Bætur og bölsýni

"Nú er tekið að vora, fuglarnir syngja, snjóa leysir og allt er í rjúkandi rúst. Á þessum tíma árs er vorfiðringurinn farinn að kitla flesta, við horfum til sumarsins með tilhlökkun og eftirvæntingu, ef ekki væri fyrir helvítis ástandið – þyngslin sem sliga sálina, áhyggjur af reikningum, afborgunum, skuldum, framtíðinni. Svartar horfurnar kæla sálina og bæla væntingar, við tökum einn dag í einu eins og alkóhólistarnir, meikum ekki að horfa lengra fram í framtíðina en í næstu viku, því að það sem bíður handan við hornið er mjög líklega verra en nútíminn." - skrifar Guðrún Sóley Gestsdóttir

lesa meira

 


Af staðgöngumæðrun, siðferði og mögulegu vændi

"Árið 2007 auglýsti íslenskt par eftir staðgöngumóður í Morgunblaðinu. Vakti auglýsingin talsverða umræðu í þjóðfélaginu en þar sem lög um tæknifrjóvganir heimila ekki staðgöngumæðrun á Íslandi var ætlunin að framkvæma aðgerðina erlendis. Nú, þremur árum síðar, hefur sama umræða skotið aftur upp kollinum í kjölfar áfangaskýrslu sem lögð var fyrir heilbrigðisráðherra á dögunum um staðgöngumæðrun á Íslandi. Með skýrslunni var ætlunin að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og skapa grunn upplýstrar umræðu áður en ákveðið yrði hvort slíkt fyrirkomulag skyldi leyft á Íslandi." - skrifar Hildur Björnsdóttir

lesa meira


Fyrst nei og svo ný ríkisstjórn

"Á Íslandi situr ríkisstjórn. Punktur. Það er ekki hægt að segja neitt annað um núverandi ríkisstjórn. Forsætisráðherra situr heima og fjármálaráðherra situr í súpunni." - skrifar Borgar Þór Einarsson

lesa meira


"Það er að koma stríð!"

Það er ekki augljóst að það sé endilega farsælt til lengdar að grundvalla landbúnaðarstefnu á því að kjarnorkustyrjöld sé á leiðinni og að tryggja þurfi nægan mat handa öllum þegar til hennar komi. En jafnvel ef við lítum svo á að það sé göfugt markmið að hafa næga innlenda matvöru á ófriðartímum, og þar með að tryggja margrætt matvælaöryggi, þá er hæpið að núverandi landbúnaðarkerfi fullnægi þeim kröfum vel - skrifar Pawel Bartoszek,

lesa meira


Til lítils unnið ef skilaboðin ná ekki í gegn

"Mönnum hefur hlaupið mikið kapp í kinn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn og nú á aldeilis að sýna Bretum í tvo heimana. Um það er ekkert nema gott að segja, nema hvað að það kann að vera til lítils að synja lögunum staðfestingar með afgerandi hætti ef jafnóhönduglega mun takast til við túlkun málsins út á við og raunin hefur verið hingað til þegar reynt hefur á ríkisstjórnina og stjórnvöld." - skrifar Árni Helgason

lesa meira


Rannsóknarnefnd Nasa

"Íslendingar bíða nú langeygir eftir að fá í hendurnar brakandi ferskt eintak af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Rannsóknarnefndin vinnur nú hörðum höndum að því að leggja lokahönd á skýrslu sem ætlað er að: „leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“." - skrifar Óli Örn Eiríksson

lesa meira


Rétt eða röng fjárfesting

"Árið 2008 þurfti ríkisstjórn Bandríkjanna að bjarga tryggingarrisanum AIG frá gjaldþroti. Fyrirtækið var orðið næstum þurrt af lausafé vega fjárfestinga í skuldavafningum. Í eðlilegu hagkerfi hefði fyrirtæki sem þetta átt að fara á hausinn en á þessum tíma var það ekki hægt. AIG tryggði til að mynda olíuflutninga til Bandaríkjanna og ef þeir hefðu stöðvast er óvíst hvað hefði getað gerst. Tryggingafélagið var því orðið svo stórt að það hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi heimsins ef það hefði orðið gjaldþrota. En hvers vegna átti þetta sér stað og er einhver leið til að forðast það?" - skrifar Einar Leif Nielsen

lesa meira


Er Ísland einstakt ?

"Það er margt sem gerir Ísland einstakt og mikið af því er erfitt að uppgötva fyrr en flutt er til annars lands. Augljósu hlutirnir eins og myrku veturnir, björtu sumrin, hreina vatnið beint úr krananum, náttúrufegurðin og svo lengi mætti telja verða enn einstakari þegar þeir eru ekki innan handar í daglegu lífi. Í viðbót eru svo ótrúlegustu litlir hlutir sem eru svo sjálfsagðir að þeir uppgötvast ekki fyrr en úr fjarlægð." - skrifar Erla Margrét Gunnarsdóttir

lesa meira


Framtíðarsýn Gísla Marteins

"Fyrir skömmu kynnti borgarfulltrúinn og hinn nýbakaði borgarfræðingur frá Edinborg, Gísli Marteinn, framtíðarsýn fyrir Reykjavík og þróun hennar næstu áratugina. Svo mikla athygli hlutu kynningar hans á efninu að fullt var út úr húsi í ófá skipti. En hve mikið vit er í henni?" - skrifar Samúel T. Pétursson

lesa meira


Fjárhættuspil á Íslandi?

"Undanfarin ár hefur umræðan um fjárhættuspil á Íslandi aukist. Áhugi Íslendinga á pókerspili sem kallast Texas Holdem hefur aukist til muna. Fjölmargar verslanir selja póker töskur, fjölmörg pókermót hafa verið haldin hér á landi og íslenskar sjónvarpsstöðvar hafa keypt sýningarrétt af vinsælu póker sjónvarpsefni." - skrifar Kristján Freyr Kristjánsson

lesa meira


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband