16.7.2009 | 11:28
Ríkisstjórn hinna klofnu heilahvela
Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar: Það er runninn upp örlagadagur í sögu Íslands. Útlit er fyrir að í dag munu 0.01% þjóðarinnar telja sig færa um að hafa vit fyrir okkur hinum og ákveða að sækja um aðild að tollabandalagi Evrópu.
Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin þjáist af heilaklofnun á háu stigi með tilheyrandi einkennum þar sem heilahvel tilfinninganna gerir nákvæmlega það sem því sýnist án samráðs við heilahvel rökhugsunar. Tillaga Sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu er eina rökrétta leiðin til að forða krónísku meini frá því að sundra þjóðinni algjörlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook