12.9.2009 | 13:59
Hvað er að gerast í bönkunum?
Jón Steinsson skrifar: Af og til eru fluttar fréttir af áformum bankanna um að fella niður skuldir fyrrum stóreignamanna og fyrirtækja þeim tengdum. Viðbrögð almennings láta ekki á sér standa. Og sem betur fer hafa þessi viðbrögð í einhverjum tilfellum haft þau áhrif að betur hefur farið en á horfði. En hversu mörg slík mál ætli nái fram að ganga án þess að fjölmiðlar komist á snoðir um þau fyrr en það er um seinan?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook