10.9.2009 | 10:08
Troðfullur varamannabekkur
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar: Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, flutti í vikunni áhugaverða frétt í kvöldfréttum Sjónvarps. Þar gagnrýndi hann harkalega ákvörðun Samtaka verslunar og þjónustu að setja einn fyrrverandi stjórnarmanna í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Það má færa rök fyrir því að það sem seinna kemur í frétt Kristins sé varhugavert og má spyrja sig hvort þarna hafi fréttamaðurinn notast við þau faglegu vinnubrögð sem ætlast er til af honum sem boðberi fréttaefnis til almennings.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook