29.6.2009 | 10:38
Norrænt velferðarsamfélag?
Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ráðherrum og stjórnarliðum orðið tíðrætt um hið norræna velferðarsamfélag sem þeir vilja byggja hér upp. Mörgum líst eflaust vel á og þar með talið undirritaðri sem lengi hefur verið ákaflega hrifin af velferðarsamfélögum Norðurlandanna. Í vikunni fóru þó að renna á mig tvær grímur og ég velti því fyrir mér hvort ég hafi allan tímann misskilið hugtakið "norrænt velferðarsamfélag". Aðgerðir stjórnvalda virðast nefnilega ekki hafa það að augnamiði að ná þessu göfuga markmiði nema síður sé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook