3.4.2009 | 09:50
Nýsköpun er kaótískt fyrirbæri
Undanfarin misseri hafa orðin nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, sprotafyrirtæki og fleiri sambærileg réttilega verið nefnd til sögunnar í samhengi við endurreisn efnahagslífsins, sköpun nýrra starfa og verðmætasköpun. Það er frábært að þessi mál eigi nú upp á pallborðið í umræðunni, en það er líka ljóst að við þurfum að ganga varlega til skógar því nýsköpun er orðið tískuorð og við vitum öll hvernig sagan um nýju fötin keisarans endaði! segir Andri Heiðar Kristinsson í pistli á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook