24.9.2009 | 11:41
Risavaxin verkefni framundan
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar: Það er stór helgi framundan hjá ungum sjálfstæðismönnum um land allt, en þá fer fram landsþing SUS á Ísafirði. Á þinginu ákveðum við ungir sjálfstæðismenn í hvaða anda við viljum starfa til næstu tveggja ára, en líklegast eru fá tímabil lýðveldissögunnar sem munu reynast okkur jafn afdrifarík og það sem senn fer í hönd. Það er því sannkallað gleðiefni að sjá hversu öflugu málefnastarfi SUS hefur staðið fyrir í aðdraganda þingsins og ljóst að innlegg sambandsins í þjóðmálaumræðuna verður í senn uppbyggilegt og gagnrýnið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook