30.10.2009 | 17:55
LÍN
Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifar: "Margir Íslendingar eiga það sameiginlegt að hafa leitað á náðir
Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) í gegnum tíðina til þess að
framfleyta sér meðan þeir hafa gengið menntaveginn. Hluti þeirra hafa
vafalaust á einhverjum tímapunkti þurft að hafa samskipti við LÍN og
því miður heyrast yfirleitt frekar slæmar sögur en góðar af slíkum
samskiptum. Greinahöfundur er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem
hafa þurft að nýta sér þjónustu LÍN í gegnum árin, fyrst þegar
undirrituð stundaði nám á Íslandi fyrir nokkrum árum og nú við nám
erlendis. Fyrri reynsla af samskiptum við LÍN var öll til fyrirmyndar,
enda engin vandamál sem komu upp. Nú hef ég því miður allt annað en
góða sögu að segja frá liðsemi LÍN. Fyrir næstum fjórum árum
útskrifaðist ég sem byggingartæknifræðingur og hef síðan þá unnið í
byggingarbransanum. Eins og flestir vita var meira en nóg að gera í
þeim geira, þar til fyrir rétt um ári síðan. Þessar nýju aðstæður
hvöttu til að skoða möguleikann að hefja nám að nýju, nú er ég í
mastersnámi í Þýskalandi."
Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) í gegnum tíðina til þess að
framfleyta sér meðan þeir hafa gengið menntaveginn. Hluti þeirra hafa
vafalaust á einhverjum tímapunkti þurft að hafa samskipti við LÍN og
því miður heyrast yfirleitt frekar slæmar sögur en góðar af slíkum
samskiptum. Greinahöfundur er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem
hafa þurft að nýta sér þjónustu LÍN í gegnum árin, fyrst þegar
undirrituð stundaði nám á Íslandi fyrir nokkrum árum og nú við nám
erlendis. Fyrri reynsla af samskiptum við LÍN var öll til fyrirmyndar,
enda engin vandamál sem komu upp. Nú hef ég því miður allt annað en
góða sögu að segja frá liðsemi LÍN. Fyrir næstum fjórum árum
útskrifaðist ég sem byggingartæknifræðingur og hef síðan þá unnið í
byggingarbransanum. Eins og flestir vita var meira en nóg að gera í
þeim geira, þar til fyrir rétt um ári síðan. Þessar nýju aðstæður
hvöttu til að skoða möguleikann að hefja nám að nýju, nú er ég í
mastersnámi í Þýskalandi."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook