4.3.2009 | 17:16
Breyttar kröfur og nýir tímar
"Það er sláandi að sjá í könnunum síðustu mánaða að langstærstur hluti kjósenda er óákveðinn um val sitt í komandi kosningum. Það er af sem áður var, að fólk kjósi tiltekinn flokk eða stefnu nánast sama hvað á undan er gengið. Þessi aukna gagnrýni kjósenda á menn og málefni er til fyrirmyndar og mun án efa leiða til þess að stjórnmálamenn munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir ganga gegn gefnum loforðum sínum enda er nú liðinn sá tími að þingmenn sitji ævilangt eftir að hafa eitt sinn komist á þing." - segir Katrín Thorsteinsson í pistli á Deiglunni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook