16.7.2009 | 10:30
Krónan og evran
Páll Heimisson skrifar: Íslenzka krónan er dauð! Á síðustu 18 mánuðum hefur gjaldmiðill Íslendinga tapað 80% af verðgildi sínu og er leitun að gjaldmiðli vestræns ríkis sem hefur orðið svo illa úti. Skýringa á því hvers vegna svo illa er komið fyrir krónunni má leita víða en í kosningabaráttu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar mátti skilja sem svo að orsakirnar mætti finna í þáverandi seðlabankastjóra og stefnu ríkisins í peningamálum. Allt kapp skyldi lagt á að skipta um manninn í brúnni og þá færi vorið að breiðast yfir peningamarkaðinn. Síðan yrði skipuð nefnd peningasérfræðinga til að búa til nýja peningastefnu, gengið í Evrópusambandið og að síðustu yrði tekin upp evra. Við inngönguna í ESB myndum við tengja íslenzku krónuna strax við evruna þangað til við gætum tekið hana upp, sem gæti tekið eitthvað örlítið lengri tíma. Þetta var held ég í stuttu máli leikjafræðin. Kíkjum á árangurinn og hvernig næstu skref gætu þróast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook