8.6.2009 | 12:11
Eigrað um stefnulaust
Óli Örn Eiríksson skrifar: Stjórnmál á Íslandi skortir stefnu. Pólitísk umræða á Íslandi er viljandi eða óviljandi föst í smáatriðum og útúrsnúningum sem kemur þegar allt kemur til alls mest niður á öllum nema stjórnmálamönnum sem fitna eins og skrattinn á fjósbitanum. Aftur og aftur virðist fólk sætta sig við það að stjórnmálamenn maldi í móinn yfir smáatriðum, horfa um öxl og spá í fortíðina og hreinlega neiti að svara erfiðum spurningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook