25.6.2009 | 11:24
Stækkunarþreyta ESB
Núverandi ríkisstjórn á Íslandi virðist, ef marka má fréttir síðustu daga, veðja á að aðild Íslands að ESB muni leysa flest okkar vandamál og því sé bæði eðlilegt og nauðsynlegt að fórna því sem til þarf til að svo megi verða. Enginn hefur útskýrt á skýran og greinargóðan hátt hvernig aðild muni koma Íslandi til bjargar en í stað þess er boðið upp á óljóst tal um lækkun matvöruverðs, aukna tiltrú erlendis og styrkingu krónunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook