24.2.2010 | 10:30
Þegar ákvörðunarvald er tekið frá sjálfstæðri þjóð
"Ein af ótrúlegustu fréttafyrirsögnum sem höfundur hefur séð á hinni virtu vefsíðu visir.is var hin háfleyga fyrirsögn Evrópusambandið flengir Grikki". Það er ekki oft sem visir.is kemur með neikvæðar tilkynningar um ESB og því vakti athygli hin harða áhersla á þá staðreynd að ESB tók hreint og beint ákvörðunarvaldið af einu af sambandsríki sínu." - skrifar Hallgrímur Viðar Arnarson
23.2.2010 | 22:14
Hverjum þykir sinn fugl fagur
"Nú þegar sveitastjórnarkosningar nálgast og prófkjör stjórnmálaflokkanna eru farin á fullt, er gósentíð hjá áhugamönnum um félagssálfræði og mannlega hegðun almennt. Í prófkjörum skiptast á skin og skúrir líkt og í öðrum kapphlaupum. Þegar úrslit liggja fyrir keppast stjórnmálamenn við að lofsyngja góða frammistöðu sína eða finna ótrúlegustu útskýringar á slæmu gengi. Þessi hegðun stjórnmálamanna er gott dæmi um hugsanavillur, sem allir beita til að sjá heiminn eins og við viljum sjá hann." - skrifar Helga Lára Haarde
22.2.2010 | 11:33
Ég vaknaði ekki of seint. Dagurinn byrjaði of snemma.
"Klukkan á Íslandi er snarvitlaus og heldur því fram að hádegi sé einum og hálfum klukkutíma áður en sólin er hæst á lofti. Þetta þýðir að þeir sem fara á fætur klukkan sjö á Íslandi eru í raun að rífa sig upp klukkan hálfsex. Er ekki til nóg óréttlæti í heiminum án þess að Ísendingum sé boðið upp á þetta rugl?" - skrifar Þórlindur Kjartansson
21.2.2010 | 16:42
Sá mælikvarði ESB sem við vildum ekki ná
"Atvinnuleysi á Íslandi mælist nú 9% sem jafngildir því að rétt tæplega 15. þúsund manns séu án atvinnu, en til samanburðar þá voru atvinnulausir í september 2008 um 2500 manns. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að staða fjölmargra fjölskyldna í landinu hefur gjörbreyst til hins verra á síðastliðnum tveimur árum. Úrræðin til þess að aðstoða fólk við að komast aftur út á vinnumarkaðinn virðast því miður ekki vera að virka sem skildi. Reglugerð um vinnumarkaðsaðgerðir fyrir atvinnulausa þar sem atvinnulausum býðst meðal annars starfsþjálfun, starfsendurhæfing, aðgangur að tilteknu námi og margt fleira virðist ekki vera að reynast atvinnulausum eins vel og við mátti búast en samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins, Atvinna fyrir alla, þá tóku einvörðungu 8% þátt í vinnumarkaðsaðgerðunum sem sem gefur skýra vísbendingu um að endurskoða þurfi að nýju þær vinnumarkaðsaðgerðir sem í boði eru." - skrifar Erla Ósk Ásgeirsdóttir
19.2.2010 | 08:22
Íranska sprengjan
"Sú aðgerð að reyna að einangra Teheran til að koma í veg fyrir kjarnorkuvopnaeign landsins gæti þó reynst of seinvirk. En samkvæmt upplýsingum frá Íran er þróun á auðguðu úrani mun lengra á veg komin en óttast var, jafnvel of langt til að tími gefist til að komast í veg fyrir hana með alþjóðlegum þrýstingi. Áfram stendur þó umheimurinn frammi fyrir tveimur valkostum, Íran með kjarnavopnum og Íran án kjarnavopna. Hvorug niðurstaðan verður einföld, en önnur er óhugsandi." - skrifar Vignir Hafþórsson
18.2.2010 | 14:09
Þegar íslensk lágmenning bjargaði deginum
"Það kom mér nokkuð á óvart þegar ég settist niður til að horfa á fréttatíma Stöðvar 2 á mánudagskvöldið, að fyrsta frétt snerist ekki um Icesave, ríkisstjórnina eða bankamál almennt. Eins og flestir vita líklega nú þegar að þá var þar skýrt frá faglegum ágreiningi tveggja herramanna sem ganga undir nöfnunum Blaz Roca og Móri." - skrifar Hannes Rúnar Hannesson
16.2.2010 | 23:19
Þegar rafstuð verður að rafmagnsstól
"Tímabundin gjaldeyrishöft geta reynst þjóðum í neyð ágætlega, rétt eins læknar gefa sjúklingum í hjartastoppi stundum raflost til að bjarga lífi þeirra. En enginn læknir fengi að starfa lengi ef hann héldi áfram að gefa sjúklingum sínum raflost með reglulegu millibili eftir að þeir eru komnir úr lífshættu. Hagkerfið þurfti hugsanlega á rafstuði að halda fyrir einu og hálfu ári, en við megum ekki leyfa því að breytast í rafmagnsstól" - skrifar Hafsteinn Gunnar Hauksson
16.2.2010 | 16:31
Þvílík sóun
"Það er ekki oft sem ég rekst á ríkisútgjöld sem mér finnst algjör sóun og finn ekki nokkra mögulega réttlætingu á. Tugþúsunda ávísunin sem ég fékk senda í pósti frá ríkissjóði um daginn hlýtur þó að falla í þann flokk." - skrifar Katrín Helga Hallgrímsdóttir
15.2.2010 | 13:28
Fyrningarleiðin: vanhugsuð og hættuleg
"Fólk má ekki gleyma því að sjávarútvegurinn er atvinnugrein og rétt eins og í öðrum atvinnugreinum þá fylgja ákveðnar skuldir og fjárfestingar, meðal annars í fullkomnari skipum og kaupum á kvóta. Þessi fyrirtæki er að mestu vel rekin fyrirtæki og greiða sínar skuldir en mætti segja sama um fyrirtæki í öðrum rekstri á Íslandi? Hvers hagur er það að steypa þessum fyrirtækjum í þrot? Skuldirnar falla þá á alla landsmenn og margra ára uppbygging í sjávarútvegi fer fyrir lítið." - skrifar Borgþór Ásgeirsson
15.2.2010 | 10:48
10 milljarða iðnaður á Íslandi sem fer vaxandi
"Tölvuleikjaiðnaðurinn er vaxandi grein á Íslandi. Stofnuð voru samtök á síðasta ári meðal tölvuleikjaframleiðenda á Íslandi sem heita Icelandic Gaming industry. Þar eiga 8 fyrirtæki sæti sem samtals velta um 10 milljörðum króna á ári, en þess ber að geta að velta CCP er þar af um 7 milljarðar. Innan þessara fyrirtækja starfa í kringum 350 starfsmenn á Íslandi og gert er ráð fyrir að starfsmannafjöldinn muni þrefaldast á næstu fimm árum og þá væntanlega tekjurnar líka." - skrifar Erla Ósk Ásgeirsdóttir