Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.4.2010 | 22:26
Uppgjör og ábyrgð
"Útgáfa skýrslu þremenninganna í Rannsóknarnefnd Alþingis og siðfræðihópsins svokallaða eru mikilvæg tímamót fyrir Íslendinga. Hún er í senn ákveðinn endapunktur á því efnahagslega hruni sem dundi yfir Ísland haustið 2008 og upphafið að því uppgjöri sem fram þarf að fara vegna hrunsins" - skrifar Ritstjórn Deiglunnar
25.4.2010 | 22:24
Er ritskoðun framtíðin?
"Undanfarið hefur ritskoðun kínversku ríkisstjórnarinnar á leitarvélinni Google verið til umræðu. Google risinn reis upp og neitaði að taka þátt í ritskoðun kínversku ríkisstjórnarinnar á netinu og var kínverska ríkisstjórnin langt frá því að vera sátt með viðbrögðin. Nú er svo komið að Kínverjar hafa meira að segja bannað alla jákvæða umræðu um Google. Sem Íslendingur getur verið erfitt að ímynda sér ritskoðun, en í samanburði við margar aðrar þjóðir búum við við ákaflega ríka mannréttindavernd" - skrifar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir
13.4.2010 | 15:36
Lamandi afleiðingar Íraksstríðsins
"Nýlega birtist myndband frá samtökunum Wikileaks sem sýnir viðurstyggilega framgöngu bandarískra hermanna í Írak. Myndbandið er því miður ekki einsdæmi þegar kemur að óskiljanlegum grimmdarverkum bandarískra hermanna í landinu en ber þar helst að nefna Abu Ghraib fangelsið alræmda, en þaðan birtust myndir af hermönnum að niðurlægja og pynta íraska fanga." - skrifar Vignir Örn Hafþórsson
11.4.2010 | 21:57
Bestu skilaboðin
"Nýtt framboð, Besti flokkurinn, hefur litið dagsins ljós og ætlar að bjóða fram lista í Borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. Samkvæmt skoðanakönnunum næði þessi nýi flokkur undir forystu Jóns Gnarrs inn tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði nú. Á sama tíma og hægt er að hafa mjög gaman að þessu framboði sem slíku er ljóst að Besti flokkurinn flytur skýr skilaboð til annarra stjórnmálaflokka." - skrifar Andri Heiðar Kristinsson
8.4.2010 | 09:24
Sjaldan er annar fullkominn hálfviti þegar tveir deila
"Skynsamleg hagstjórn í alvarlegri niðursveiflu felst ekki í skattahækkunum sem letja bæði neyslu og fjárfestingu. Þetta hljóta ráðherrar ríkisstjórnarinnar að vita, en hafa samt valið að fara einmitt slíka leið. Skýringin felst líklegast í himinháum skuldum hins opinbera sem setja hagstjórninni verulegar hömlur. En skuldirnar eru ekki nema að hluta til komnar vegna hallareksturs ríkissjóðs. Hvað eru þá skattahækkanirnar á þjóðina að fjármagna? Svarið við þessu, og miklu fleira, í pistli dagsins." - skrifar Hafsteinn Gunnar Hauksson
7.4.2010 | 13:53
Vinsælasta stúlkan
"Málaflokkurinn jafnrétti er eins og sjóðandi heit kartafla, sem enginn kærir sig um að halda á lofti lengur en fáeinar sekúndur af ótta við að skaðbrenna sig. Af einhverjum óskiljanlegum orsökum virðist þessi kartafla vera mun heitari í höndum Sjálfstæðismanna, og alveg sjóðandi í höndum kvenna innan flokksins. Jafnréttisstefnu skilgreini ég á þá vegu að hún geri okkur kleift að skapa ástand þar sem einstaklingar eru metnir eftir hæfni, ekki kyni. Að metnaður og dugnaður komi fólki nær takmarki sínu og að kyn þeirra þurfi ekki að spila þar inn í." - skrifar Guðrún Sóley Gestsdóttir
6.4.2010 | 09:58
Málefnaumræða á lægra plani
"Í dag er merkilegt að heyra hvernig samfélagsumræðan er að þróast. Það virðist vera eins og allt hið besta komi frá Íslandi og allt hið slæma komi frá útlöndum. Menn keppast við að segja frá vondum aðkomumönnum sem eiga sér þó ósk heitasta að gleypa land og þjóð í einum bita. Þetta getur ekki verið satt, er það? Allir hljóta gera sér grein fyrir að þetta séu öfgar og þeim bera að taka með ákveðnum fyrirvara. Oft er um að ræða skoðanir fólks sem hefur önnur markmið að vettugi eins og til dæmis andstæðingar Evrópusambandsins. Menn reyna þá að mála skrattann á vegginn í von um að hræða þjóðina frá ákvörðun sem þeir telja slæma. En hverjar eru afleiðingar þess?" - skrifar Einar Leif Nielsen
5.4.2010 | 20:00
Draumur um Hróarskeldu
"Það er erfitt að reyna að lýsa þeirri upplifun og þeirri tilfinningu að vera staddur á Hróarskeldu. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna fólk fer til að byrja með eru misjafnar en flestir sem eru að fara í annað, þriðja, já eða tíunda skiptið hafa sömu sögu að segja: það er bara eitthvað við stemminguna, andrúmsloftið og fólkið. " - skrifar Sandra Hlín Guðmundsdóttir
2.4.2010 | 15:53
Draumaskattkerfið
"Skattakerfið okkar er mörgum ofarlega í huga þessa dagana, sérstakalega þar sem þegar landsmenn eru nú í óðaönn að skila framtölum sínum til ríkisskattstjóra. Mörgum finnst kerfið okkar flókið og ógagnsætt og ekki bættu þær breytingar sem gerðar voru á því um síðustu áramót úr skák." - skrifar Jóhann Már Helgason
2.4.2010 | 14:33
Í landi andstæðna
"Brasilía er flestum Íslendingum kunn fyrir fótbolta, karnival og sem sumarleyfisstaður þjóðþekktra Íslendinga. Landið er það stærsta í Suður-Ameríku, og einnig það fjölmennasta, þrátt fyrir að stór hluti landsins tilheyri hinum stjrálbýla Amazon-regnskógi." - skrifar Sunna Kristín Hilmarsdóttir