3.4.2009 | 09:52
Tvær hliðar á ESB-andstöðu II
Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu á sér tvær hliðar, eina ljósa en aðra dekkri. Sú fyrri einkennist af þeirri skoðun að hægt sé að feta í átt til frelsis hraðar og betur en "skriffiskubáknið í Brussel", að í stað þess að læsa sig innan tollamúra ESB verði til dæmis hægt að gera fríverslunarsamninga við flest ríki heims, eða jafnvel hægt að afnema tolla einhliða. Hin hlið andstöðunnar gengur út á úrelda og gamaldags þjóðernishyggju, byggðri á þeirri óþroskuðu lífsskoðun að útlönd og útlendingar vilji okkur illt, segir Pawel Bartoszek í pistli á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook