa samhljóða stefnu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook
3.4.2009 | 13:39
Að taka slaginn en forðast stríðið
Við upplifum örlagatíma í sögu þjóðarinnar. Ástandið er ekki litað of dramatískum litum með slíku orðavali síður en svo. Hvernig til tekst við þau verkefni sem brýnust eru í dag ræður nokkuð miklu um hag og lífskjör þjóðarinnar til framtíðar litið, segir Gunnar Ragnar Jónsson í pistli dagsins á Deiglunni.