11.12.2008 | 15:14
Stjórnmálamenn og almenningur endurnýja kynnin
"Svokallaðir borgarafundir hafa verið haldnir undanfarnar vikur og meðal annars var blásið til afar fjölmenns fundar í Háskólabíói á dögunum þar sem ríkisstjórn Íslands var boðið. Þótt eitt og annað megi finna að útfærslu fundarins, þá hefur þetta form - milliliðalaus samskipti stjórnmálamanna og almennings - í raun vantað í umræðuna að undanförnu og væri í raun kærkomin viðbót við hefðbundin fjölmiðlaviðtöl og aðrar leiðir sem stjórnmálamenn hafa til að eiga í samskiptum við kjósendur." Árni Helgason fjallar um samskipti stjórnmálamanna og kjósenda í pistli á Deiglunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook