Í fjölmiðlafrumvarpi er þetta helst

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar:  "Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur kynnt nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga sem áætlað er að leggja fram í næsta mánuði. Í auglýsingu á vef Menntamálaráðuneytisins kemur fram að "Með frumvarpinu [sé] stefnt að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra“.

Þó vissulega sé verið að steypa fleiri en einum lagabálki saman í einn þá er slík yfirlýsing náttúrulega dálitlar ýkjur í ljósi þess að ekki er einu orði minnst á umdeildasta atriðið sem snýr að fjölmiðlum og tengist hámarki á eignarhaldi þeirra. Það er ljóst að menntamálaráðherra hefur ekki nýtt síðustu fimm ár til að móta sér stefnu í því máli því hún hefur ákveðið að setja saman starfshóp sem á að skoða samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og skila á af sér áliti í vor."  Lesa pistil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband