4.3.2009 | 08:13
Hraðkassinn við Austurvöll
"Á undanförnum vikum hefur fjöldi nýrra og afdrifaríkra laga verið samþykktur á Alþingi. Með ólíkindum er hversu litla umræðu sum þessara nýju laga hafa fengið í þingsölum, og svo virðist sem umræðutími hverrar og einnar nýrrar löggjafar sé í öfugu hlutfalli við mikilvægi hennar og áhrif á almenning og atvinnulíf. Öll þessi afdrifaríku lög virðast líka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í innstu kimum ráðuneyta, samin af sérfræðingum, en ekki kjörnum fulltrúum." - segir Þórður Gunnarsson í pistli á Deiglunni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook