9.9.2009 | 11:53
Hryðjuverk, vinir og viðskipti
Helga Lára Haarde skrifar: Gordon Brown hefur áskotnast sá vafasami heiður að beita umdeildum hryðjuverkalögum, sem ganga óeðlilega langt inn á persónulegt frelsi borgaranna, á mjög lúalegan hátt gegn vopnlausri vinaþjóð, Íslandi. Nú hefur hann bætt um betur og frelsað raunverulegan hryðjuverkamann úr fangelsi til að liðka fyrir olíuviðskiptum við Líbýu. Hver næstu skref hans í baráttunni við hryðjuverk verða hefur pistlahöfundur ekki ímyndunarafl til að spá fyrir um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook